Bændablaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 2018 25 30 útibú og afgreiðslur utan höfuðborgarsvæðisins. Í Árnessýslu einni er Landsbankinn á þremur stöðum; Selfossi, Þorlákshöfn og í Reykholti. Miklar breytingar á bankastarfsemi Breytingarnar sem orðið hafa í þjóðfélaginu á þeim 100 árum sem eru liðin frá því að Landsbankinn opnaði útibú á Selfossi eru gríðarlegar. Myndin af Tryggvaskála sem fylgir þessari grein var tekin einhvern tímann á árunum 1911–1918 og hún segir meira en mörg orð um þær byltingarkenndu framfarir sem orðið hafa. Ekki þarf að horfa svo langt aftur í tímann til að fá rakið dæmi um miklar framfarir, til dæmis frá því ég hóf störf hjá Landsbankanum á Selfossi árið 1986 hef ég upplifað ótrúlegar breytingar. Þá störfuðu í útibúinu rúmlega fjörutíu manns en þeim hefur fækkað um sextíu prósent á þessum liðlega þrjátíu árum. Starfsemi útibúa á þessum tíma krafðist mikils mannafla og voru fjölmennar bakvinnsludeildir sem önnuðust tölvuskráningar og ýmis uppgjör. Tölvutæknin hafði ekki nema að hluta rutt sér til rúms og mikið magn af tékkum, vísanótum og víxlum voru í umferð sem þurfti að skrá og flokka. Upp úr miðjum níunda áratugnum átti sér stað mikil bylting þegar íslenska bankakerfið var beinlínuvætt með svokölluðu Kienzlekerfi sem samtengdi bankakerfið í gegnum Reiknistofu bankanna. Þetta þýddi að færslur skráðust á rauntíma og má geta þess að íslenska bankakerfið var það fyrsta í heiminum til að innleiða slíka tækni. Öll vinnubrögð sem tengjast bankaþjónustu hafa gerbreyst á þeim tíma sem liðinn er síðan ég hóf fyrst störf hjá bankanum. Vinna sem áður krafðist margra handa er nú leyst með sjálfvirkum og stafrænum hætti. Viðskiptavinir geta nú sjálfir millifært, stofnað reikninga, hækkað og lækkað yfirdráttarheimildir og skipt kreditkortareikningum. Greiðslumat fyrir íbúðalán er nú aðgengilegt á vef bankans sem einfaldar og styttir ferlið til muna, bæði fyrir viðskiptavini og starfsmenn. Bakvinnsla sem unnin var í útibúum heyrir nú sögunni til. Svona mætti lengi telja. Meiri áhersla á fjármálaráðgjöf Það er ljóst að viðskiptavinir vilja hafa aðgang að bankaþjónustu hvar og hvenær sem er, á netinu og í símanum. Landsbankinn tekur fullan þátt í þessari þróun og leggur nú enn meiri áherslu á stafræna tækni. Heimsóknum viðskiptavina í útibú hefur fækkað umtalsvert og hlutverk útibúa hefur breyst. Meiri áhersla er nú lögð á að veita faglega og persónulega fjármálaráðgjöf. Þannig þróast útibúin áfram í takti við nýja tíma. Í dag, 4. október, ætlum við að minnast þess að 100 ár eru liðin frá því útibúið var opnað í Tryggvaskála með skemmtidagskrá í Landsbankanum á Selfossi milli kl. 14–16. Allir eru velkomnir. Nína Guðbjörg Pálsdóttir, útibússtjóri Landsbankans á Selfossi. Starfsfólk Landsbankans á Selfossi árið 1986. Hringhella 12, 221 Hafnarfjörður · Sími 565 1489 · isror@isror.is · www.isror.is Hjá Ísrör færðu einangruð hitaveiturör frá LOGSTOR – Stálrör – Stálfittings og samsetningar – Pexrör – Pexfittings og samsetningar – PexElextra sveiganlegri plaströr – Pexfittings og samsetningar Og svo allt annað sem þarf til hitaveitulagna Nýtt hjá ÍSRÖR Bjóðum nú kaldavatnslagnir PE-100 og PE-80 ásamt tilheyrandi fittings Bjóðum einnig snjóbræðslurör PP og PE Líklega besta verðið Sjáumst á Landbúnaðarsýningunni 12-14 október. Verðum á Bás B7 (31-51) Komdu og kynntu þér vörurnar í virkni frá Agrilight. Fulltrúi frá Agrilight verður á staðnum. Vörurnar frá Keraf verða á staðnum og sýnum við meðal annars led ljóskastara í virkni ásamt fleiru. Fulltrúi frá Keraf verður á staðnum. Vörur frá NightSearcher verða á staðnum. Komdu og kynntu þér hágæða led ljós drifin af Li-lon rafhlöðum. Fulltrúi frá Nightsearcher verður á staðnum. adænB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.