Bændablaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 201832 Steingrímur Karlsson og Arna Björg Bjarnadóttir nýta sér bakgrunn í kvikmyndagerð og sagnfræði í ferðaþjónustubúskap: Hafa byggt upp Óbyggðasetur í skjóli fjallanna á innsta bænum í Fljótsdal Hjónin Steingrímur Karlsson, kvikmyndagerðarmaður og ferðaþjónustubóndi, og Arna Björg Bjarnadóttir, sagnfræðingur og menningarmiðlari, hafa í nokkur ár unnið að uppbyggingu Óbyggðaseturs á bænum Egilsstöðum í Fljótsdal. Þar er nú komin glæsileg gistiaðstaða í anda fortíðar og boðið upp á veglega tæknivædda sýningu um söguna, sem er mikil upplifun að skoða. Þegar ekið er inn að Fljótsdalsvirkjun fyrir botni Lagarfljóts getur að líta skilti við veginn sem vísar á Óbyggðasetur inn í Norðurdal Fljótsdals. Ekið er út af veglegum vegi með bundnu slitlagi og inn á hefðbundinn malarveg. Ekið er eins og leið liggur til endimarka akvegarins og þá blasir við bærinn Egilsstaðir þar sem Óbyggðasetrið er til húsa. Það er innsta byggða ból í Fljótsdal og í bakgarðinum eru stærstu óbyggðir í Norður-Evrópu. Upplifunin af því að skoða gamla bæinn og sýninguna sem þar er boðið upp á er hreint ótrúleg og kemur sannarlega á óvart. Er sýningin mjög byggð upp á sjónrænni upplifun og auðséð að þar gætir töluverðra áhrifa og reynslu kvikmyndagerðarmannsins Steingríms. Á jörðinni er gamla íbúðarhúsið sem búið er að gera upp sem gististað með veitingum og búið að setja upp veglega og tæknivædda sýningu í skemmu þar við hliðina. Hjónin Gunnar Jónsson og Bergljót Þórarinsdóttir, bændur á Egilsstöðum, voru þátttakendur í verkefninu með Steingrími og Örnu, en Bergljót er nú látin. Fjölskylda Gunnars hafði búið á Egilsstöðum í um 150 ár. Með stærstu óbyggðir Norður- Evrópu í bakgarðinum Steingrímur segir að hugmyndin að Óbyggðasetrinu hafi fæðst þegar hann og kona hans, Arna Björg Bjarnadóttir, sem ættuð er úr Skagafirði, ráku þaðan 6–10 daga hestaferðir um óbyggðir Austurlands á sumrin. „Það voru nokkrir samliggjandi þættir sem ollu því að við fórum í að byggja upp þessa aðstöðu á bænum. Hér erum við á innsta byggða bóli í dalnum og í bakgarði okkar eru stærstu óbyggðir í Norður-Evrópu. Það var líka sérstök saga systkinanna sem hér bjuggu og nábýli þeirra við óbyggðirnar sem okkur langaði að fanga. Ég á hér tengingar og frá því ég var lítill hefur mér alltaf fundist að hér væru mínar rætur og hér vildi ég vera. Ég var á sumrin í sveit hjá móðursystur minni á næsta bæ hér fyrir utan. Þá hafa óbyggðirnar líka alltaf verið mitt áhugamál. Arna Björg, konan mín, var forstöðumaður og byggði upp Sögusetur íslenska hestsins í Skagafirði og bjó því yfir dýrmætri reynslu sem nýttist við uppbygginguna og reksturinn hér.“ Að uppbyggingu Óbyggðaseturs fengu þau Steingrímur og Arna Björg fjölda heimamanna og fagfólk sér til aðstoðar við smíðar, tæknilausnir og uppsetningu sýninga. Sveitungarnir gerðu grín að löngum aðdraganda „Það liðu fimm ár frá því við fengum þessa hugmynd og þar til við opnuðum. Fyrstu tvö árin fóru meira og minna í heimildar- og rannsóknarvinnu, hönnun og vinnslu viðskiptaáætlunar. Sveitungunum fannst þetta ganga ansi hægt og gerðu grín að okkur á þorrablóti. Þá voru liðin þrjú ár og rétt farnar að sjást breytingar. Sögðu sveitungarnir því að þeir hafi sennilega misskilið þetta. Þetta væri ekki Óbyggðasetrið, heldur óbyggða setrið.“ Steingrímur segir að veitinga- staðinn hafi þau ákveðið að útbúa í stíl við gamla eldhúsið. „Það var gert upp í stíl við upprunalega eldhúsið. Höldurnar á skápunum eru úr hreindýrshornum og hurðirnar á efri glerskáp eru gamlir fjósgluggar. Eldhúsborðið var gert upp úr gamla baðstofuborðinu. Svo er eldað fyrir framan gestina eins og gert var í gamla daga. Við matborðið spinnast svo endalausar umræður þar sem gestir vilja fræðast um sögu og náttúru svæðisins. Þá notum við hér kjöt frá bænum og silung úr vötnunum. Við erum líka með reykkofa þar sem við reykjum kjöt. Allt brauð og kökur er líka heimabakað og þar byggjum við mikið á gömlum uppskriftum.“ Margt jákvætt við ferðaþjónustu lengst inni í afdal „Það er bæði hægt að líta á það jákvæðum og neikvæðum augum að vera hér lengst inni á afdal þar sem vegurinn endar. Í því eru þó heilmargir kostir og gæði fyrir gestina okkar að komast hér í fámennið og rólegheitin. Upplifa hér gamla Ísland fremur en að þeysast á milli fjölfarinna ferðamannastaða. Þarna á Austurland mikið inni með allri sinni náttúrufegurð og dýralífi. Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Fjölskyldan uppábúin að hætti liðins tíma. Hjónin Arna Björg Bjarnadóttir, sagnfræðingur og menningarmiðlari og Steingrímur Karlsson, kvikmyndagerðarmaður og ferðaþjónustubóndi, ásamt dætrum sínum, þeim Snædísi (í fangi móður sinnar) og Friðnýju. Mynd / Gunnar Gunnarsson Hvert sem litið er má sjá hluti sem minna á liðna tíma. Óbyggðasetrið að Egilsstöðum í Fljótsdal. Búið er að gera upp gamla íbúðarhúsið í upprunalegum stíl frá 1940. Þar við hliðina er skemma með stórmerkilegri sýningu um sögu svæðisins á jarðhæð og gistiaðstöðu með baðstofu í gömlum stíl með lokrekkjum á efri hæð. Í fjarska á neðri myndinni sést nýrra hús sem Gunnar Jónsson bóndi byggði, en hann er sonur Jófríðar sem var ein af 14 Egilsstaðasystkinum. Myndir / HKr. „Þá notum við hér kjöt frá bænum og silung úr vötnunum,“ segir Steingrímur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.