Bændablaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 201820 Sala eiturefna í landbúnaði í löndum Evrópusambandsins jókst umtalsvert á árunum frá 2011 til 2016 samkvæmt tölum Eurostat, hagstofu ESB. Þar vekur notkun á sveppa- og bakteríueitri sérstaka athygli sem og á illgresis- og mosaeyði sem og skordýraeitri. Frá þessum þjóðum kemur einmitt mikið af þeirri kjötvöru, grænmeti og ávöxtum sem flutt eru til Íslands. Þó ekki séu öll hjálparefni skaðleg náttúrunni, er samt vitað að ýmis innihaldsefni sumra hjálparefna eru þrávirk og safnast því upp í jarðvegi. Geta þau því hæglega endað í grunnvatni og neysluvatni manna og dýra. Vaxandi áhyggjur hafa einmitt verið meðal vísindamanna um að mögulega sé verið að eyðileggja jarðveg í stórum stíl, bæði með óhóflegri notkun eiturefna og ofnýtingu. Það geti leitt til niðurbrots jarðvegs þannig að hann verði ónothæfur til ræktunar. Massaframleiðslan kallar á eiturefni, stera og sýklalyf Vandinn er að til að ná hámarks framleiðni og afköstum sem verið er að kreista á methraða út úr lífríkinu í tæknivæddum landbúnaði, verður að beita margvíslegum efnafræðilegum töfrabrögðum. Allt er þetta sagt gert neytendum til hagsbóta, þeir kalli á sífellt ódýrari vörur. Það þekkjum við vel af áróðri og rökum hagsmunaaðila fyrir óheftum innflutningi á matvörum til Íslands. Þar hafa ýmis eiturefni reynst afar skilvirk, eins og glyfosat, skordýraeitur, sýklalyf og sterar. Ef þessi „hjálparefni“ eru notuð, þá verða menn um leið að líta framhjá mögulegum slæmum afleiðingum fyrir náttúru og menn. Vitundarvakning fyrir lífrænum landbúnaði Fjölmargir bændur og vaxandi fjöldi neytenda er af þessum sökum farinn að horfa til lífræns landbúnaðar, eða til hugmyndafræði Slow Food sem leyfir ekki notkun allra þessar aðskotaefna og allra síst eiturefna. Er þó oft reynt í staðinn að styrkja lífrænar varnir með aðstoð ýmissa skordýra eins og t.d. er gert í íslenskum gróðurhúsum. Framleiðsla á lífrænum afurðum getur samt aldrei náð sömu afköstum og massaframleiðsla með aðstoð kemískra efna. Hún er alltaf á náttúrulegum forsendum og með raunverulegri afkastagetu við náttúrulegar aðstæður á hverjum stað. Það þýðir að kostnaður verður í takt við það og ekki hægt að undirbjóða þær staðreyndir með töfrabrögðum efnaiðnaðarins. 171 þúsund tonn af sveppa- og bakteríueitri Sveppa- og bakteríueitur voru mest notuðu hjálparefnin í evrópskum landbúnaði árið 2016 sam- kvæmt tölum Euro stat. Af þeim voru seld 167.643 tonn, en inn í þær tölur vantaði söluna í Lúxemborg sem notaði 92 tonn af þeim árið 2011 og Holland sem notaði 4.238 tonn af slíkum efnum árið 2011. Má því ætla að heildarsalan á sveppa- og bakteríueitri í ESB-löndunum árið 2016 hafi verið ríflega 171 þúsund tonn. Slík efni í duftformi geta innihaldið um 90% brennistein sem er mjög eitraður, en önnur innihaldsefni geta verið óskaðlegar jurtaolíur en einnig sérhæfðar bakteríur. 127 þúsund tonn af gróðureyðingarefnum Efnin sem hér um ræðir eru oft nefnd hjálparefni og er ýmist ætlað að verjast plöntusjúkdómum eða ágangi óæskilegra jurta og skordýra. Mest er þar notað af gróður eyðingar efnum og mosaeitri. Af slíkum efnum voru samkvæmt tölum Eurostat, notuð árið 2016 í ríkjum ESB samtals 124.295 tonn. Þar vantaði þó inn tölur frá Hollandi sem notaði 3.025 tonn af slíkum efnum árið 2011. Einnig vantaði tölur frá Lúxem- borg sem n o t a ð i 102 tonn af gróður- e y ð i n g a r - efnum og m o s a e i t r i árið 2011. Má því ætla að heildarnotkunin í ESB-ríkjunum hafi vart verið minni en 127 þúsund tonn árið 2016. Sum þessara efna, eins og gróðureyðingarefnið Roundup, innihalda virka efnið glyfosat sem valdið hefur miklum deilum á liðnum árum og misserum. Fjöldi lögfræðinga og vísindamanna á vegum efnaframleiðslurisa á borð við Monsanto, sem nú er komið í eigu þýska fyrir tækisins Byern, hafa haldið fram skaðleysi glyfosats. Nokkrir íslenskir vísinda menn hafa líka lagst á þá sveif. Sífellt eru þó að koma fram rann sóknir sem sýna fram á skaðlegar verk anir glyfosats á umhverfið og ekki síst býflugur. Glyfosat skaðar meltingarveg býflugna Þann 24. sept ember sl. var m.a. birt hjá vísindarita útgáfu PNAS ítarleg vís inda rannsókn í Bandarík j unum sem fjallar um áhrif glyfosats á býflugur. Um 3.200 vísindagreinar e r u birtar hjá PNAS á ári hverju. Þar kemur fram að bakteríur í meltingarvegi býflugna, sem eru þeim lífsnauðsynlegar til vaxtar, skaðast af glyfosati sem býflugurnar komast í snertingu við. Þetta leiðir til dauða býflugnanna, en þol einstakra bakteríutegunda í meltingarvegi býflugna gagnvart glyfosati geti þó verið mismunandi mikið. Í niðurlagi greinarinnar segir að hunangsflugur eins og fleiri lífverur reiði sig á virkni þarmaflórunnar m.a. við að melta fæðu og halda ónæmiskerfinu gangandi. Einnig sem sýklavörn. Truflun á þessari virkni hafi afger andi afleið ingar á hraust leika flug unnar og þar hafi glyfosat áhrif. Ný legar endur teknar tilraunir og rannsóknir hafi komið fram með sannanir fyrir þessum á h r i f u m . Þá kemur einnig fram í greininni að glyfosat sé vatnsleysan- legt efni og áhrif þess geti haldist í náttúrunni í langan tíma. Það þýðir væntanlega líka að glyfosat getur borist í grunnvatn og mögulega í drykkjarvatn manna. 37 þúsund tonn af skordýraeitri Skordýraeitur er þriðji mest notaði hjálparefnaflokkurinn í landbúnaði í ESB-ríkjunum. Af slíkum efnum voru notuð, samkvæmt tölum Eurostat, 36.888 tonn árið 2016. Þar vantaði þó inn tölur frá Lúxemborg og Hollandi, en í síðarnefnda ríkinu voru seld 270 tonn af skordýraeitri árið 2011. Heildarsala á skordýraeitri í ESB-löndunum árið 2016 hefur því vart verið undir 37 þúsund tonnum. Skordýraeitur hefur m.a. áhrif á taugakerfi skordýra. Taugagas sem notað hefur verið í hernaði er í grunninn af líkum toga. Þarna er um að ræða efni sem enginn deilir líklega um að séu eitruð og geta verið mjög skaðleg mönnum. Enda er þeim beinlínis ætlað að drepa skordýr og önnur sníkjudýr sem kunna að sækja á nytjajurtir. 1.400 tonn af lindýraeitri Af lindýraeitri voru seld 1.377 tonn samkvæmt tölum Eurostat sem eru þó ekki tæmandi. Þar vantar tölur frá fimm ríkjum. Mögulega gæti vantað inn í þessar tölur í það minnsta tugi eða jafnvel nokkur hundruð tonn. Um 13.600 tonn af plöntuhormónum Vaxtastýriefni (Plant grow regulators), eða plöntuhormónar, eru meðal þeirra hjálparefna sem notuð eru í evrópskum landbúnaði. Af þeim voru seld samkvæmt tölum Eurostat 13.465 tonn árið 2016. Þar FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Hjálparefnanotkun hefur stöðugt verið að aukast í stærstu ríkjum Evrópusambandsins samkvæmt tölum Eurostat: – Það er lykillinn að massaframleiðslu „ódýrra“ matvæla og fimm stærstu ríkin nota yfir 270 þúsund tonn af þessum efnum árlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.