Bændablaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 201834 systkinunum á bænum og þeirra nábýli við óbyggðirnar.“ Systkinin 14 frá Egilsstöðum Systkini Snorra voru Sigríður, fædd 1908, Stefán, fæddur 1910, Sigurður, fæddur 1911, Sigurbjörg, fædd 1913 og var gift Jóni Finnssyni og áttu þau fjögur börn. Þá kom Pétur, fæddur 1915, Egill, fæddur 1916, Björg, fædd 1917 og Ingólfur, sem var fæddur 1919 og giftist Unni Einarsdóttur og átti með henni 3 börn. Síðan kom Bergljót, fædd 1920, Jófríður, fædd 1922 og eignaðist hún einn son sem enn býr á Egilsstöðum. Þá kom Guðfinna, fædd 1924 og Ingibjörg, fædd 1926, en hún giftist Þórarni Bjarnasyni og eignuðust þau tvö börn. Yngst þeirra systkina var svo Þórhalla, en maður hennar var Kjartan Hallgrímsson og eignuðust þau 12 börn. Kvikmyndakunnáttan og sagnfræðin hafa nýst vel Steingrímur segir að við uppbyggingu Óbyggðaseturs hafi honum nýst vel reynslan af kvikmyndagerð og þekking konunnar á sagnfræði, rekstri og viðburðastjórnun. „Það má segja að staðurinn sé leikmyndin okkar og starfsfólkið leikararnir sem skapa sanna upplifun byggða á menningu okkar og gefa gestum kost á að upplifa fortíðina. Ferðirnar sem við bjóðum upp á eru byggðar upp á svipaðan hátt. Þar er miðlun sögunnar og náttúrunnar alltaf í forgrunni. Það hefur verið vinsælt að koma hingað með skólakrakka til að kenna þeim og upplifa hvernig fólk lifði hér áður fyrr.“ Steingrímur segir að nú í nóvember sé stefnt að því að opna nýja aðstöðu við bæinn. Þar verður laug með steinhleðslu í kring og baðhús með gufubaði og hvíldaraðstöðu. Allt verður það í þessum gamla stíl og klætt að utan með rekaviði. „Við ákváðum strax og við fórum í þetta verkefni um Óbyggðasetrið að byggja þetta á faglegum grunni. Við leituðum því eftir víðtæku samstarfi við Þjóðminjasafnið, Va t n a j ö k u l s þ j ó ð g a r ð , Náttúrustofu Austurlands, Jarðfræðisetrið á Breiðdalsvík, Héraðsskjalasafnið, Land- mælingar Íslands, Vegagerðina og Minjasafn Austurlands. Setrið er að öllu leyti einkarekstur og ekki kostað af ríkinu þótt við höfum auðvitað sótt um alls konar styrki til að koma þessu áfram. Má nefna að sveitarfélagið hér, Fljótsdalshreppur, sem er eitt hið fámennasta á landinu, hefur styrkt okkur vel til að hjálpa okkur í gang. Markmið Óbyggðasetursins er að skapa heildstæða upplifun og miðla sögu óbyggða Íslands með lifandi hætti gegnum fjölbreytta þjónustu og afþreyingu. Gisting er í boði allt árið og staðurinn einnig tilvalinn fyrir vina- eða starfsmannahópa. Auðvelt er að finna hér nóg að gera og njóta náttúru og friðsældar,“ segir Steingrímur Karlsson. Baðstofan hefur vakið athygli, ekki síst meðal útlendinga. Þar er hægt að fá gistingu við aðstæður líkar þeim sem þekktust í íslensku torfbæjunum. Mjög er þar vandað til verka til að hafa útlitið á baðstofunni sem líkast gömlu eru rúmin sjálf stærri en tíðkaðist áður fyrr og búnar nútíma rúmdýnum. Mynd / Óbyggðasetur Margar skemmtilegar sögur eru sagðar í Óbyggðasetri með mjög skemmtilegri framsetningu, eins og af manninum sem fyrir slysni varð að gera sér að góðu að þeysast um á hreindýri. Mynd / HKr. Burðarklár og ferðakistill. Mynd / HKr. Gamli vélsleði Egilsstaðabræðra var var of snjólaust niðri í dalnum til að hægt væri að aka honum þar. Överaasen DLS-270 A. Wendel ehf. Tangarhöfða 1 110 Reykjavík Sími 551 5464 www.wendel.is Systkinin á Egilsstöðum voru mikið hagleiksfólk og hefur greinilega sjaldan fallið verk úr hendi. Mynd / HKr. Hvergi er slegið af fagmennskunni í Óbyggðasetri. þegar gengið er um sýninguna eru handsmíðuð af Steingrími Karlssyni. Mynd / HKr. Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Gúmmíbelti - Fyrir smágröfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.