Bændablaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 52
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 201852 HROSS&HESTAMENNSKA N ú e r sýningarárinu 2018 lokið í í s l enskr i hrossarækt, viðburða ríku og skemmtilegu ári með Landsmóti hestamanna í Reykjavík. Alls voru haldnar 15 sýningar víðs vegar um landið og alls voru felldir 1575 dómar sem er góður fjöldi en þó heldur færri dómar en á síðasta landsmótsári 2016 en þá voru dómarnir alls 1614. Stærsta sýningin var á Gaddstaðaflötum í vikunni 11. til 15. júní með 249 hrossum en sú minnsta á Stekkhólma á Austurlandi með 17 hrossum. Landsmót var haldið á félagssvæði Fáks í Víðidal í ár og tókst afar vel. Miðað var við 170 kynbótahross á mótinu, 173 máttu koma en í nokkrum tilfellum voru hross jöfn að stigum. Alls voru 160 hross dæmd á mótinu en aðeins var um forföll. Þá hlutu tíu stóðhestar fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og fjórir hlutu heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á mótinu. Meðaltöl og dreifingu einkunna má sjá í meðfylgjandi töflum fyrir alla eiginleika sköpulags og hæfileika auk aðaleinkunnar fyrir árið 2018: Meðaltölin hafa verið að hækka á síðustu árum Meðaltöl og breytileiki einkunna er á mjög svipuðu róli fyrir flesta eiginleika samanborið við síðastliðið ár en meðaltölin hafa verið að hækka á síðustu árum. Þó er meðaltal sköpulags heldur lægra en í fyrra, 8,00 samanborið við 8,12 í fyrra. Rétt rúmlega 25% sýndra hrossa voru klárhross í ár en það er afar svipað hlutfall og undanfarin ár. Hlutfall klárhrossa á Landsmóti hefur á aftur á móti líklega aldrei verið hærra en 27% hrossa sem unnu sér þátttökurétt á mótinu voru klárhross; hæsta hlutfallið var í yngstu flokkunum, fjögurra vetra hryssum og stóðhestum. Meðalaldur sýndra hrossa í ár var 6.15 ár sem er heldur hærri meðalaldur en á fyrri landsmótárum. Þetta skýrist helst af fækkun í sýningum á fjögurra vetra hrossum en þau voru í ár 12% af sýndum hrossum. Hæstu hross ársins Alls voru sýndar 70 fjögurra vetra hryssur á árinu og voru þær tæplega 7% sýndra hrossa. Margar afar efnilegar hryssur voru í þessum hópi. Með þriðju hæstu einkunn ársins var Sýn frá Hólum með 8.30 í aðaleinkunn. Hún hlaut 8.54 fyrir sköpulag og 8.14 fyrir hæfileika, Sýn er mikil myndarhryssa, afar skrefmikil og á eflaust eftir að láta enn meira að sér kveða með meiri styrk og eftirfylgni. Ræktandi og eigandi er Hólaskóli. Faðir hennar er Knár frá Ytra-Vallholti og móðirin er Ösp frá Hólum. Knár frá Ytra-Vallholti skilaði nokkrum eftirtektarverðum og efnilegum afkvæmum til dóms í vor, enda af mýktar- og gæðinglínu út af henni Kolfinnu frá Ytra-vallholti. Með aðra hæstu einkunn ársins, 8.31, var Sigurrós frá Stuðlum, undan Dyn frá Dísarstöðum og Stöku frá Stuðlum sem er undan gæðingamóðurinni Þernu frá Arnarhóli. Sigurrós er gæðingur með 8.37 fyrir hæfileika, með einstaklega virkjamikið skref og mikla framgöngu af svo ungu tryppi. Þá var með hæstu einkunn ársins Askja frá Efstu-Grund og var hún einnig hæst í sínum flokki á Landsmóti. Hún sprakk út á mótinu og hækkaði hæfileikaeinkunn sína verulega og endaði með 8.55 fyrir hæfileika og 8.38 í aðaleinkunn. Askja er reiðhestslega gerð með góða yfirlínu í hálsi og baki, þá er hún hágeng og skrefagóð á tölti og brokki og afar jafnvægisgóð og sniðfalleg á skeiði. Af öðrum fjögurra vetra hryssum ársins er gaman að geta tveggja klárhryssna, þeirra Kröflu frá Austurási undan Framherja frá Flagbjarnarholti; stórglæsileg klárhryssa með 9.0 fyrir nánast alla þætti hæfileikanna og Þórhildar frá Hamarsey, undan Vita frá Kagaðarhóli en hún hlaut 9.5 fyrir tölt á landsmótinu enda einstaklega mýktar- og feguðardjásn, fjaðrandi og jafnvægisgóð á tölti. 54 stóðhestar í fjögurra vetra flokki Í fjögurra vetra flokki stóðhesta voru sýndir 54 hestar og voru þeir rúmlega 5% sýndra hrossa. Með þriðju hæstu einkunn ársins var Kastor frá Garðshorni á Þelamörk eða 8.33. Kastor er úr ræktun þeirra Agnars Þórs Magnússonar og Birnu Tryggvadóttur, hann er undan Kiljan frá Steinnesi og Vissu frá Lambanesi. Kastor er öflugur alhliða hestur með 8,21 fyrir sköpulag og 8.41 fyrir hæfileika, þar sem hæst ber 9.0 fyrir bak og lend, skeið og vilja og geðslag. Með aðra hæstu einkunn ársins var Fenrir frá Feti, hann er úr ræktun Fetsbúsins en eigandi er Ármann Sverrisson. Fenrir er undan Loka frá Selfossi og Fljóð frá Feti. Þetta er óvanalega glæsilegur klárhestur með tölti og hefur sérstaka framgöngu og útgeislun í brautinni, hárreistur og tignarlegur með 9,0 fyrir tölt og brokk, 9,5 fyrir vilja og geðslag og fegurð í reið og 10 fyrir hægt stökk. Efsti fjögurra vetra foli ársins og einnig á landsmóti varð svo Eldjárn frá Skipaskaga, undan Jarli frá Árbæjarhjáleigu II og Glímu frá Kaldbak, úr ræktun Jóns Árnasonar. Eldjárn er afar fallegur hestur með 8.5 fyrir háls, herðar og bóga, 9.0 fyrir samræmi og 9.5 fyrir bæði fótagerð og prúðleika. Þá er hann gangöruggur á tölti og skeiði með þjálan vilja. Það er eftirtektarvert með þessa efstu fola, Eldjárn og Fenri, hversu mikið þeir eru farnir að gera á unga aldri en þeir eru báðir 150 cm. á herðar. Alla jafna eru svo stór hross lengur að koma til en með stækkun kynsins förum við væntanlega að fá fleiri og fleiri hávaxinn sem hross sem geta meira á unga aldri. En það setur í raun meiri kröfur á þjálfarann að gefa sér tíma með hrossin en öll hross þurfa sinn tíma til að þroskast andlega og líkamlega. Í fimm vetra flokki hryssna voru sýndar 172 hryssur og voru þær tæplega 16% sýndra hrossa. Með þriðju hæstu aðaleinkunn ársins var landsmótssigurvegarinn Sigyn frá Feti, undan Ómi frá Kvistum og Vigdísi frá Feti. Sigyn er stórglæsilegur og stórbrotinn gæðingur með 8.48 fyrir sköpulag og 8.62 fyrir hæfileika, afar hreingeng á tölti og skeiði, með næman og mikinn vilja. Með aðra hæstu einkunn ársins var svo Hugmynd frá Ketilsstöðum, undan Aðli frá Nýja- Bæ og Djörfungu frá Ketilsstöðum, Álfasteinsdóttur en báðir foreldrarnir hlutu heiðursverðlaun á árinu. Hugmynd er reiðhestslega gerð og léttstígur gæðingur og sýndi afar skemmtilega takta á skeiði, frábært upplag á skeiði og jafnvægi. Með hæstu einkunn ársins í þessum flokki varð svo Paradís frá Steinsholti, undan Ský frá Skálakoti og Plómu Markúsardóttur frá Skrúð. Paradís er afar fallega og vel gerð hryssa með 9.0 fyrir höfuð, háls, herðar og bóga og bak og lend. Þá er hún afar fallega geng, með þennan þjála vilja sem Skýr er að gefa í ríkum mæli. 87 stóðhestar í fimm vetra flokki Í fimm vetra flokki stóðhesta voru sýndir 87 hestar eða 8.5% sýndra hrossa. Þriðji hæst dæmdi hestur ársins í þessum flokki var Jökull frá Breiðholti í Flóa, undan Huginn frá Haga og gæðingamóðurinni Gunnvöru frá Miðsitju. Jökull er vel gerður og léttbyggður hestur með 9.0 fyrir háls, herðar og bóga og samræmi. Þá er hann efni í frábæran alhliða hest með fótaburð á hægu tölti og hreinar, fallegar gangtegundir. Annar hæsti fimm vetra hesturinn í ár var Adrían frá Garðshorni en hann var efstur á Landsmóti, Adrían er úr ræktun þeirra Agnars Þórs Magnús sonar og Birnu Tryggva- dóttur, hann er undan Hágangi frá Narfastöðum og Eldingu frá Lambanesi sem hlýtur heiðurs- verðlaun nú í haust. Adrían er afar vel gerður hestur með hvelfdan og reistan háls, hátt frambak og lofthæð. Þá er hann afar jafnvægisgóður og flinkur á tölti og hlaut 9,5 fyrir það, býr hann almennt yfir léttum og háum hreyfingum en mætti enn sem komið er vera svifmeiri á brokki og skeiði. Þá geislar af honum í reið og hann hefur afar léttan og góðan vilja en hann hlaut 9.0 fyrir vilja og geðslag og fegurð í reið. Með hæstu einkunn ársins í þessum flokki var Þór frá Torfunesi en hann er úr ræktun Baldvins Kr. Baldvinssonar í Torfunesi, hann er undan Kolskegg frá Kjarnholtum og Baldursdótturinni Bylgju frá Torfunesi. Þór er glæsilegur hestur í byggingu og ber það vel í brautinni, reistur og það loftar undir hann en hann hlaut 9.0 fyrir tölt og brokk, fegurð í reið og vilja og geðslag. Í sex vetra flokki hryssna voru sýndar 206 hryssur eða um 20% sýndra hrossa. Margar afbragðs hryssur voru í þessum flokki og hrein hestagull meðal þeirra efstu. Með þriðju hæstu einkunn ársins var Lukkudís frá Bergi úr ræktun Önnu Dóru Markúsardóttur með 8.55 í aðaleinkunn. Lukkudís er undan Lukku-Láka frá Stóra-Vatnsskarði og Forsetadótturinni Hildu frá Bjarnarhöfn. Lukkudís er afar fríð og fínleg hryssa með góðan styrk í yfirlínunni. Hún hlaut 9.0 fyrir tölt og brokk og einnig vilja og geðslag og fegurð í reið enda afar þjál og yfirbragsfalleg hryssa. Með aðra hæstu einkunn var Krafla frá Breiðholti í Flóa með 8.61 í aðaleinkunn úr ræktun Kára Stefánssonar. Krafla er undan Ómi frá Kvistum og Gunnvöru frá Miðsitju. Hún er öflug í byggingu með 9.0 fyrir bak og lend, þá er hún aðsópsmikill gæðingur með 9.0 fyrir hægt tölt og tölt, og 9.5 fyrir skeið, 9.0 fyrir fegurð í reið og vilja enda geislar af henni orku. Með hæstu einkunn ársins í þessum flokki var svo hestagullið Katla frá Hemlu II með 8.72 í aðaleinkunn. Katla býr yfir mikilli fegurð og útgeislun, nýtir hálsinn vel í reið og heldur á sér þannig að fegurð sköpulagsins sést vel undir manni, þá er hún gæðingur á gangi með 9.0 fyrir tölt og brokk, vilja og geðslag og fegurð í reið og að auki skrefmikið og takthreint skeið. Katla er undan Ský frá Skálakoti og Spyrnu Roðadóttur frá Síðu og Sýningarárið í íslenskri hrossarækt 2018 Tölt Brokk Skeið Stökk Vilji og geðsl. Fegurð í reið Fet Hægt tölt Hægt stökk Hæfileikar Aðaleinkunn Kveikur frá Stangarlæk 1 – ímynd fegurðar og fjaðurmagns. Mynd / Svanhildur Jónsdóttir Þráinn frá Flagbjarnarholti hlaut hæstu aðaleinkunn ársins í kynbótadómi. Mynd / Guðrún Hulda Pálsdóttir Hrossaræktin 2018 Ráðstefna Þorvaldur Kristjánsson ábyrgðarm ður í hrossarækt thk@rml.i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.