Bændablaðið - 08.02.2018, Side 14

Bændablaðið - 08.02.2018, Side 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. febrúar 2018 Íbúafundur á Hvammstanga: Fyrirhugað að byggja fjölbýlishús á hafnarsvæðinu Deiliskipulagstillaga hafnar- svæðisins á Hvammstanga var til umfjöllunar á vel sóttum íbúafundi á Hvammstanga í liðinni viku. Um 120 manns mættu á fundinn. Óskar Örn Gunnarsson, skipulagsfræðingur hjá Landmótun, kynnti skipulagstillöguna og Guðný Hrund Karlsdóttir fór yfir valkostagreiningu vegna staðsetningar fjölbýlishúss og stöðuna á húsnæðismarkaðnum. Þá fór Páll Gunnlaugsson arkitekt yfir tegund og hönnun íbúða í fyrirhuguðu fjölbýlishúsi. Á vef Húnaþings vestra er fjallað um fundinn sem og að mikið hafi verið rætt um staðsetningu fjölbýlishúss sem fyrirhugað sé að byggja við hafnarsvæðið á Hvammstanga en um hana séu skiptar skoðanir. Á fundinum var komið inn á ýmis atriði, rætt um fornleifar, smábátahöfn, bílastæði og fleira, gagnlegum spurningum var varpað fram sem og ábendingum sem nýttar verða við áframhaldandi vinnu. Nýtt skipulag var auglýst síðastliðið vor, en við það bárust athugasemdir og ábendingar og var því í kjölfarið ákveðið að gera á því breytingar og auglýsa á ný að undangengnum íbúafundi. Helstu breytingar frá fyrra skipulagi eru þær að lóðir á Tanga eru felldar út, lóðamörkum breytt, ný rútustæði sett upp, mögulega einnig göngubrú og gögn vegna íbúðalóðar og fornleifaskráningar voru endurbætt. Gert er ráð fyrir að tillagan verði afgreidd af sveitarstjórn þann 8. febrúar næstkomandi og fari í framhaldi af því í auglýsingu og þá málsmeðferð sem gildir samkvæmt skipulagslögum. /MÞÞ Aðalfundur SUB 2018 – kosið um formann og tvo stjórnarmenn Samtök ungra bænda (SUB) boða til aðalfundar laugardaginn 24. febrúar næstkomandi í Vatnsholti í Flóahrepp. Á fundinum verður kosið um formann og tvo meðlimi stjórnar, en að öðru leyti verða hefðbundin aðalfundarstörf á dagskrá. Frestur til að senda inn mál á aðalfund er tveimur vikum fyrir fund. Það er Félag ungra bænda á Suðurlandi sem heldur árshátíð samtakanna að þessu sinni, sem verður nánar auglýst síðar. Samtök ungra bænda hvetja þá sem hafa áhuga á að mæta sem fulltrúar á fundinn að hafa samband við formann síns aðildarfélags. Allir áhugasamir meðlimir samtakanna eru velkomnir með málfrelsi og tillögurétt. Eða eins og segir í tilkynningu stjórnar SUB: „Sjáumst hress í Vatnsholti og sláum tóninn fyrir Búnaðarþing.“ FRÉTTIR Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is ALHLIÐA VÉLAVERKSTÆÐI Hafðu samband í síma 587 1300 og við sérsníðum lausn sem hentar þér! Í haust greindust tveir plöntu- sjúkdómar í tómatrækt hérlendis. Um er að ræða veiruna Pepino Mosaic Virus (PepMV) og spóluhnýðissýkingu (Potato Spindle Tuber Viroid - PSTVd). Niðurstöður rannsóknar Matvælastofnunar gefa til kynna að veirusmitið af völdum PepMV eigi sér sameiginlegan uppruna og sé útbreitt meðal tómatræktenda hérlendis. Sjúkdómarnir eru ekki skaðlegir fólki en geta valdið miklum afföllum í tómatrækt. Matvælastofnun veit ekki til þess að veiran eða veirungurinn hafi áður náð fótfestu í garðyrkju hérlendis. Tólf sýni jákvæð Samkvæmt yfirlýsingu frá Mast segir að við rannsókn voru tekin 22 sýni til hraðprófunar, af þeim voru 12 jákvæð fyrir PepMV veirunni. Ekki var skimað fyrir spóluhnýðissýkingu í hraðprófun. Einnig voru 16 ný sýni frá sömu ræktendum send til frekari rannsóknar, af þeim voru níu jákvæð fyrir PepMV og eitt jákvætt fyrir spóluhnýðissýkingu. Sex ræktendur höfðu þegar tæmt hús þegar sýnataka fór fram og ekki fengust sýni frá þeim. Spóluhnýðissýking greindist hjá tveimur til viðbótar síðasta haust við sýnatökur ræktenda. Niðurstöður rannsóknar sýna að PepMV veiran sem nú finnst hérlendis er í öllum tilfellum af afbrigði sem kallað er Chile 2 en það bendir til þess að veiran geti hafa borist hingað til lands með sameiginlegum hætti. Ekki hægt að útloka frekari útbreiðslu Niðurstöður rannsóknar sýna að sýkingarnar eru bundnar við Suðurlandsundirlendið en ekki er hægt að útiloka frekari útbreiðslu í öðrum landshlutum. Í kjölfar sýkinga voru smitvarnir auknar og settar takmarkanir á samgangi milli ræktunarstaða. Matvælastofnun vekur einnig athygli á því að innfluttir tómatar geta borið með sér smit. Til þess að stemma stigu við frekari útbreiðslu mun Matvælastofnun vinna að auknum smitvörnum á býlum sem greinst hafa með ofangreinda sjúkdóma. Gæta þarf ýtrustu smitvarna til að fyrirbyggja frekara smit. Mikilvægt er að býli þar sem sjúkdómarnir hafa ekki gert vart við sig efli einnig smitvarnir þar sem sjúkdómarnir geta valdið talsverðum afföllum í ræktun. Matvælastofnun brýnir fyrir öllum ræktendum garðyrkjuafurða að fylgja leiðbeiningum stofnunarinnar um smitvarnir við garðyrkjurækt. Veiran og veirungurinn eru ekki skaðleg fólki eða dýrum. Spóluhnýðissýking getur hins vegar borist í kartöflur með tilheyrandi afföllum. Matvælastofnun beinir því til kartöfluræktenda að gæta að mögulegu krosssmiti frá einstaklingum og aðföngum sem borið gætu smit úr tómatrækt. /VH Veirusýking í tómötum orðin útbreidd á Íslandi – MAST segir að veiran og veirungurinn séu ekki skaðleg fólki eða dýrum Tómatur smitaður af Pepino Mosaic Virus. Samstarfsnefnd vegna sameiningar Djúpavogshrepps, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps hefur lokið störfum. Nefndin er sammála um að viðræður sem staðið hafa yfir frá því um mitt ár 2016 hafi verið lærdómsríkar og aukið skilning milli sveitarfélaganna varðandi stjórnsýslu, stöðu og fyrirkomulag hinna ýmsu málaflokka innan þeirra. Sú staða sem kom upp í lands málum á tímabilinu með alþingiskosningum, stjórnarmyndun í kjölfarið, og þeirri óvissu sem þeim fylgdi varð til þess að ekki náðist að ljúka viðræðunum í tíma fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Á það sérstaklega við um ýmis áhersluverkefni sem sveitarfélögin vildu koma á laggirnar með stuðningi stjórnvalda og nýtt fyrirkomulag um stjórnskipulag sameinaðs sveitarfélags. Af þessum sökum varð það samhljóða ákvörðun nefndarinnar að ljúka störfum án þess að skila formlegu áliti um mögulega sameiningu sveitarfélaganna. Nefndin aflaði gagna og ræddi um ýmsa þætti er tengjast mögulegri sameiningu sveitarfélaganna þriggja. Í ljósi þessara gagna og umræðna innan nefndarinnar var samþykkt að ljúka störfum nefndarinnar án þess að skila formlegu áliti um mögulega sameiningu sveitarfélaganna. Það verður nýrra sveitarstjórna að meta hvort viðræðum verði haldið áfram síðar. /MÞÞ Djúpavogshreppur, Hornafjörður og Skaftárhreppur: Sameiningarviðræður slegnar af Selasetrið á Hvammstanga: Fleiri gestir en minni velta Alls litu tæplega 42.500 gestir inn á upplýsingamiðstöð Húnaþings vestra sem er til húsa á sama stað og Selasetur Íslands. Það er 8% aukning á gestafjölda frá árinu 2016. Sú aukning er þó heldur lítil ef miðað er við árin á undan, á milli áranna 2015 og 2016 fjölgaði um 44% og árin þar á undan, 2014 og 2015, nam fjölgunin 35%. „Það er því ljóst að mjög dróst úr aukningu ferðamanna á síðasta ári, sem eitt og sér skiptir ekki öllu, en alvarlegur fylgifiskur er sá að 29% veltusamdráttur var á milli ára sem bráðabirgðatölur okkar sýna að hafi átt sér stað,“ segir í frétt á vef Selasetursins. Inn á safnið borguðu sig 13.417 gestir árið 2017, sem er 12% aukning miðað við árið 2016. Þó nokkur veltusamdráttur varð, þó svo að fleiri hafi borgað sig inn á safnið varð samdráttur í veltu þó nokkur, eða tæplega 30%, „og má af því ráða að árið 2017 hafi ferðamenn haldið mikið í við sig í minjagripaverslun og afþreyingu.“ /MÞÞ

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.