Bændablaðið - 08.02.2018, Síða 32

Bændablaðið - 08.02.2018, Síða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. febrúar 2018 Blönduós: Íbúum fjölgar og verktakar hugsa sér til hreyfings með nýbyggingar – Það hefur verið afskaplega dauft yfir byggingamarkaði hér á Blönduósi allt frá hruni, segir bæjarstjóri „Það hefur verið afskaplega dauft yfir byggingamarkaði hér á Blönduósi allt frá hruni, líkt og gildir um marga aðra staði á landinu. Nú sjáum við merki þess að breyting verði á, verktakar eru að hugsa sér til hreyfings og vilja gjarnan byggja,“ segir Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi. Lítið sem ekkert hefur verið byggt á Blönduósi undanfarin áratug, en fyrirspurnir hafa borist bæjarstjórn þar sem óskað er eftir lóðum, bæði undir íbúðir og eins iðnaðarstarfsemi. Einkahlutafélagið Uppbygging hefur óskað eftir lóð sem afmarkast af Húnabraut 4, austurenda íþróttavallar, Holtabrautar og Melabrautar, til að byggja þar 20 íbúða fjölbýlishús á fimm hæðum. Félagið er í eigu Engilberts Runólfssonar byggingaverktaka. Þá hefur hlutafélagið Húnaborg á Blönduósi sótt um tvær lóðir fyrir atvinnu- og geymsluhúsnæði að Ennisbraut 5 og 7 á Blönduósi. Félagið hefur einnig sótt um lóðir fyrir þriggja íbúða raðhúsi að Sunnubraut 13 til 17 og lóð fyrir fjögurra íbúða raðhúsi að Smárabraut 19 til 25. Tekið var jákvætt í umsóknirnar á fundi skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduóss á dögunum, en ráðið mælti með því að lóðunum yrði úthlutað til félagsins. Í umsóknum um atvinnulóðir er gert ráð fyrir að hvort hús um sig verði 375 fermetra stálgrindahús á steyptum sökklum, klætt með samlokueiningum og þeim skipt upp í nokkrar einingar, frá 75 fermetrum að stærð. Hvað íbúðarhúsin varðar er gert ráð fyrir þremur 100 fermetra íbúðum með innbyggðum bílskúrum, lágreistum timbureiningahúsum á staðsteyptum grunni. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir á vormánuðum og að verkið taki um eitt ár frá því þær hefjast. Við Smárabraut er einnig gert ráð fyrir lágreistum timbureiningahúsum á staðsteyptum grunni. Fyrirhugað er að hefja framkvæmdir næsta haust, í október og ljúka verkinu á einu ári. „Íbúum á Blönduósi hefur fjölgað undanfarið, staðan er sú að hvert einasta rými er nýtt sem til er, það hefur því skapast mikil þörf hér í bænum fyrir nýtt húsnæði. Eitthvað er um að húsnæði sé notað til útleigu fyrir ferðamenn, það hefur í för með sér að leiguverð hefur hækkað og það virkar sem hvati fyrir byggingaverktaka að bæta við sig húsnæði. Hjá því verður reyndar ekki horft að staðan er auðvitað sú hér og víða annars staðar í hinum dreifðu byggðum að byggingakostnaður er um það bil helmingi hærri en markaðsverð eignanna. Það er bara staða sem við verðum að horfast í augu við,“ segir Arnar Þór. „Á heildina litið er bjartsýni ríkjandi hér á svæðinu, hér hefur íbúum fjölgað og það er vaxandi atvinna, t.d. í þjónustugeiranum og í ferðaþjónustu. Okkur vantar mannskap en til að fá fólk til okkar þarf húsnæði fyrir það að vera til staðar. Við eigum lausar lóðir og fyrir liggur að hefja vinnu við að skipuleggja ný svæði,“ segir hann. /MÞÞ Blönduós. Myndir / HKr. Verktakar hafa sótt um lóðir fyrir 20 íbúða blokk, raðhús og atvinnuhúsnæði. Arnar Þór Sævarsson. Skútustaðahreppur: Nýjar hugmyndir í fráveitumálum Nýjar hugmyndir um lausn á fráveitumálum í Mývatnssveit, sem felst í söfnun svart vatns, frárennslis úr klósettum í lokaðan tank og endurnýtingu næringarefna til uppgræðslu á Hóla sandi, hafa verið kynntar umhverfis- og auðlindaráðherra og Umhverfisstofnun. Ef af breyttum áformum verður, yrði þetta talsvert tryggari og hagkvæmari lausn en hreinsistöðvar og sjálfbærari á allan hátt, með nýtingu næringarefna til uppgræðslu í nágrenninu. Áfram er unnið að þróun þessara lausna í samvinnu við hagsmunaaðila. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur samþykkt að umbótaáætlun sveitarfélagsins í fráveitumálum verði endurskoðuð í samvinnu við hagsmunaaðila, með það fyrir augum að útfæra umræddar hugmyndir og skila inn nýrri áætlun til heilbrigðiseftirlitsins 1. mars næstkomandi. /MÞÞ Umsókn um orlofsdvöl Undirrituð/Undirritaður sækir hér með um: Umsóknina skal senda fyrir 15. apríl nk. á netfangið ho bondi.is eða á póstfang Bændasamtaka Íslands: Bændahöllin v/Hagatorg, 107 Reykjavík, merkt Orlofsdvöl sumarið 201 Sumarið 201 Nafn umsækjanda Kennitala Heimilisfang Símanúmer Undirskrift félaga og dagsetning Póstnúmer og staður Hefur þú áður fengið úthlutað orlofsdvöl í sumarhúsi hjá Bændasamtökunum? Já Nei Orlofsdvöl að Hólum - Tímabilið: Orlofsdvöl á Flúðum - Tímabilið: Hér að neðan er að finna umsóknareyðublað um orlofsdvöl í húsunum að Hólum í Hjaltadal og á Flúðum, Hrunamannahreppi sumarið 2018. Það gildir fyrir félagsmenn Bændasamtaka Íslands. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 15. apríl 2018.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.