Bændablaðið - 08.02.2018, Side 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 8. febrúar 2018
Fjaðrárgljúfur í Skaftárhreppi
er svæði á náttúruminjaskrá
og hefur landvörður á vegum
Umhverfisstofnunar sinnt þar
landvörslu frá því í lok maí
2017 fram til áramóta. Ásamt
Fjaðrárgljúfri var landvörður
með eftirlit með fimm öðrum
náttúruverndarsvæðum í sveitar-
félögunum Skaftárhreppi og
Hornafirði.
Fjaðrárgljúfur er um þessar
mundir vinsælasti viðkomustaður
ferðamanna í Skaftárhreppi.
Sveitarfélagið óskaði eftir því á
síðastliðnu ári að landvarsla yrði
aukin á svæðinu vegna ágangs
ferðamanna þar sem svæðið lætur
mikið á sjá en einnig til að auka
öryggi gesta, sérstaklega yfir
vetrartímann. Dr. Rögnvaldur
Ólafsson setti upp teljara við
Fjaðrárgljúfur árið 2015. Allt árið
2017 komu samkvæmt teljaranum
282.423 gestir í Fjaðrárgljúfur,
það er 82% fjölgun frá árinu 2016
þegar 154.948 gestir komu í gljúfrið,
samkvæmt upplýsingum frá dr.
Rögnvaldi Ólafssyni. Í desember
síðastliðnum komu alls 5.465 gestir í
gljúfrið, en í sama mánuði árið 2016
voru þeir 3.942, aukningin nemur
39% á milli ára.
Meiri þjónusta á vegi að gljúfrinu
Vegagerðin hefur nú aukið
þjónustustig á veginum að
Fjaðrárgljúfri svo gera má ráð
fyrir enn meiri umferð um svæðið
í vetur af þeim sökum. Landvörður
hefur undanfarið verið í daglegu
eftirliti. Helstu verkefni hafa verið
að leiðbeina fólki um svæðið, veita
upplýsingar og vara fólk við hættum,
eins og hálku á göngustígum, sem
voru oftar en ekki ófærir nema
fyrir þá sem voru á mannbroddum.
Landvörður hefur einnig reglulega
verið í sambandi við Vegagerðina
vegna hálku og ófærðar á veginum að
Fjaðrárgljúfri þegar ferðamenn hafa
lent í vandræðum. Þá var landvörður
daglega í sambandi við starfsmenn
Vatnajökulsþjóðgarðs sem reka
gestastofu á Kirkjubæjarklaustri
þar sem ferðamenn fá m.a.
upplýsingar um nærliggjandi
náttúruverndarsvæði.
Mikil þörf á landvörslu
Þörfin á landvörslu í
Fjaðrárgljúfri, sem og öðrum
náttúruverndarsvæðum um allt
landið, er mjög mikil á þessum
árstíma. Landvarsla að vetri er
meira krefjandi en yfir sumartímann
sökum veðráttu. Þörfin fyrir
upplýsingar, fræðslu og leiðsögn
á náttúruverndarsvæðum er ekki
síður mikilvæg að vetri en sumri
og þá sérstaklega er varðar öryggi
ferðamanna. Þá er samstarf stofnana,
sveitarfélaga og viðbragðsaðila á
fjölförnum ferðamannastöðum um
land allt mjög mikilvægt þegar
allra veðra er von, segir í frétt á vef
Umhverfisstofnunar þar sem þetta
kemur fram. /MÞÞ
er algengast að lengra sé milli
skurða. Þetta er auðvelt að
skoða á skurðakorti LbhÍ sem
er aðgengilegt á heimasíðu
Landbúnaðarháskóla Íslands
http://www.lbhi.is/vefsja.
Sú ályktun þeirra að áhrif
framræslu á gasbúskap nái
aðeins 25 m frá skurði er ekki
byggð á neinum gögnum og
ekki í samræmi við þær úttektir
sem gerðar hafa verið4. Að nota
það sem viðmið til að reikna
flatarmál framræsts lands felur
í sér verulegt vanmat á umfangi
framræstra svæða og það er
hæpið að telja slíka „ágiskun“
réttmætari en töluleg gögn sem
byggja á mælingum.
Mat á stærð framræstra
svæða er í núverandi skilum til
loftslagssamnings Sameinuðu
þjóðanna með mismunandi
hætti eftir því hver landnotkunin
er. Innan túna er matið byggt
á úttekt Guðna Þorvaldssonar
1991–19935. Flatarmál
framræstra svæða í úthaga
er metið út frá fyrirliggjandi
skurðakorti með landfræðilegri
gagnavinnslu (GIS vinnslu) 6.
Unnið er að heildarendurskoðun
á skurðakorti og flatarmáli
framræsts lands utan túna.
Framræst land innan skóg- og
kjarrlendis er metið á grundvelli
Skógarúttektar skógræktar
ríkisins.
9. Af greininni má skilja að
höfundar hafi áhyggjur af
því að með því að ráðast í
aðgerðir til að draga úr losun
frá framræstum votlendum
verði sneitt að möguleikum
til ræktunar. Aðeins lítill hluti
af framræstu landi er í dag
nýttur til ræktunar. Umræðan
um endurheimt votlenda snýst
ekki um það að bleyta upp í
landi sem er notað til ræktunar,
af nógu öðru er að taka. Hins
vegar ætti það að vera sjálfsagt
mál þegar nýtt land er tekið
til ræktunar að hugað verði
að umhverfisáhrifum þeirra
framkvæmda eins og annarra.
Að lokum: Umtalsverðar
innlendar rannsóknir styðja við
alþjóðlegar niðurstöður sem sýna
mikla losun gróðurhúsalofttegunda
frá framræstum votlendum.
Endurheimt votlendis er ekki
ógnun við landbúnað í landinu.
Við tökum undir þau sjónarmið
sem koma fram í grein Guðna
og Þorsteins að auka þurfi við
rannsóknir á kolefnisbúskap
votlendis á Íslandi, losun þeirra
á gróðurhúsalofttegundum og á
árangri endurheimtar votlendis.
Um leið og fjármagni er veitt
til endurheimtar er sjálfsagt að
gera ráð fyrir rannsóknum sem
tengjast málaflokknum. Þessi
staða kom einmitt upp fyrir nálega
20 árum þegar ákveðið var að
binda kolefni með landgræðslu
og skógrækt í tengslum við
loftslagsskuldbindingar landsins.
Og það gekk eftir, öllum til heilla.
Vonandi verður svo nú.
Heimildir
1. Þorsteinn Guðmundsson
og Guðni Þorvaldsson.
Hugleiðingar um losun og
bindingu kolefnis í votlendum
(2018). Bændablaðið 2.tölublað
2018 38-39
2. Snorri Þorsteinsson (2011).
Tengsl jarðvegsöndunar við
magn kolefnis og niturs í
jarðvegi. Umhverfisdeild,
Landbúnaðarháskóli Íslands.
BS: 27.
3. IPCC (2014). 2013 Supplement
to the 2006 IPCC Guidelines
for National Greenhouse
Gas Inventories: Wetlands. T.
Hiraishi, Krug, T., Tanabe, K.,
Srivastava, N., Baasansuren, J.,
Fukuda, M. and Troxler, T.G.,
IPCC, Switzerland.
4. Inga Vala Gísladóttir. (2010).
Athugun á hentugleika
WIV votlendisvístölunnar
við íslenskar aðstæður.
Umhverfisdeild, Landbúnaðar-
háskóli Íslands. B.Sc: 36.
5. Guðni Þorvaldsson (1994).
Gróðurfar og nýting túna.
Fjölrit Rala: 32
6. Hellsing, V. Ú. L., et al. (2017).
National Inventory Report 2017,
Emissions of greenhouse gases
in Iceland from 1990 to 2015;
Submitted under the United
Nations Framework Convention
on Climate Change and the
Kyoto Protocol, UST: 299.
Höfundar:
Jón Guðmundsson,
Ólafur Arnalds,
Gunnhildur Eva G. Gunnarsdóttir,
Hlynur Óskarsson,
Sunna Áskelsdóttir
www.VBL.is REYKJAVÍK
Krókháls 5F
110 Reykjavík
Sími: 414-0000
AKUREYRI
Baldursnes 2
603 Akureyri
Sími: 464-8600
VARAHLUTIR Í DRÁTTARVÉLAR
John Deere New Holland
Steyr Case IH
Fiat
EIGUM Á LAGER OG GETUM ÚTVEGAÐ
VARAHLUTI Í FLESTAR TEGUNDIR DRÁTTARVÉLA
Útvegum einnig
varahluti í gömlu
dráttarvélarnar
KH Kuldagallar
KH Vinnuföt Nethyl 2a 110 Reykjavík Sími: 577 1000 info@khvinnufot.is www.khvinnufot.is
Nýr fatnaður frá KH Vinnufötum ehf, vattfóðraður galli í
sýnileikastaðli ISO 20471:2013. Efnið er öndurnarefni með
10.000 mm vatnsvörn og öndunin er 5.000
gr/m²/sólahring og veitir mjög góða vörn gegn
vindkælingu. Flott vara á góðu verði.
Litir: Gulur/svartur
Stærðir: S-4XL
Verð: kr. 23.436,-
Fjaðrárgljúfur nýtur vinsælda:
Ferðamönnum hefur fjölgað
um 82% milli ára
Fjaðrárgljúfur er um þessar
mundir vinsælasti viðkomustaður
ferðamanna í Skaftárhreppi.
Landvarsla að vetri er meira krefjandi
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300
100% vatnsheldir
og fóðraðir hanskar
Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is
Hjá Dynjanda færðu allt fyrir öryggið,
svo sem hjálma, gleraugu, endurskins- og hlífðarfatnað.
Hafðu samband.
Við veitum þér faglega aðstoð.
Slitsterkir pólýúreþanhanskar
sem eru algjörlega vatnsheldir.
Teygjanlegt spandex á handarbaki
og flísfóðraðir.
Hanskarnir henta því vel fyrir
köld og blaut vinnuskilyrði.
Stærðir: 9, 10 og 11.
Verð: 1.798 kr.