Bændablaðið - 08.02.2018, Page 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 8. febrúar 2018
www.VBL.is REYKJAVÍK
Krókháls 5F
110 Reykjavík
Sími: 414-0000
AKUREYRI
Baldursnes 2
603 Akureyri
Sími: 464-8600
RÚÐUR Í MIKLU ÚRVALI
John Deere
Zetor
Case IH
McCormick
Steyr
Claas
Ford
Fiat
New Holland
Deutz-Fahr
Massey Ferguson
EIGUM TIL Á LAGER RÚÐUR Í FLEST ALLAR
GERÐIR DRÁTTARVÉLA – FRÁBÆR VERÐ
SÉRPÖNTUM RÚÐUR Í ALLAR GERÐIR
DRÁTTARVÉLA MEÐ SKÖMMUM FYRIRVARA
mjaltaþjónabú ársins var með
121.063 frumur/ml að meðaltali.
Á hinum enda skalans eru hins
vegar heldur mörg bú og voru t.d.
39 bú með frumutölu sem var að
meðaltali hærri en 275 þúsund
frumur/ml og 18 bú voru yfir
300 þúsund frumum/ml. Hér má
gera miklu betur og hafa erlendar
rannsóknir sýnt fram á beint
samhengi á milli frumutölu yfir
150 þúsund og afkomu. Að því
gefnu að þetta gildi einnig hér á
landi þá geta mörg mjaltaþjónabú
aukið rekstarafkomuna með bættu
júgurheilbrigði og þessum árangri
er hægt að ná óháð því hvaða tegund
mjaltaþjóns er notuð.
27 bú með meðaltal líftölu lægri
en 20 þúsund
Það hefur oft loðað við
mjaltaþjónatæknina að líftala
mjólkurinnar eigi það til að
vera í hærri kantinum og
var margfeldismeðaltal allra
mjaltaþjónabúa sem lögðu inn
mjólk allt síðasta ár 32.961/ml. Sé
horft til einstakra búa þá voru 73
mjaltaþjónabú með lægri meðal
líftölu en 30.000/ml og af þeim
voru svo 27 með lægri meðal líftölu
en 20.000/ml og 11 mjaltaþjónabú
voru með lægri meðal líftölu en
15.000/ml.
Lægsta meðal líftala á
mjaltaþjónabúi árið 2017 var
11.285/ml. Framangreindar
niðurstöður sýna að það er vel
hægt að ná góðum gæðum með
mjaltaþjóni og má t.d. geta þess
að meðal þeirra búa sem voru að
jafnaði með lægri líftölu en 20.000/
ml á síðasta ári þá voru þar á meðal
allar gerðir mjaltaþjóna sem voru
í notkun allt árið 2017, þ.e. bæði
GEA, Lely og DeLaval og þá voru
á meðal þessara búa fimm bú með
2 eða fleiri mjaltaþjóna.
Á hinn bóginn eru alltof mörg
mjaltaþjónabú sem virðast eiga í
mesta basli með líftöluna og árið
2017 voru 21 bú með hærri líftölu
að jafnaði en 50.000/ml og þar af
voru 6 þessara búa með 2 eða fleiri
mjaltaþjóna.
Niðurstöður síðasta árs sýna að
mikill breytileiki er á milli einstakra
búa sem þó eru að nota afar áþekka
tækni og bendir það til þess að stór
hluti af þessum mun skýrist af
bústjórnarlegum og mannlegum
þáttum, þ.e. umgengni og almennu
reglubundnu viðhaldi.
Athyglisvert er að skoða
framleiðslumagnið á bak við hæstu
og lægstu meðal líftölur síðasta árs
frá mjaltaþjónabúum. 15 bestu búin
lögðu inn 6,4 milljónir lítra sem
komu frá 16 mjaltaþjónum og skilar
því hver mjaltaþjónn 376 þúsund
lítrum að jafnaði. Mjaltaþjónabúin
15, sem skiluðu slökustu mjólkinni
árið 2017, lögðu hins vegar inn
7,3 milljónir lítra sem komu frá
23 mjaltaþjónum og skilaði hver
mjaltaþjónn á þessum búum því
319 þúsund lítrum að jafnaði sem
er 15% minni framleiðsla á hvern
mjaltaþjón á búunum á þessum enda
skalans en á eftri hluta hans.
Samantekt þessi byggir á
upplýsingum frá Auðhumlu
og Mjólkurafurðastöð KS auk
þess sem notuð voru gögn sem
aflað var í tengslum við gerð
skýrslunnar Þróun fjósgerða og
mjaltatækni 2.
Þessi kálfur fæddist í byrjun desember 2017 og er hér nýfæddur með móður sinni á Hóli í Svarfaðardal. Mynd /HKr.
Bretlandseyjar:
Mikið af sýklalyfjaónæmum bakteríum
í kjúklingakjöti í stórmörkuðum
Samkvæmt Matvælastofnun
Breta hefur sýking af völdum
skaðlegra kamfýlóbakter-baktería
margfaldast í kjúklingum á
Bretlandseyjum. Sýnataka úr
kjúklingakjöti í stórmörkuðum
í landinu sýna metfjölda af
sýklalyfjaónæmum bakteríum.
Sumar þessara baktería sýna
ónæmi við sterkustu sýklalyfjum
á markaði samkvæmt nýjum
rannsóknum. Málið er talið mjög
alvarlegt þar sem sýklalyfjaónæmar
bakteríur geta hæglega smitast
í fólk og gert sýklalyfjameðferð
ómögulega.
Mun meiri sýking
en fyrir tíu árum
Sýni bresku Matvæla stofn un-
arinnar voru úr stóru úrtaki af
heilum og ferskum kjúklingum
í fjölda stórmarkaða og minni
matvöruverslana víðs vegar um
Bretlandseyjar. Útkoma 400 sýna
sýnir að mun fleiri kjúklingar
voru sýktir af sýklalyfjaónæmum
kamfýlóbakter-baktería núna en fyrir
tíu árum.
Rannsóknir á sýnunum sýndu að
í mörgum tilfellum fundust leifar
af sýklalyfinu í kjúklingakjöti í
verslunum.
Sýklalyfjanotkun ýtir
undir ónæmi
Niðurstöður mælinganna eru
sagðar vera vísbending um aukna
notkun sýklalyfja í kjúklingaeldi á
Bretlandseyjum og að notkunin ýti
undir sýklalyfjaónæmi baktería og
aukinnar útbreiðslu þeirra.
Kamfýlóbakter-bakteríur geta
valdið alvarlegri matareitrun
og jafnvel dauða í alvarlegustu
tilfellum og eru sýklalyfjaónæm
afbrigði þeim mun erfiðari en þau
sem eru það ekki. Almenningur á
Bretlandseyjum hefur í framhaldi
rannsóknanna verið beðinn að gæta
fyllsta hreinlætis við meðhöndlun
matvæla og elda kjúklingakjöt
vel þar sem rétt matreiðsla drepur
bakteríurnar.
Samkvæmt yfirlýsingu frá
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
er sýklalyfjaónæmi ein stærsta ógn
við lýðheilsu jarðarbúa í dag. /VH
Samkvæmt sýnatöku bresku Matvælastofnunarinnar er mikið um að hrátt
kjúklingakjöt í stórmörkuðum í landinu sé smitað að sýklalyfjaónæmum
UTAN ÚR HEIMI
ALLAR GERÐIR YLEININGA FÁST HJÁ HÝSI
ÞAK OG VEGGEINIGAR MEÐ STEINULL EÐA PIR KJARNA
STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI
FYRIR ÞAK OG VEGGI
Hýsi-Merkúr hf. | Lambhagavegur 6, 113 Reykjavík
Sími 534 6050 | hysi@hysi.is | www.hysi.is
VIÐ FINNUM LAUSNINA MEÐ ÞÉR