Bændablaðið - 08.02.2018, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 08.02.2018, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. febrúar 2018 Uppgjöri á skýrslum fjárræktar- félaganna fyrir árið 2017 er að mestu lokið en þetta er fyrr en verið hefur og munar þar helst um að skýrsluhald er forsenda allra greiðslna hjá þeim sem njóta stuðnings á grunni búvörusamninga. Þegar þetta er ritað í byrjun febrúar er þó enn eftir að ganga frá uppgjöri fyrir um 3.500 ær sem hafa skráða burðarfærslu vorið 2017. Reiknaðar afurðir eru 0,6 kg minni á hverja kind en árið 2016. Munar þar eflaust mest um að gróður féll snemma og haustbeitin því ekki eins kraftmikil og árið á undan. Alls skiluðu 1.785 aðilar skýrslum um 357.576 ær (347.268 – 2016). Veturgamlar ær í skýrsluhaldinu voru 73.380 (74.799 – 2016). Fjöldi kinda í skýrsluhaldi milli ára eykst því um tæpar 9.000 ær. Til viðbótar þessum tölum eru svo tæplega 1.500 forystuær skráðar í Fjárvís en þær eru undanskildar formlegu afurðauppgjöri. Séu þessar tölur bornar saman við upplýsingar úr forðagæsluskýrslum eru um 95% fjár á landinu skráð í afurðaskýrsluhald. Afurðir árið 2017 Frjósemi var svipuð og undangengin ár, 1,83 fædd lömb á hverja kind. Þetta er lítilsháttar aukning sem liggur í auknu hlutfalli fleirlembna en 7,7% áa áttu fleiri en 3 fædd lömb síðasta vor. Flest fædd lömb eru í Þingeyjarsýslum eða 1,90 fædd lömb að meðaltali en hæst hlutfall fleirlembdra kinda er í Vestur-Húnavatnssýslu (10,5%). Sífellt fleiri stærri bú ná nú frjósemi uppá 1,90 fædd lömb eða fleiri, vorið 2017 voru ríflega 129.000 ær á búum sem höfðu þessa meðalfrjósemi en voru 112.000, vorið 2016 og 100.000, vorið 2015. Fjöldi lamba til nytja er 1,66 lömb á hverja kind og er sami fjöldi og árið 2016, hefur sú tala verið svipuð síðustu ár, heldur lægri 2015 vegna árferðis þá um vorið. Afurðir eftir fullorðnar ær voru 27,7 kíló eftir hverja kind árið 2017 sem er 0,6 kílóum minna árið á undan sem var metár (28,3 kg – 2016) en heldur meira en meðalafurðir síðustu fimm ára sem reiknast 27,5 kíló. Á 1. mynd má sjá afurðir síðustu tveggja ára (2017 rauð súla, 2016 græn súla) sýndar eftir sýslum ásamt meðaltali áranna 2013-2017 (blá súla) í viðkomandi héraði. Mestu afurðir í einu héraði árið 2017 voru í Strandasýslu en þær reiknast 30,5 kíló sem er heldur hærra en meðaltal síðustu fimm ára. Næstir Strandamönnum koma Vestur-Húnvetningar með 29,8 kíló eftir hverja kind. Sé horft á meðalafurðir síðustu fimm ára eru aðeins fjórar sýslur sem ná meiri en 29 kílóum eftir hverja kind en auk Strandamanna og Vestur- Húnvetninga eru það Eyfirðingar og S-Þingeyingar sem skipa sér í þann flokk. Afurðahæstu búin Afurðahæsta bú landsins árið 2017 er bú Eiríks Jónssonar í Gýgjarhólskoti, Biskupstungum með 48,1 kíló eftir hverja kind þar sem fleiri en 100 ær eru á skýrslum. Þær afurðir munu vera Íslandsmet í afurðum frá upphafi skýrsluhalds. Næst á listanum er bú Jóns og Hrefnu á Hóli í Sæmundarhlíð með 40,4 kg eftir hverja kind. Munurinn á þessu búum liggur fyrst og fremst í framleiðslukerfinu. Fædd lömb á hverja kind eru heldur fleiri hjá Eiríki en lömbunum slátrað að jafnaði 169 daga gömlum við 25 kílóa fallþunga. Hjá Jóni og Hrefnu er lömbunum slátrað að jafnaði 135 daga gömlum við 20,2 kílóa fallþunga. Vaxtarhraði lambanna er ívið meiri á Hóli og afurðamunurinn liggur fyrst og fremst í aldri lambanna. Í 1. töflu er listi yfir öll þau bú sem hafa 36 kg eða meira eftir hverja kind árið 2017 og fleiri en 100 ær í skýrsluhaldi. Úrvalsbú Á heimasíðu RML má finna lista yfir Úrvalsbú en þau eiga það sammerkt að ná góðum árangri fyrir nokkra skýrsluhaldsþætti. Skilyrði fyrir þeim lista eru: Bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær þar sem fædd lömb eftir fullorðnar ær eru fleiri en 1,9, fædd lömb eftir veturgamlar ær eru fleiri en 0,9, reiknað dilkakjöt eftir fullorðna kind er landsmeðaltal eða meira, gerðarmat sláturlamba er yfir 9,2, fitumat sláturlamba á bilinu 5,4-7,6, hlutfall gerðar og fitu yfir 1,3. Tæplega 200 bú ná þessum skilyrðum fyrir árið 2017 og hafa aldrei verið fleiri en þetta er fimmta árið sem þessi listi er útbúinn. Gæðamatið Í skýrsluhaldinu eru upplýsingar um tæplega 542.000 sláturlömb haustið 2017. Meðalfallþungi þeirra var 16,8 kíló litlu minni en árið á undan (17,0 kíló - 2016) og meðaltal síðustu fimm ára er 16,5 kíló. Meðaltal einkunnar fyrir holdfyllingu er 9,07 árið 2017 (9,05 - 2016), fimm ára meðaltal 8,86 og meðaltal einkunnar fyrir fitumat er 6,44 árið 2017 (6,71 - 2016), fimm ára meðaltal 6,52. Oft er þetta skoðað sem hlutfallstala holdfyllingar og fitu, sú tala var 1,41 haustið 2017. Hagstæðasta hlutfallið má finna í Suður-Þingeyjarsýslu (1,50). Af búum sem höfðu holdfyllingarmat yfir 9,5 árið 2017 er þetta hlutfall hagstæðast hjá Eyþóri Péturssyni, Baldursheimi 3, Mývatnssveit með hlutfallstölu 2,00. Í 2. töflu má finna öll þau bú sem höfðu gerðarmat 11,0 eða hærra árið 2017 og fleiri en 100 sláturlömb. Erfiðara er að bera saman árangur í fitumati vegna þess sambands sem er á milli fallþunga og fitumats. Stundum er þessi samanburður gerður sem hlutfall milli fallþunga Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Eyjólfur Ingvi Bjarnason ráðunautur í sauðfjárrækt eyjolfur@rml.is 24,0 25,0 26,0 27,0 28,0 29,0 30,0 31,0 32,0 Árið 2017 Árið 2016 Meðaltal 2013-2017 Helstu niðurstöðutölur sauðfjárskýrsluhaldsins árið 2017: Frá 1996 hefur framleiðslugeta hverrar kindar aukist um 21,3% Eiríkur Jónsson Jón og Hrefna Elín Anna og Ari Guðmundur Gunnar og Gréta Félagsbúið Lundur Guðbrandur og Lilja Sigvaldi og Björg María Sveinn Guðmundsson Gunnar og Doris Inga Ragnheiður Magnúsdóttir Elín Heiða Valsdóttir Ragnar og Sigríður Eyþór og Þórdís Sigurfinnur Bjarkarsson Björn og Inga Jón og Erna Jökull Helgason Ágúst Ingi Ketilsson Félagsbúið Eiríkur Jónsson Þórhallur Bragason Kjartan Sveinsson Dagbjartur Bogi Ingimundarson Guðrún Marinósdóttir Elín Anna og Ari Guðmundur Steinþór Guðmundsson Jón og Hrefna Urðarbúið Guðbrandur og Lilja Björn og Badda Sveinbjörn Þór Sigurðsson Magnús G Guðmundsson Þráinn Ómar Sigtryggsson Aðalsteinn Guðmundsson Þorsteinn Axelsson Olga Marta Einarsdóttir Valur Guðmundsson Ægir Sigurgeirsson Dalsmynni sf Tafla 1 Tafla 2 Tafla 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.