Bændablaðið - 08.02.2018, Síða 55

Bændablaðið - 08.02.2018, Síða 55
55Bændablaðið | Fimmtudagur 8. febrúar 2018 Startup Tourism er svokallaður viðskiptahraðall og er ætlaður sprotafyrirtækjum í ferðaþjónustu á Íslandi. Á hverju ári eru tíu aðilar valdir til þátttöku og þeim gert fært að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar. Um miðjan janúar síðastliðinn var valið inn í hraðalinn í þriðja sinn og voru bændur meðal þeirra útvöldu. Meðal þeirra aðila sem fara inn í hraðalinn er lífrænt vottaða býlið Karlsstaðir í Berufirði, sem framleiðir vörur undir merkjum Havarí, og Kúabúið Garður í Eyjafirði, þar sem Kaffi kú er rekið. Sækir Havarí um undir yfirskriftinni Gisting og viðburðir á lífrænu býli í Berufirði, en Kaffi kú leggur upp með Ferðaþjónustu og upplifun í Eyjafjarðarsveit. Hvatt til nýsköpunar í ferðaþjónustu Um tíu vikna verkefni er að ræða sem sniðinn er að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. Markmiðið er að hvetja til nýsköpunar á sviði ferðaþjónustu, styrkja stoðir nýrra fyrirtækja, fjölga afþreyingarmöguleikum og stuðla að dreifingu ferðamanna um landið, allan ársins hring. Bakhjarlar verkefnisins eru Isavia, Íslandsbanki, Bláa Lónið og Vodafone. Icelandic Startups sér um framkvæmd á verkefninu í samstarfi við Íslenska ferðaklasann. Bárust 113 umsóknir í viðskiptahraðalinn að þessu sinni, en það er 20 prósenta aukning á milli ára. Umsóknarfrestur rann út þann 11. desember en opnað var fyrir umsóknir 15. september. Af þeim hópi sem sótti um voru 25 umsækjendur teknir í viðtöl og síðan tíu valdir til þátttöku úr þeim hópi. Lokadagur hraðalsins er svo 23. mars næstkomandi, en þá kynna aðilarnir viðskiptatækifæri sín fyrir fullum sal gesta. Góð aðstaða og aðgengi að sérfræðingum Viðskiptahraðallinn verður til húsa í nýju húsnæði Íslenska ferðaklasans að Fiskislóð 10 þar sem þátttakendur fá aðgang að fullbúnu skrifstofurými og aðgang að fjölda sérfræðinga. Þátttakendur í Startup Tourism árið 2018 eru eftirtaldir: Arctic Surfers - Sérhæfð ferðaþjónusta fyrir brim-, róðra- og snjóbrettaiðkendur í ævintýraleit. Havarí - Gisting og viðburðir á lífrænu býli í Berufirði. Igloo Camp - Einstök tjaldhótel í stórbrotinni náttúru. Kaffi Kú og The Secret Circle - Ferðaþjónusta og upplifun í Eyjafjarðarsveit. Propose Ice land - Viðburðaþjónusta fyrir ferðamenn á biðilsbuxum. Pure Magic - Leikhúsupplifun byggð á íslenskum sagnaarfi. basicRM - Sjálfvirkni í verðlagningu fyrir ferðaþjónustu. Stórsaga - Víkingaheimur í Mosfellsdal. Under the Turf - Þjóðleg upplifun í gömlum torfbæ í Borgarnesi. When in Iceland - Veflausn sem tengir erlenda ferðamenn við einstaklinga sem vilja bjóða upp á afþreyingartengda ferðaþjónustu. Mt. Karlsstaðir í Berufirði. /smh REYKJAVÍK 414-0000 www.VBL.is AKUREYRI 464-8600 Deutz-Fahr MP 235 Árgerð: 2007 Notkun: 24.000 rúllur Verð kr. 2.600.000 án vsk. Lely Nautilus mjólkurtankur 12.000 lítra Árgerð: 2008 Stök kælivél Uppl. 896-2866 - Sverrir Verð kr. 2.900.000 án vsk. Kverneland Pökkunarvél Árgerð: 2000 Góð vél Verð kr. 450.000 án vsk. Samaz sláttuvél KDT 340 Árgerð: 2013 Vinnslubreidd: 3,4 m Reimdrifin vél. Létt og þægileg. 825 kg. Útlit mjög gott ! Verð kr. 450.000 án vsk. 414-0000 464-8600 Avant 635 með húsi Árgerð: 2014 Góð vél með skotbómu. Notkun: 2600 vst. Verð kr. 2.950.000 án vsk. Lely 360M Árgerð: 2015 Miðuhengd vél. Sem ný ! Lítil notkun Verð kr. 1.190.000 án vsk. Scheffer 2024 SLT Árgerð: 2016 Vél með skóflu og greip. Notkun: 46 vinnust. Aðeins 110cm á breidd. Vélin er sem ný ! Verð kr. 2.140.000 án vsk. Varahlutir og viðgerðarþjónusta fyrir JCB traktorsgröfur S: 5272600 - www.velavit.is Varahlutir - Viðgerðir Vélavit Sala Þjónusta            Arentsstál leitar að starfsmönnum á verkstæði í bæði inni- og útivinnu. Um er að ræða framtíðarstarf og er vinnutími frá 8.00–16.15. Hæfniskröfur: • Viðkomandi þarf að hafa sveinspróf/menntun eða mikla reynslu af störfum tengdum járn- og rennismíði. • Stundvísi. • Sjálfstæð vinnubrögð, framtakssemi og jákvæðni. • Góða þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. • Lyftararéttindi eða önnur vinnuvélaréttindi eru kostur. Upplýsingar eru gefnar í síma 587 5650 eða arentsstal@arentsstal.is. Magnús og Gauti Bændur valdir til þátttöku í Startup Tourism – Viðskiptahraðall í ferðaþjónustu Markaðsskrifstofa Vesturlands: Bæta þarf uppbyggingu og gæði innviða Niðurstöður opinna funda vegna áfangastaðaáætlunar á Vesturlandi, sem haldnir voru í nóvember síðastliðnum gefa til kynna að fólk sé almennt mjög ánægt með þá framþróun sem orðið hefur undanfarin ár í ferðaþjónustu á Vesturlandi, bæði varðandi fjölgun ferðamanna og aukið framboð á gistingu, afþreyingu og veitingum. Skýrt kom hins vegar fram að bæta þyrfti uppbyggingu og gæði innviða og grunngerðar sem lýtur að aðgengi, upplýsingum, öryggi og upplifun fólks, sem og þolmörkum náttúru og samfélags. Niðurstöður fundanna voru notaðar til að vinna grunn að framtíðarsýn ferðamála á Vesturlandi. Þetta kemur fram á vef Ferðamálastofu. Innviðir efst á baugi Á fundunum sköpuðust miklar umræður um innviði. Í því samhengi var sérstaklega talað um umferð, vegi og útivistarstíga, fjarskiptasamband og raforkuöryggi, merkingar og upplýsingagjöf, almenningssamgöngur, vetrar- þjónustu vega og einbreiðar brýr, löggæslu og heilbrigðisþjónustu, almennt þjónustuframboð, verðlagningu, gjaldtöku og gestrisni. Einnig var mikið rætt um dreifingu ferðamanna um landið, áherslur í markaðssetningu og mismunandi aðstæður og aðstöðu á milli staða og svæða. Jafnframt var kallað eftir samtali á milli ferðaþjónustugreinarinnar og ráðamanna varðandi lagaumgjörð, eftirlit, stefnumótun og stýringu ferðaþjónustunnar. Fundarmenn kölluðu einnig eftir meira samráði milli markaðsgeirans, f e rðask ipu legg jenda og ferðaþjónustuaðila, og einnig auknu samtali milli atvinnugreinarinnar og samfélagsins. Fræðsla, vöruþróun og gæðastarf Fundarmenn voru einnig áfram um að ferðamenn fengju meiri fræðslu um samfélagið og lífið í landinu, að rétt mynd væri gefin af landi og þjóð í stað glansmyndar og að samfélagið væri frætt um ferðaþjónustuna. Mikið var rætt um mikilvægi þess að koma á fót virkum vettvangi þar sem ferðaþjónustuaðilar á Vesturlandi gætu starfað markvisst saman að vöruþróun, gæðastarfi og markaðsmálum. Síðast en ekki síst var samhljómur um að allir sem kæmu að ferðamálum á einhvern hátt þyrftu að sýna ábyrgð í verki og voru hlutverk stjórnvalda, samfélagsins og greinarinnar sjálfrar rædd í þaula. Grunnur að framtíðarsýn Úr gögnum sem söfnuðust á þessum fundum hefur verið unninn grunnur að framtíðarsýn ferðamála á Vesturlandi. Nú í janúar var þessari vinnu fram haldið m.a. með opnum vinnufundum, þar sem unnið var að markmiðasetningu og undirbúningi aðgerðaáætlunar sem byggir á þeirri framtíðarsýn. /MÞÞ Unnið var að markmiðasetningu og undirbúningi aðgerðaráætlunar á opnum vinnufundum nú fyrr í þessum mánuði.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.