Fréttablaðið - 09.05.2020, Page 2

Fréttablaðið - 09.05.2020, Page 2
Ég heyrði söguna af íslenskum rótum Mjallhvítar fyrir nokkrum árum síðan fyrir tilviljun og fór að kynna mér hana betur. Veður Víða hæg norðlæg átt. Skýjað með köflum og stöku él, en áfram bjart vestan til. Hiti nálægt frost- marki norðaustan til, 4 til 9 stig yfir daginn sunnan heiða. SJÁ SÍÐU 42 Skýrsla Barnaþings afhent Skýrsla Barnaþings 2019 var af hent Katrínu Jak obs dótt ur for sæt is ráðherra fyr ir utan Ráðherra bú staðinn að lokn um rík is stjórn ar fundi í gærmorg un. Barnaþingið var haldið í Hörpu 21. og 22. nóvember í fyrra. Þar fengu börn að velja hvaða málefni þeim finnst skipta máli, allt frá skoðunum þeirra á samfélaginu að alþjóðamálum. Ráðherrar fengu einnig svuntur að gjöf í einkennislitum f lokka sinna. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR KVIKMYNDIR Undanfarin tvö ár hefur kvikmyndaframleiðandinn, Heather Millard, verið að þróa kvik- mynd byggða á ævi Vestur-Íslend- ingsins Karls Gústafs Stefánssonar sem átti ævintýralegan feril og var þekktur undir nafninu teikni- mynda-Kalli (e. Cartoon-Charlie). Sérstök áhersla verður lögð á kynni hans og Kristínar Sölvadóttur úti í Winnipeg árið 1934 en talið er að þau kynni hafi veitt Charlie innblástur að sköpun Mjallhvítar þegar hann vann fyrir kvikmyndaver Disney- bræðra í Hollywood. Þá er talið að listamaðurinn hafi skapað hina heimsþekktu persónu, Bugs Bunny, eða Kalla kanínu. „Við fengum styrk frá Kvikmynda- miðstöð Íslands og erum núna að vinna í handritinu,“ segir Heather. Það eru systurnar Margrét og Álfrún Örnólfsdætur sem þar stýra penna. Að sögn Heather er sýn aðstandenda myndarinnar að skapa ævintýri þar sem áhorfendur fá að ferðast aftur til Íslands og Íslendingabyggðarinnar í Kanada á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar auk þess að heimsækja töfra Hollywood. Um metnaðarfullt verkefni er að ræða sem reiknað er með að verði til- búið til sýningar í lok árs 2022. Heather er ein af aðstandendum framleiðslufyrirtækisins Compass Films hér á landi og hefur komið að fjölmörgum heimilda- og kvik- myndagerðarverkefnum um allan heim. Hún heillaðist af landi og þjóð fyrir um áratug og ákvað að hér ætl- aði að hún að vera búsett. „Ég heyrði söguna af íslenskum rótum Mjall- hvítar fyrir nokkrum árum síðan fyrir tilviljun og fór að kynna mér hana betur,“ segir Heather. Ásamt samstarfsfólki sínu hefur Kvikmynda söguna um íslensku Mjallhvíti Ferill Vestur-Íslendingsins Karls Gústafs Stefánssonar var ævintýralegur í meira lagi. Samband hans og Kristínar Sölvadóttur veitti honum innblástur í sköpun Mjallhvítar þegar hann vann fyrir Disney. Nú er kvikmynd í smíðum. Heather er ein aðstandenda framleiðslufyrirtækisins Compass Films. Hún heillaðist af sögunni um Charlie og Kristínu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Heather leitað víða fanga við þróun verkefnisins og talað við fjölmarga afkomendur og ættingja Charlie og Kristínar. „Við erum ótrúlega þakk- lát fyrir sögurnar af þessu frábæra fólki sem ættingjarnir hafa deilt með okkur. Þá hefur Eugene Waltz, pró- fessor úti í Manitoba og höfundur bókar um Charlie, verið ómetanleg hjálp í öllu ferlinu,” Fyrir nokkru heimsótti Heather heimaslóðir Charlie í Kanada og fékk þar aðgang að skjölum sem listamaðurinn lét eftir sig og geymd eru í Háskólanum í Manitoba. Þar á meðal voru sendibréf listamannsins til fjölskyldumeðlima auk teikninga og skissa eftir listamanninn. „Það var mikil fjársjóðskista að komast í, þrátt fyrir að hann hafi ekki haldið nægilega vel utan um verk sín og því eru mörg þeirra glötuð. Það var sérstaklega skemmtilegt að kynna sér sendibréfin því þau gáfu manni innsýn í karakter listamannsins sem var skrautlegur í meira lagi,“ segir Heather. Ítarleg umfjöllun er um feril Teiknimynda-Kalla á síðu 28 í blaði dagsins. bjornth@frettabladid.is Suðurhlíðarskóli Viðtalstímar vegna skólavistar til 1. júní. S. 568 7870 | sudurhlidarskoli.is Í litlum skóla er gott að vera Fjaran í Fossvoginum er falin náttúruperla og fjársjóðskista yngsta stigsins COVID-19 Gistinóttum á hótelum á Íslandi fækkaði um 97 prósent í apríl sé miðað við sama mánuð í fyrra. Samkvæmt bráðabirgða- tölum Hagstofunnar voru gisti- nætur á hótelum 7.900 talsins í apríl en í fyrra voru þær 372.600 í sama mánuði. Einungis 1,8 prósent rúma á hót- elum hér á landi voru nýtt í apríl síðastliðnum sem er tæpum 40 prósentum minni nýting en á sama tíma í fyrra þegar rúmanýting var 41,6 prósent. Kórónaveirufaraldur- inn hefur haft mikil áhrif á ferða- þjónustu og nýtingu hótelrýma. 167 hótel eru skráð hjá Hagstofunni, 69 tilkynntu lokun fyrir apríl. – bdj Gífurlegur samdráttur í gistinóttum 167 skráð hótel eru á landinu, 69 hótel tilkynntu lokun fyrir apríl. Helga Þórisdóttir, forstjóri Per- sónuverndar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNSÝSLA Forstjóri Persónu- verndar segir að almennt séð gildi reglur persónuverndarlaga ekki um fyrirtæki, en möguleiki sé á því að taka þurfi tillit til þeirra ef um fámenn fyrirtæki er að ræða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að hún vildi að Vinnumála- stofnun birti lista yfir þau fyrirtæki sem hafa nýtt hlutabótaleiðina. Rúmlega 6.700 fyrirtæki hafa nýtt sér úrræðið. Um síðustu mán- aðamót fengu meira en 35 þúsund manns greitt í gegnum úrræðið. Vinnumálastofnun telur sig hvorki hafa heimild til að afhenda né birta lista yfir þau fyrirtæki sem gert hafa samkomulag við starfs- menn sína um minnkað starfs- hlutfall. Hefur stofnunin leitað til Persónuverndar með ósk um flýti- meðferð. „Almennt séð gilda reglur per- sónuverndarlaga um persónur eða einstaklinga, ekki um fyrirtæki en það gæti þurft að huga að því ef um fámenn fyrirtæki er að ræða,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónu- verndar. Hagar og Festi ákváðu í gær að nýta sér ekki úrræðið. Líkt og Skelj- ungur ákvað fyrr í vikunni, munu Hagar endurgreiða ríkinu upp- hæðina sem fyrirtækið sparaði sér. Voru fyrirtækin gagnrýnd fyrir að nýta sér úrræðið þrátt fyrir að skila hagnaði upp á milljarða króna. Þá hefur Capacent einnig nýtt sér úrræðið. – mhj Reglurnar ekki um fyrirtæki 9 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.