Fréttablaðið - 09.05.2020, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 09.05.2020, Blaðsíða 30
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Í beinni útsendingu hefur þessi hugrakki tónlistarmaður nú fjórum sinnum gert misárang­ ursríkar tilraunir til þess að semja ódauðlegan smell frammi fyrir aðdáendum sínum og ætlunin er að endurtaka leikinn í hverri viku. „Það er alltaf smá stress í mér í hvert sinn sem ég ýti á „live stream“ enda er alltaf hætta á því að mér mistakist hrapallega. En það er líka hluti af fjörinu. Fólki finnst jafn áhugavert að sjá mér mistakast eins og að verða vitni að því þegar ný snilld fæðist í upptökuverinu. Stundum tekst manni að búa til æðislegan smell og stundum gengur ekkert upp. En það er líka þannig sem lífið virkar,“ segir Sakaris. Tónlist Sakaris má lýsa sem stórskemmtilegum poppbræðingi með sniðugum og áhugaverðum lagatextum. Hann gefur út hvern smellinn á fætur öðrum. Lög eins og „Beach Bod“ og „Cluster Bomb“ hafa öll einhver ómæld djúpstæð áhrif á taugakerfið sem gerir það að verkum að það er líkamlega ómögulegt að dilla sér ekki með Sakaris í græjunum. Sakaris er frá Færeyjum en býr í Vesturbæ Reykjavíkur og er að leggja loka­ hönd á meistaranám í Listahá­ skólanum. Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@frettabladid.is „Það er mikil gleði og bjartsýni á yfirborðinu í tónlistinni minni. Takturinn og laglínan er hressandi og vekur kæti. Undir niðri er alltaf kaldhæðni, biturleiki eða depurð.“ FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Andstæðurnar heilla Þrátt fyrir hressandi riff og dill­ andi takt þá er tónlist Sakaris ekki öll þar sem hún er séð. „Ég er mikið fyrir að nota andstæður þegar ég sem. Það er mikil gleði og bjartsýni á yfirborðinu í tónlistinni minni. Takturinn og laglínan er oft hress­ andi og vekur kæti. En undir niðri er alltaf smá kaldhæðni, örlítill biturleiki eða depurð sem kemur oftar en ekki fram í textanum. Ef bæði lag og texti eru sykursæt og dúlluleg þá gerir það ekkert fyrir mig. Það verður að vera smá tog­ streita. Það er hvorki mannlegt né raunsætt að vera ofurhamingju­ samur og glaður alltaf, alla daga. Það er einfaldlega ekki mögulegt.“ Þessi ást Sakaris á andstæðum sést vel í lagatextum hans, eins og þeim sem fylgir laginu „Music is Never Gonna Make Me Rich“. „you need to study,” mama said „so you can be a dentist or a teacher like your dad” but i said, „mama, please shut up, now you know exactly what i’m gonna do” but music is never gonna make me rich it’s only gonna save my soul ‘cause no one wants to listen to this shit but i swear i’ll get it under control ‘cause i’m holding on Gremja og gleði Sakaris deilir upptökuveri í Vesturbænum með tveimur öðrum tónlistarmönnum. „Við settum upp myndbandsupptöku­ vél í stúdíóinu en undanfarið hefur tónlistarheimurinn kallað æ meira eftir myndbandsefni frá okkur tónlistarmönnum. Það var þá sem ég fékk hugmyndina að því að beinstreyma tilraunum mínum til þess að búa til smell.“ Sakaris hefur nú birst í lifandi streymi gegnum Facebook fjórum sinnum síðustu fjóra miðvikudaga. Það er einstakt að fá að fylgjast með honum byrja á örlitlum taktbút og byggja upp í heilan hljóðheim á örstuttum tíma. „Ég fæ oft hugmyndir að lagstúf eða einhverju flottu riffi þegar ég er á gangi. Þá stoppa ég og tek upp hljóðskrá í símanum. Það hlýtur að vera frekar fyndið að fylgjast með mér standandi úti á götu að raula einhvern takt eða laglínu í símann. En ég á alltaf safn af litlum hugmyndum til þess að byrja á þegar mig vantar innblástur í upptökuverinu. Fólk hefur tekið þessu uppátæki mínu á netinu mjög vel og finnst áhuga­ vert að fylgjast með ferlinu, bæði gleði minni og og stolti þegar vel tekst, en líka gremju þegar ekkert gengur upp. Það eru líka margir sem hafa sagt mér að þessi streymisvídeó hafi veitt sér inn­ blástur til þess að vinna að eigin efni. Það sem er mikilvægast í allri sköpun er einfaldlega að byrja. Það gerist ekkert ef þú byrjar ekki. Ég er sjaldnast með fullmótaða hugmynd þegar ég byrja á að setja saman lag og lendi oftar en ekki í því að lagið kemur allt öðruvísi út en ég hafði hugsað mér. “ Sakaris birtir reglulega texta­ brot á samfélagsmiðlum sínum og oftar en ekki verða þessi textabrot að lagi. Hér má sjá eitt slíkt sem hefur ekki enn orðið að lagi, en verður það vonandi bráðum. Silver You are my silver you are my number 2 you are the best I could get but don‘t you forget I am your silver too Sakaris segir að samkomu­ bannið hafi haft lítil áhrif á sitt starf sem tónlistarmaður. „Ég er mikið í að pródúsera fyrir aðra tónlistarmenn. Þegar það er mikið að gera í því þá hef ég minni tíma fyrir eigin tónlist. En svo þegar róast í framleiðslubransanum hef ég meiri tíma til að sinna tónlist­ inni minni. Einmitt núna er ég til dæmis að framleiða efni fyrir fær­ eyska tónlistarkonu sem kallar sig FRUM. Ég er mjög heppinn að hafa fengið til mín helling af verkefnum til að vinna að í samkomubanninu og því hefur það haft minni fjár­ hagsleg áhrif á mig en marga aðra tónlistarmenn.“ Það hlýtur að vera frekar fyndið að fylgjast með mér stand­ andi úti á götu að raula einhvern takt eða laglínu í símann. 00000 www.veidikortid.is Gleðilegt veiðisumar! Fæst hjá N1 - OLÍS og veiðiverslunum 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . M A Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.