Fréttablaðið - 09.05.2020, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 09.05.2020, Blaðsíða 32
Vinna og ábyrgð Það voru um 60 fjölskyldur sem buðu sig fram til að taka þátt í rannsóknarverkefninu, en það tók sinn tíma að finna þær réttu. Á meðan fjölskyldan býr í húsinu þarf hún reglulega að mæla hita- stig á ólíkum stöðum í húsinu og skrásetja upplifun sína með myndbandsbloggi. „Flestir vildu fá 15 mínútur af frægð og gerðu sér ekki grein fyrir því hvað verkefninu fylgdi mikil vinna og ábyrgð,“ sagði Dmitry Filippov, umsjónarmaður verkefnisins, í samtali við Russia Beyond. „Þess vegna var umsókn- arferlið þrískipt og bæði læknar og sálfræðingar komu að valinu.“ Vitaly og fjölskylda hans f luttu inn í húsið 2. desember 2019 og í lok febrúar, eftir rétt tæplega þriggja mánaða dvöl, sagðist hann ánægður með upplifunina. „Ég sótti um vegna þess að mig langaði að komast burt frá borginni og vera nær náttúrunni og fjöllunum,“ sagði hann. „Ég keyri enn þá í vinnuna á hverjum degi og það eina sem veldur vand- ræðum er að ef eitthvað bilar í húsinu þarf ég að gera við það sjálfur.“ Alexander Efremov sagði líka að heilt yfir væri hann og fjölskylda hans ánægð á nýja heimilinu. Hlýrra í hvelfingunni Fljótlega varð ljóst að hvelfingin tryggir íbúum mun hærra hitastig. „Það fyrsta sem við tókum eftir er að það er munur á hitastiginu utan og innan hvelfingarinnar,“ sagði Dmitry Filippov. „Eins lags hvelfing veitir töluverða vernd og varðveitir hita sem myndast bæði frá sólar ljósi og húsinu sjálfu.“ Mesti munurinn sem mældist á hitastiginu innan og utan hvelf- ingarinnar var 20 gráður. Þá var 50 stiga frost utan hvelfingarinnar, en ekki nema 29 stiga frost innan hennar. Gæti bætt líf verkamanna Dmitry Filippov segir enn of snemmt að segja til um hvort hús í hvelf ingum verði nothæfur val- kostur á köldum svæðum. „Þetta er dýrt og ég get bara ímynd að mér að þessi tækni veki áhuga þeirra sem búa og vinna á svæðum þar sem loftslagið er kalt og það er mikið rok og rigning,“ segir hann. „Það væri líka hægt að nota hvelfingarnar til að vernda námur, vinnslustöðvar, verksmiðj- ur og húsnæðiseiningar starfsfólks til að gera líf verkamanna örugg- ara og þægilegra.“ Tilraunin stendur yfir út maí- mánuð en niðurstöður hennar verða kynntar síðar. Vísindatilraunin fer fram í sífreranum í Jakútíu í Rússlandi, þar sem fjöl- skyldur prófa að búa til lengri tíma í húsi undir hvelfingu. Ef tilraunin heppnast vel verða f leiri hús byggð undir hvelfingum í Jakútíu, sem er í norðausturhluta Rússlands og eitt kaldasta byggða svæði heims. Tilraunin hófst í desember síðastliðnum og til að byrja með voru það hjónin Vitaly og Regina Litvinov ásamt ketti sínum, Zack, sem bjuggu í húsinu. Í byrjun mars tóku svo hjónin Alexander og Aina Efremov, ásamt dóttur sinni og ketti, við húsinu. Húsið er hluti af vísindatil- raun Sinet-rannsóknarhópsins og ríkisháskóla (North-Eastern Federal University eða NEFU) í borginni Yakutsk, sem er höfuð- borg Jakútíu. Tilgangur þess er að athuga hvort þessar óvenjulegu byggingar geti bætt líf þeirra sem búa á köldum svæðum. Það er líka verið að kanna hvernig hvelfingin hefur áhrif á orkunotkun hússins, sífrerann undir því og hvernig það fer með andlega og líkamlega heilsu íbú anna að búa á slíkum stað. Eitt kaldasta svæði heims Jakútía er mjög kalt svæði. Á veturna er oft yfir 40 stiga frost og og í höfuðborginni Yakutsk gengur lífið sinn vanagang svo lengi sem frostið er ekki meira en 50 gráður. Í borginni búa yfir 300 þúsund manns. Hún er kaldari á veturna en nokkur önnur stórborg heims, stærsta borgin sem er byggð á sífrera og ein stærsta borgin sem enginn vegur liggur til. Meðalhit- inn yfir árið er tæplega níu stiga frost, en það er stundum mjög heitt á sumrin, þrátt fyrir mikinn kulda á veturna. Húsið í hvelfingunni er stað- sett um 40 kílómetra frá Yakutsk. Það er 128 fermetrar og því fylgir tveggja bíla bílskúr og verönd. Í raun er ekkert sérlega markvert við húsið fyrir utan risastóru plasthvelfinguna sem umlykur það, sem er 20 metrar í þvermál og 10 metra há. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Mesti munurinn sem mældist á hitastiginu innan og utan hvelfingarinnar var 20 gráður. Þá var 50 stiga frost utan hvelfingar- innar, en ekki nema 29 stiga frost innan hennar. Undir hvelfingu í Síberíu Nú stendur yfir tilraun í sífrera Síberíu sem gengur út á að athuga hvort það geti verið þægilegra að búa í húsi undir hvelfingu í miklum kulda og hvaða áhrif slík búseta hefur á íbúa og umhverfi. Húsið er á einni hæð og situr undir hvelfingu sem er 20 metrar í þver- mál og 10 metra há. Það er 128 fermetrar og því fylgir tveggja bíla bílskúr og verönd. FRÉTTA- BLAÐIÐ/GETTY Vitaly Litvinov og Regina Sukhoroslova voru fyrst til að flytja inn í húsið með kettinum sínum. Þau voru ánægð með vistina þar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Á veturna er reglulega yfir 40 stiga frost á svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Föstudaginn 15. maí gefur Fréttablaðið út sérblaðið ÚTIVIST Í þessu glæsilega blaði verða skemmtileg viðtöl við allskonar fólk sem hefur smitast af útvistarbakteríunni. Fjallgöngur, hlaup, hjólreiðar eða skokk um göngustíga borgarinnar. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir Arnar Magnússon sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5652 / arnarm@frettabladid.is 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . M A Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.