Fréttablaðið - 09.05.2020, Síða 26

Fréttablaðið - 09.05.2020, Síða 26
Pabbi minn var eins og hann var, dópisti og út ig a ng smaðu r, en hann var kannski líka með einhver ja spádómsgáfu,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir, ætíð kölluð Blær, um föður sinn, Jóhann Vísi Gunnarsson. Jóhann hefur í tvígang reynst sannspár um líf Blævar og f léttaðist líf feðginanna á óvæntan hátt saman á ný eftir að hann greindist með krabbamein í ristli á meðan á meðgöngu hennar stóð. „Samband okkar var í gegnum tíðina stopult en það var alltaf einhver samgangur okkar á milli og ég hef aldrei skammast mín fyrir hann.“ Jóhann bjó í einum af gámunum úti á Granda og var tíður gestur í miðbænum þar sem hann var ávallt kallaður Jói dúkari. „Hann var bara einn af þessum úti- gangsmönnum á Austurvelli og þegar hann heilsaði mér kynnti ég hann alltaf fyrir vinum mínum sem pabba minn.“ Það kom fólki iðulega í opna skjöldu en varð aldrei til þess að Blævi þætti vandræðalegt að hann væri hluti af lífi hennar. Örlagadómur kvað á um að Jóhann myndi spila veigamikið hlutverk í lífi ófædds barnabarns síns áður en hann féll frá síðast- liðinn nóvember. „Pabbi skrifaði sig inn í líf mitt upp á nýtt áður en hann dó og þrátt fyrir að hann hafi ekki náð að verða afi sonar míns nær hann samt að einhverju leyti að vera mjög stór partur af honum.“ Meðganga Blævar hefur verið sam- ofin spádómi Jóhanns sem spáði því réttilega að hún gengi með dreng áður en hún hafði sagt nokkrum frá því að hún ætti von á barni. Uppfyllti loforðið Þetta var þó ekki í fyrsta sinn sem Jóhann sá framtíð dóttur sinnar fyrir. „Pabbi sagði alltaf við mig að áður en ég fæddist hafi ég komið til hans í hugleiðslu.” Í leiðslunni vitjaði Blær föður síns og tjáði honum að í ókominni tíð yrði hún skemmtikraftur og söngkona en til að af því gæti orðið þyrfti hann að vera hluti af lífi hennar fyrstu fjögur árin. „Annars myndi ég ekki lifa af.“ Stæði hann við það loforð myndi allt ganga Blævi í haginn. „Hann sagði mér þessa sögu löngu áður en spádómurinn rættist, þetta fylgdi mér alla mína daga.“ Foreldrar Blævar vörðu fyrstu árum hennar saman en þegar hún varð fjögurra ára heltóku hana alvarleg veikindi. Hún þurfti að fara í aðgerð og fékk lífshættulega háan hita. „Pabbi sagði alltaf að ég hefði verið alveg óhuggandi og grátið út í eitt þar til hann tók mig upp og þá lagaðist ég.“ Eftir að Blævi batnaði skildu leiðir foreldra hennar. „Hann vill meina að hann hafi staðið sína plikt enda hafi hann verið hjá mér þau ár sem við sömdum um forð- um.“ Blær viðurkennir að almennt sé hún ekki mjög andlega þenkjandi og taki spádómum og öðru með ákveðnum fyrirvara. „Það er samt hluti af mér sem vill trúa því að pabbi og annað fólk sem býr á götunni og ánetjast efnum sé rosa- lega næmt og opnara fyrir því óút- skýranlega í heiminum.“ Það hljóti þó að vera erfitt og því finni þau hjá sér þörfina til að deyfa sig. „Einfald- lega af því að þau finna of mikið.“ Aldrei auðvelt samband Samband feðginanna var aldrei auðvelt og það reyndist erfitt fyrir Blævi að treysta því að faðir hennar væri ekki undir áhrifum þegar þau hittust. „Ég heimsótti hann oftast án þess að gera boð á undan mér, líkt og hann gerði við mig, og þá fór það eftir því í hvernig ástandi hann var hvort við gátum átt samræður.“ Þetta breyttist þó á lokametr- unum. Þegar Jóhann var lagður inn á spítala með krabbameinið þurfti hann að vera edrú fyrir aðgerðina og meðferðina sem henni fylgdi. Spádómsvefur samofinn meðgöngu sonarins Faðir leikkonunnar Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur kom aftur inn í líf hennar þegar hann fékk krabbamein og hún varð barnshafandi. Slitrótt sambandið tók á sig nýja mynd og þó hann hafi ekki náð að verða afi barnsins spilaði hann veigamikið hlutverk í lífi þess. Blær segir að þó faðir hennar hafi látist áður en sonur hennar fæðist sé hann stór hluti af ferlinu enda spáði hann fyrir um komu hans og teiknaði mynd af þeim mæðg- inum áður en nokkur vissi að Blær væri barnshafandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Kristlín Dís Ingilínardóttir kristlin@frettabladid.is „Þegar hann var þarna á spítalanum gat ég alltaf treyst því að hann væri hann sjálfur og að ég væri ekki að hitta hann í einhvers konar ástandi. Það var ótrúlega dýrmætt.“ Jóhann lá inni á spítala daginn sem Blær og kærastinn hennar, spunaleikarinn góðkunni, Guð- mundur Felixson, komust að því að þau ættu von á barni. „Daginn sem ég pissa á prikið vildi svo til að við fórum í fyrsta skipti í heimsókn til hans saman á deildina.“ Faðir Blæv- ar hafði braggast vel eftir fyrstu aðgerðina og var niðursokkinn í að teikna, eins og honum var lagið, þegar parið gekk inn. „Það fyrsta sem hann segir við mig þegar hann sér mig er: „Þarna ert þú og strákur- inn“ og bendir á mynd af konu sem heldur á ungbarni.“ Verðandi for- eldrarnir litu á hvort annað með kímnibros á vör en létu ekkert uppi. „Við hlógum að þessu eftir á, það er svo merkilegt að allt sem við kemur þessari óléttu tengdist pabba mínum á einhvern hátt.“ Hann setti mark sitt á alla stóru áfangana í meðgöngunni, hvort sem hann var lífs eða liðinn. Umbreyttist á einni nóttu Þegar kom að tólf vikna sónarnum hringdi síminn. „Það var systir mín sem segir mér að ég þurfi að koma strax upp á spítala þar sem eitthvað mikið sé að.“ Jóhann hafði þá legið inni á spítala í rúma tvo mánuði og dvalið um skeið á geðdeild til að tryggja að hann héldist þurr. „Hann var orðinn miklu betri og var byrjaður í krabbameinsmeðferð en þennan sama dag átti að f lytja hann frá geðdeild yfir á áfanga- heimili.“ Allt hafði gengið að óskum þar til nóttina áður þegar drep kom Framhald á síðu 28  9 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.