Fréttablaðið - 09.05.2020, Blaðsíða 90
ÉG VONA INNILEGA AÐ
VOTTUR AF ÞESSARI
SAMSTÖÐU OG KÆRLEIKA Í
SAMFÉLAGINU MUNI HALDAST
ÞEGAR FARALDRINUM LINNIR.
ÞAÐ VAR HOLLT FYRIR
MIG AÐ VERA PARTUR
AF REYKJAVÍKURDÆTRUM. ÞAR
FÉKK ÉG FRELSI TIL AÐ PRÓFA
HLUTI, GERA MISTÖK OG LEIKA
MÉR.
Það er af mörgu að taka þegar titla á Sigurlaugu Söru Gunnarsdóttur. Sviðshöfundur, dag-skrárgerðarkona, söng-kona og f lugfreyja í
uppsögn. Allt á þetta við. Árið hóf
hún á mánaðarlöngu heimsf lugi
með Icelandair um Asíu og Afríku.
Það voru bjartir tímar fram undan,
Sigurlaug var á leiðinni í drauma-
námið í Danmörku og ætlaði loks-
ins að gefa sér tíma til að sinna einni
af sínum helstu ástríðum: söngnum.
Eftir langt ferðalag lenti hún á
Íslandi og við tók allt annar heimur
en hún skildi við mánuði áður.
Óvissan varð f ljótt mikil. Söng-
náminu var frestað. Það var svo
fyrir tæpum tveimur vikum sem
hún fékk stóra skellinn: Henni var
sagt upp hjá Icelandair. Áfallið var
nokkuð, hún segist fyrst um sinn
hafa vorkennt sjálfri sér mikið en
ákvað að læra af þessum f lóknu
tímum og vonar að samfélagið í
heild sinni geri slíkt hið sama.
„Ég hefði aldrei trúað því hvaða
áhrif þetta gæti haft á líf mitt. Ég
var ein af þeim sem hélt í upphafi
að þetta yrði ein önnur f lensan.
Ætli mestu áhrifin séu ekki að
missa vinnuna. Ég var í fullu starfi
sem flugfreyja hjá Icelandair. Það er
rosalega skrítin tilfinning að missa
vinnuna skyndilega,“ segir Sigur-
laug.
Forréttindaáhrif
Sigurlaug Sara var einnig í söng-
skóla í Danmörku og í náminu
fólst að fara mánaðarlega til Kaup-
mannahafnar.
„Náminu var frestað og ég veit
ekki hvenær það hefst á ný. Eins og
er stefna þau á nóvember 2020 en
það er allt með fyrirvara.“
Hún segist þó mjög meðvituð um
hve gott hún hafi það eflaust miðað
við marga. Sigurlaug Sara kemst
svo að orði að kalla þetta nokkurs
konar „minniháttar forréttinda-
áhrif“.
„Ég ætlaði til dæmis í þrítugsferð
með vinahópnum til Króatíu í júní.
Við höfum auðvitað frestað henni
en ætlum að reyna að gera gott úr
þessu og ferðast um Ísland ef það
verður í boði.“
Sigurlaug Sara segist fyrst um
sinn hafa fundið fyrir dofa. Hún var
nýkomin úr heimsferðinni og áttaði
sig ekki á stærðargráðu og miklum
áhrifum faraldursins.
„Kærastinn minn var í sóttkví
og mér fannst ég ekki ná utan um
þetta. Mér fannst þessi faraldur
snúast um mig og skynjaði ekki
að þetta væri heimsfaraldur. Mér
fannst erfitt að ég kæmist ekki til
útlanda, fannst erfitt að ég mætti
ekki mæta í ræktina og svo fram-
vegis. Ég þurfti tvo sólarhringa til
þess að gera mér grein fyrir stærð-
inni á þessu en ég hagaði mér smá
eins og barn í þessa tvo daga,“ segir
Sigurlaug Sara hreinskilin.
Rosalegt sjokk
Hún segist alltaf hafa haft mikið
fyrir stafni í gegnum tíðina og sé
dugleg að skapa sér verkefni, hafi
verið í skóla og jafnvel tveimur
vinnum með fram.
„Þannig að það var rosalegt sjokk
að koma heim og hafa allt í einu
ekkert. Ég var eirðarlaus og vissi
ekki hvert ég ætti að snúa mér. Mér
hefur fundist mjög skrítið að þurfa
ekki að mæta neitt,“ segir hún.
Þrátt fyrir að náminu hafi verið
frestað hefur Sigurlaug Sara verið
dugleg að syngja heima hjá sér.
„Þegar ég er heima þá raula ég
lög sem ég hefði átt að æfa í skól-
anum og angra nágrannana með
tilheyrandi söngæfingum. Ég hlóð
líka niður Logic Pro tónlistarforriti
og langar að læra á það. Ég þarf hins
vegar að þjálfa með mér þolinmæð-
ina,“ segir hún hlær.
Hún segir þennan skort á þolin-
mæði hafa sýnt sig vel þegar hún
tileinkaði sér nýjasta æði landans,
bakstur.
„Ég hef reynt við það en á erf-
itt með að fylgja uppskriftum
nákvæmlega eða bíða eftir að deig
hefist. En ég er góður kokkur og hef
verið mjög dugleg að elda og prófa
ýmsa nýja rétti. Þar er líka meira
frelsi til þess að prófa sig áfram með
bragð svo ég hef mjög gaman af því,“
segir Sigurlaug Sara.
Söngelsk fjölskylda
Sigurlaug Sara kemur úr einstak-
lega söngelskri fjölskyldu. Móðir
hennar er Ingibjörg Lárusdóttir,
lögfræðingur og trompetleikari.
Systur hennar eru stórsöngkonan
Dísella Lárusdóttir og leikkonan
þjóðþekkta Þórunn Lárusdóttir.
Allar eru systurnar söngelskar
og hafa haldið vinsæla tónleika
saman. Sigurlaug Sara ólst því upp
umkringd söng og leik.
„Ég hef alltaf verið mikið syngj-
andi en verið rosalega feimin. Ég
þorði ekki að viðurkenna að mig
langaði að syngja meira og óttaðist
mikið samanburð, meðal annars
við fjölskylduna, og fann fyrir ótta
að vera ekki jafn góð eða nógu góð.
Þetta er eitthvað sem ég er enn að
hrista af mér en mér þykir þetta
rosalega skemmtilegt,“ segir hún.
Sigurlaug Sara var á sínum tíma í
hljómsveitinni Reykjavíkurdætur.
„Það var hollt fyrir mig að vera
partur af þeirri hljómsveit. Þar
fékk ég frelsi til að prófa hluti, gera
mistök og leika mér. Ég sá vinkonur
mínar ná framförum og þetta veitti
mér innblástur. Þetta var dýrmætur
tími fyrir mig. Reykjavíkurdætur
sýndu mér hvað í mér býr og ögruðu
mér á svo margan hátt. Ég fór langt
út fyrir þægindarammann og það er
þeim að þakka að ég þori að standa
ein í dag og skrá mig í söngnám án
þess að vera hrædd við að vera ekki
nógu góð eða bera mig saman við
aðra.“
Mikill mannauður
Sigurlaug Sara var í fullu starfi hjá
Icelandair þegar henni var sagt upp.
„Ég stefndi á að starfa þar eitthvað
áfram. Ég er að safna mér fyrir íbúð
og var búin að gera ýmis plön. Ég
hef verið að stefna á meistaranám
og meiri vinnu í dagskrárgerð eða
leikhúsi í framtíðinni svo ég vissi að
ég myndi ekki endilega starfa þarna
að eilífu. Samt var ótrúlega skrítið
að missa vinnuna svona snögglega,“
segir hún.
Hún segist í raun ekki hafa verið
tilbúin að hætta og hefði viljað fá að
stjórna því sjálf.
„Ég sakna starfsins en ég fékk frá-
bær verkefni og mér þótti gaman í
vinnunni. Fyrst og fremst sakna ég
samt samstarfsfélaganna. Mann-
auður Icelandair er fjársjóðskista
og ég vona fyrir hönd Icelandair að
f lestir úr þessum hópi komi aftur
þegar fyrirtækið kemst aftur á
skrið,“ segir hún.
Hún segir að mest muni hún
sakna fólksins en einnig þess hve
vinnan sjálf er gefandi, fjölbreytt
og skemmtileg.
„Hvað mig sjálfa varðar, þá veit ég
ekki. Mér finnst virkilega skrítið að
ég muni kannski aldrei f ljúga aftur
sem flugfreyja og ég tók ekki einu
sinni ákvörðunina um það sjálf. Ég
er ótrúlega þakklát fyrir þennan
tíma en ég veit ekkert hvað er fram
undan,“ segir hún og bætir svo við
„Svona tekur stundum lífið fram
fyrir hendurnar á manni og ég er að
reyna að sjá tækifærin í þessu fyrir
mig.“
Reynir að sjá ljósið
Sigurlaug Sara útskrifaðist sem
sviðshöfundur frá LHÍ árið 2018.
„Ég hef til dæmis áhuga á að leik-
stýra menntaskólum í haust eða
læra meira í tónlist hérna heima. Ég
hef mikinn áhuga á dagskrárgerð,
sjónvarpi og útvarpi og langar að
starfa meira þar. Ég er rosalega opin
og er að skoða alla möguleika. Það
kemur í ljós hvað gerist. Ég er mjög
einbeitt í því að missa ekki móðinn
og sjá ljósið í þessu fyrir mig. Núna
þarf ég á þolinmæði að halda og
ætla að þjálfa þann eiginleika upp
með mér. Tækifærin verða til í tóm-
inu. Þannig varð heimurinn til.“
Sigurlaug Sara sló í gegn ásamt
stöllu sinni Steineyju Skúladóttur
með þáttaröðunum Framkomu og
Heilabrotum. Í þeirri síðarnefndu
þóttu þær ná einstakri nálgun í
umfjöllun um ungt fólk og geðsjúk-
dóma.
„Ég vona að við gerum eitthvað
meira. Við erum að hugsa ýmis-
legt og langar að búa til meira. Ég
er virkilega stolt af Heilabrotum,
bæði sjónvarpsseríunni og hlað-
varpinu okkar og finnst það eiga
vel við núna. Við þurfum að minna
okkur á að hlúa að andlegri heilsu
okkar og fólksins í kringum okkur,“
segir hún.
Sigurlaug Sara horfir nú bjartsýn
til framtíðar, með von um að ekki
bara hún sjálf, heldur mannkynið
allt, læri eitthvað á því að hafa upp-
lifað svo flókna tíma.
„Það hlýtur að vera. Við sjáum
í kringum okkur náungakærleik
á öðru stigi finnst mér. Ég sé sam-
stöðu meðal Íslendinga og mér
finnst eins og fólk sé að endur-
skoða gildi sín og afstöðu til lífsins.
Mér líður eins og hugmyndin um
einstaklinginn víki fyrir hag sam-
félagsins í heild. Ég vona innilega að
vottur af þessari samstöðu og kær-
leika í samfélaginu muni haldast
þegar faraldrinum linnir,“ segir hún
en bætir svo við „Hins vegar hefur
sagan sýnt að við Íslendingar erum
ansi f ljót að gleyma. Ég vona að
það verði ekki niðurstaðan í þetta
skiptið.“
Breyttir tímar
Hún segist sjálf aldrei hafa upplifað
jafnmikið þakklæti til fjölskyld-
unnar og vina sinna.
„Ég kann að meta þau tengsl svo
innilega og langar að sinna þeim
betur í framtíðinni. Ég finn líka
hvað allir í kringum mig eru að gera
mikið af litlum góðverkum, senda
fallegar kveðjur og gjafir á vini.
Þetta skilar sér áfram. Við þurfum
að vera góð hvert við annað. Þetta
er algjör klisja, ég veit, en til dæmis
þegar ég missti vinnuna fékk ég
skilaboð frá einni vinkonu úr æsku
sem veittu mér hlýju. Skilaboðin
breyttu deginum og höfðu þau áhrif
á mig að ég vildi senda kærleikann
áfram,“ segir hún.
Kærasti Sigurlaugar Söru starfar
sem læknir.
„Hann fékk gjöf frá vinum sínum
sem þakkir fyrir að vera í framlín-
unni á spítalanum þessa dagana.
Þessi fallegi hugsunarháttur fékk
mig til að senda svipuð skilaboð á
mína vinkonu. Svona smitar þetta
út frá sér og þannig held ég að koll
af kolli skili þessi kærleikur sér út
í samfélagið. Það eina sem skiptir
máli þegar öllu er á botninn hvolft
er að við styðjum hvert við annað.“
steingerdur@frettabladid.is
Tækifærin verða til í tóminu
Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir ætti að vera landsmönnum kunn fyrir hlýja og einlæga framkomu á sjónvarps-
skjánum. Á einungis örfáum mánuðuðum gjörbreyttust framtíðarplön hennar vegna COVID-19 faraldursins.
Sigurlaug Sara vakti athygli landsmanna, ásamt stöllu sinni Steineyju Skúladóttur, fyrir einstaka nálgun og um-
fjöllun um geðsjúkdóma meðal ungs fólks í sjónvarpsþáttunum Heilabrot á Ríkissjónvarpinu. MYND/VALLI
Nánar á frettabladid.is
9 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R50 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ