Fréttablaðið - 09.05.2020, Page 76

Fréttablaðið - 09.05.2020, Page 76
Okkar kæri bróðir, Þorsteinn Guttormur Halldórsson húsasmíðameistari, Mávahlíð 11, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 30. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jörgen Þór Halldórsson Hrefna Kristbergsdóttir Halldóra Halldórsdóttir Baldur Sigfússon Jóhanna Margrét Halldórsdóttir Sigurður Skúlason Arnþrúður Halldórsdóttir Stefanía Halldórsdóttir Daníel Halldórsson Guðmundur Halldórsson Anna Kristín Björnsdóttir Ástkær amma, tengdaamma, langamma og systir okkar, Vilborg Kristófersdóttir bóndi, Læk í Leirársveit, lést á dvalarheimilinu Höfða síðastliðinn mánudag. Útför fer fram í Akraneskirkju þann 15. maí, klukkan 13. Vegna aðstæðna í samfélaginu fer hún fram í kyrrþey en verður streymt á vefsíðu Akraneskirkju: www.akraneskirkja.is Vilhjálmur Ólafsson Elín Björnsdóttir Ylfa Maren Vilhjálmsdóttir Jón Kr. Magnússon Okkar ástkæri, Gunnar Nikulásson fv. bóndi á Másstöðum, Höfðabraut 3, Akranesi, lést á Dvalarheimilinu Höfða 27.04.2020. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum hlýju og vinsemd. Aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Auður Guðmundsdóttir Melhaga 7, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 4. maí sl. Vegna samkomutakmarkana verður útförin ekki auglýst. Við afþökkum blóm og kransa en þeim sem vildu minnast Auðar er bent á líknarfélög. Sigríður Jóhannsdóttir Ólafur Jóhannsson Þóra Harðardóttir Haraldur Jóhannsson Margrét Jóhannesdóttir Guðmundur Jóhannsson Anna Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, mágkona, amma og langamma, Sigurveig Sigurjónsdóttir (Veiga) áður til heimilis að Túngötu 16, Sandgerði, lést á Hrafnistu Nesvöllum, miðvikudaginn 29. apríl. Útförin fer fram frá Sandgerðiskirkju, fimmtudaginn 14. maí kl. 13. Í ljósi aðstæðna mun einungis nánasta fjölskylda vera viðstödd athöfnina. Sig. Berta Grétarsdóttir Elías Björn Angantýsson Gissur Þór Grétarsson Salóme Guðmundsdóttir Ester Grétarsdóttir Hjörtur Jóhannsson Sigurbjörn Grétarsson Jóhann Ingi Grétarsson Margrét Ingiþórsdóttir Elvar Grétarsson Aðalbjörg Alla Sigurðardóttir Ragnheiður Sigurðardóttir Sævar Pétursson ömmubörn og langömmubörn. Fólk lítur orðið á það sem sjálf­sagðan hlut að Þórsmörkin sé vel gróin en þannig hefur það ekki alltaf verið og þar er mikil saga á bak við,“ segir Hreinn Óskarsson, sviðs­ stjóri þjóðskóga á Suðurlandi. Hann er manna fróðastur um þróun Þórsmerkur síðustu hundrað ár eða frá því sam­ komulag varð um að friða hana. Hreinn segir mikla framsýni hafa fal­ ist í því hjá bændum að afsala sér beiti­ rétti í Þórsmörk og algerlega sérstakt á þeim tíma því hagar höfðu orðið illa úti í Kötlugosinu 1918. „Það var vissulega háð barátta fyrir verndun svæðisins fyrir beit, svo hægt væri að bjarga þeim birkiskógum sem þar var enn að finna og mikil ákveðni var í fólki sem barðist fyrir því og einstakir bændur náðu ekki að skemma þá samstöðu,“ lýsir hann og nefnir nokkra framlínumenn í friðun­ inni. „Fyrsti skógræktarstjóri Íslands, hinn danski Agner Kofoed Hansen, hóf störf 1908. Á sjálfstæðisbaráttutíma þjóðarinnar var ekkert auðvelt fyrir hann að vera Dani í þessari stöðu en hann vann þrekvirki, því hann náði að friða svo marga gamla birkiskóga á land­ inu. Hann vildi banna beit í Þórsmörk en bændastéttin var sterk og kirkjurnar áttu beitarrétt bæði í hálfri Þórsmörk og í Goðalandinu. Annar friðunarsinni var Einar Sæmundsen, fyrsti skógarvörður á Suðurlandi sem byrjaði 1910. En aðal­ hetjan í bændahópnum var Árni Einars­ son í Múlakoti, hann gekk á milli fólks og sannfærði það um að friðunin væri góð hugmynd og safnaði undirskriftum.“ Langafi Hreins var einn af bændunum sem skrifuðu undir samninginn og synir hans voru meðal þeirra sem unnu við að girða Mörkina. Hreinn segir það hafa verið gríðarlega erfitt verk og tekið nokkur ár. „Allt efni var borið á hestum og á bakinu langt inn á fjöll. Fyrstu staurarnir voru gerðir úr uppgjafa járn­ brautarteinum úr Öskjuhlíðinni, fyrsta flokks endurvinnsla þar, en þungir hafa þeir verið.“ Heildarsvæðið sem friðað var á sínum tíma var hátt í 50 ferkílómetrar, með hæstu fjöllum, að sögn Hreins. „Komnir eru birkiskógar í um 15 ferkílómetra og kjarr og stakar birkiplöntur eru víðar. Skógarnir ná frá um 200 metra hæð yfir sjó upp í rúmlega 500. Hæsta tréð sem vitað er um er í um 660 metra hæð. Til viðmiðunar er Steinninn í Esjunni í 597 metrum,“ lýsir hann. Starf Skógræktarinnar í Þórsmörk nú segir Hreinn felast í göngu­ og hjóla­ stígagerð. Skógurinn sjái um sig sjálfur. „Maður að nafni Charles Goeman’s hefur fengið sjálf boðaliða alls staðar að úr heiminum til að sinna göngu­ stígunum, það er fólk sem notar sumar­ leyfin sín í svona verkefni víða og þau hafa lagt feikilega vinnu í stígana í Þórs­ mörk. Þurfa jafnvel að ganga í klukku­ tíma með efni upp í fjöllin áður en þau byrja að vinna.“ Hreinn segir Skógræktina í samvinnu við hjólahópa og hafa fundið nýjar leiðir handa þeim, sumar þeirra af lagðar gönguleiðir. „Inni á mörkinni er góður 25 kílómetra hringur sem hægt er að hjóla,“ lýsir hann og segir nóg pláss fyrir alla. „Í rauninni ber ekkert land meiri fjölda en skógi vaxið land með góðum gönguleiðum. Þá hverfur fjöldinn inn í skóginn. Umhverfið í Þórsmörk er ein­ stakt og gróðurinn og klettamyndan­ irnar spila vel saman.“ En sér Hreinn ekkert eftir landslaginu sem hverfur bak við skóginn? „Nei, ég lít á skóginn sem hluta af landslaginu og þó einstaka steinar og klettar hverfi með tímanum þá halda landslagsdrættirnir sér víðast hvar.“ Í lokin er hann spurður hvort í bígerð sé að halda upp á hundrað ára friðun­ arafmælið. „Það stóð til að halda smá hátíð en það gengur ekki upp í sam­ komu banni. Ég ætla inn úr og kannski koma einhverjir frá Ferðafélaginu. Það verður bara farið út í skóg með kaffi­ brúsana.“ gun@grettabladid.is Mörkin friðuð fyrir beit Það var framsýnt fólk sem fullgilti þann samning 9. maí árið 1920 að friða Þórsmörk og fela Skógræktinni að vernda hana fyrir beit. Það merka verkefni er því 100 ára. „Alltaf er fagurt í Þórsmörkinni.“ Sjálfboðaliðahópur í kaffipásu á Valahnúk í júlí í fyrra. MYND/AÐSEND Hreinn Óskarsson þekkir Mörkina vel. Örn Hreinsson fjallagarpur við hæstu birkiplöntu landsins í Útigönguhöfða sem nú vex hæst birkitrjáa yfir sjó á Íslandi svo vitað sé. MYND/HREINN ÓSKARSSON 9 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R36 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.