Fréttablaðið - 09.05.2020, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 09.05.2020, Blaðsíða 70
Á EINUM STAÐ Í BÓK WALTZ ER SAGT FRÁ ÞVÍ ÞEGAR WALT KÍKIR INN Á SKRIFSTOFU CHARLIE OG KYNNIR HANN FYRIR TVEIMUR FÉLÖGUM SÍN- UM, CHARLIE CHAPLIN OG H. G. WELLS. Karl Gústaf Stefánsson fæddist í Winnipeg í Kanada árið 1890. Þremur árum fyrr höfðu foreldrar hans, Stefán Þórðarson og Sigríður Þórarinsdóttir, rifið upp rætur sínar í Biskupstungum og haldið vestur um haf í leit að betra lífi ásamt syni sínum Jóni. Það líf fundu þau og ekki síst vegna þess að í Kanada eignuðust þau þrjá syni til viðbótar, Joseph, Karl og Steph- en. Ytra tóku þau upp ættarnafnið Thorson og var Karl litli aldrei kall- aður annað en Charlie. Mælti aldrei stakt orð á ensku Hagur fjölskyldunnar vænkaðist ytra enda var öflugt fólk þar á ferð. Stefan, faðir Charlie, fótaði sig vel í samfélaginu ytra og varð um tíma bæjarstjóri í Gimli í Manitoba. Móðir hans, Sigríður, sem var skarp- greind en nokkuð sérvitur ákvað þó að halda fast í íslenska siði og venjur og hermt er að hún hafi aldrei mælt stakt orð á enska tungu. Hún lagði ríka áherslu á að kynna íslenskan menningararf fyrir sonum sínum, sérstaklega Íslendingasögurnar. Það kunnu þeir vel að meta. Joseph var frábær námsmaður og nýtti þá hæfileika sína til þess að fara í háskóla og varð hann síðar þekktur lögmaður ytra. Hann varð þingmaður í Kanada og um tíma þótti hann líklegur kandídat í embætti forsætisráðherra lands- ins meðal f lokksbræðra. Segja má að Charlie hafi fallið í skuggann af eldri bróður sínum sem hann unni þó mjög. Hann hafði engan áhuga á bókum né hafði hann þolinmæði fyrir yfirboði kennara. Við þá átti hann í stöðugum útistöðum og árekstrum enda hætti hann námi ungur. Það átti eftir að há honum alla tíð, óþol fyrir því að lúta valdi annarra, og ef honum mislíkaði eitthvað þá gekk hann á dyr í fússi. Sagði Charlie sjálfur að víkingaeðl- inu væri um að kenna. Í augum fjölskylduföðurins var Charlie því svarti sauðurinn í fjöl- skyldunni. Af honum gengu ævin- týralegar sögur í Íslendingasam- félaginu ytra enda bendir f lest til þess að hann hafi verið glaðlyndur, stríðinn og uppátækjasamur. Þá var hann sagður drykkfelldur, gefinn fyrir konur, fjárhættuspil og lífsins lystisemdir. Charlie hafði augljóslega listræna hæfileika en þá var ekki útlit fyrir að sérstök framtíð væri í því. Hann vann margs konar störf en hafði einhverjar tekjur af því að teikna skopmyndir í fjölmörg dagblöð sem gefin voru út fyrir íslenskumælandi fólk ytra. Hörmulegt fráfall ástvina Þegar Charlie var 24 ára gamall, árið 1914, festi hann ráð sitt. Þá giftist hann fyrri eiginkonu sinni, Rann- veigu „Rönku“ Swanson, en tveimur Teiknarinn sem hataði Walt Disney Sumar af þekkustu teiknimyndafígúrum heims eru íslenskt sköpunarverk. Á bak við verkin var Vestur-Íslendingurinn Karl Gústaf Stefánsson. Ævi kappans var ævin- týraleg en að sama skapi afar harmræn. mánuðum áður hafði sonur þeirra, Charlie yngri, litið dagsins ljós. Faðir Charlie, Stefan borgarstjóri, hafði ekki tekið annað í mál en að turtildúfurnar gengju í hjónaband þegar ljóst var að von væri á barna- barni. Ranka var dóttir Friðriks Sveinssonar, sem ytra gekk undir nafninu Fred Swanson. Hann var bróðir rithöfundarins Jóns Sveins- sonar, Nonna. Friðrik reyndist Charlie vel og var eins konar læri- faðir hans í listinni og hvatti hann áfram á þeim vettvangi. Árið 1916 reyndist afar afdrifaríkt ár í lífi Charlie. Bræður hans, Joseph og Stephen, höfðu gengið í herinn til þess að berjast í fyrri heimsstyrj- öldinni og Stephen átti ekki aftur- kvæmt. Hann féll í hinni blóðugu orrustu við Somme í Frakklandi um haustið og voru hinstu orð hans þau að biðja fyrir kveðju til Charlie bróður síns. Enn seig á ógæfuhliðina þegar Ranka veiktist af berklum og dró sjúkdómurinn hana til dauða. Illu heilli smitaðist sonur þeirra af barnaveiki og nokkrum mánuðum síðar fylgdi litli drengurinn í fótspor móður sinnar. Eðlilega var fráfall þessara ást- vina listamanninum mikið áfall og næstu ár f lakkaði hann eins og umrenningur um Kanada, heltek- inn af sorg. Árið 1922 giftist Charlie seinni eiginkonu sinni, Ödu Teslock. Þau eignuðust son ári síðar sem einnig var nefndur Charlie. Drengurinn litli lifði þó aðeins í þrjá daga. Hjónin eignuðust annan son, Steph- en, árið 1925 sem blessunarlega lifði af og komst til manns. Hann varð virtur læknir í Bresku-Kólumbíu og á mestan heiðurinn af því að halda utan um verk föður síns og halda þar með minningu hans á lofti. Hjónaband Charlie og Ödu var stormasamt og entist aðeins í nokkur ár. Þau skildu að borði og sæng árið 1928 og skilnaðurinn gekk formlega í gegn árið 1931. Enn á ný var líf Charlie í uppnámi og óvíst hvað tæki við. Fyrirmynd Mjallhvítar Á þessum árum vann hann fyrir sér með því að teikna myndir af margs konar vörum í vinsælan vöru- lista fyrir póstverslunina Eatons í Winnipeg. Hann vandi komur sínar á Weevil-kaffihúsið í Winnipeg sem var eins konar hjarta í félagslífi Vestur-Íslendinga þar um slóðir. Þar eyddi Charlie drjúgum tíma og var einn vinsælasti gesturinn. Hann drakk stíft en sagði líf legar sögur sem heilluðu nærstadda og skemmti ungum sem öldnum með fyndnum en ekki síður fallegum teikningum. Af leiðingin af veru hans á kaffihúsinu varð goðsögnin um íslenskan uppruna Mjallhvítar sem enn er talað um meðal Vestur- Íslendinga. Þar starfaði nefnilega ung stúlka, Kristín Sölvadóttir, sem hafði f lutt tímabundið til frænku sinnar í Kanada frá Íslandi, meðal annars til þess að læra ensku. Charlie heillaðist af stúlkunni þó að á þeim væri mikill aldurs- munur, hann rúmlega fertugur og Karl Gústaf Stefánsson gekk undir viðurnefninu Teiknimynda-Kalli eða Cartoon-Charlie. Framhald á síðu 32  Björn Þorfinnsson bjornth@frettabladid.is Allar upplýsingar veita Helga Pálsdóttir lögg. fasteignasali Sími 822 2123 helga@fastlind.is Þorsteinn Yngvason lögg. fasteignasali Sími 696 0226 thorsteinn@fastlind.is Bjarkardalur 4-6 Reykjanesbæ OPIÐ HÚS SJÓN ER SÖGU RÍKARI! laugardaginn 9/5 og sunnudaginn 10/5 milli klukkan 12 og 13 NÝJAR, FULLBÚNAR vandaðar 3 herbergja íbúðir með bílskúr. Tvær stærðir: 108,4m2 og 130,3m2. Verð frá 44,9 milljónum. 20 mínútna akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Íbúðirnar eru einstaklega vandaðar og skilast með gólfefnum á öllum rýmum, fallegum innréttingum, ísskáp m. frysti, uppþvottavél og smekklegri lýsingu frá Lumex. 9 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.