Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.05.2020, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 09.05.2020, Qupperneq 16
herbúðir víða á leigulóðum. Engin mannvirki eða lóðir voru tekin án samninga og endurgjalds til eig- enda, sem miðaðist við gangverð í landinu. Stóraukin dýrtíð olli því þó að endurgjaldið rýrnaði þegar frá leið, en fékkst að hluta bætt í gegnum skaðabótanefndir sem í sátu full- trúar hersins og íslenskra stjórn- valda. Þeir sem fært gátu sönnur á að hafa farið halloka í viðskiptum hlutu bætur frá ríkissjóði að styrj- öldinni lokinni. Breska orrustuskipið HMS Hood lagði ekki upp frá Hvalfirði í sína hinstu för vorið 1941, heldur var á leið þangað frá Orkneyjum þegar því var snúið til vesturs í veg fyrir þýska orrustuskipið Bismarck. Hood var grandað um það bil miðja vegu milli Reykjaness og Hvarfs á Grænlandi en ekki skammt undan Reykjanesi. Ógerlegt er talið að sprengjudrunurnar hafi borist alla leið til Reykjavíkur. Ofmetinn fjöldi hermanna Hermannafjöldi í landinu hljóp ekki á hundruðum þúsunda, eins og sumir landsmenn ályktuðu af umsvifunum sem þeir urðu vitni að, heldur fór mest í tæplega 50 þúsund. Hernaðaryfirvöld gerðu reyndar í því að láta líta út fyrir að liðsaflinn væri miklu meiri, til þess að láta Þjóðverja halda að innrás í Noreg væri yfirvofandi frá Íslandi og Bret- landseyjum. Heraflinn var minnstur á Austur- landi, þar sem hann fór mest í um 800 á Seyðisfirði en fluttist síðar að stórum hluta til Reyðarfjarðar. Þar náði hann hámarki rúmlega 900 í tíð breska, kanadíska og norska hersins árið 1942 og í rúmlega 1.200 eftir að Bandaríkjamenn höfðu tekið við haustið 1942, en var ekki mörg þúsund eins og gjarnan er haldið fram fyrir austan. El Grillo ekki sökkt úr landi Önnur saga að austan segir að olíu- birgðaskipinu El Grillo, sem laskað- ist í sprengjuárás þýskra flugvéla á skipalæginu í Seyðisfirði en sökk ekki alveg strax, hafi verið sökkt sama kvöld af hermönnum úr landi svo forðast mætti endurtekningu árásarinnar síðar. Hið rétta er að afturhluti skips- ins f laut á vélarrúminu og þunnu lofthylki (e. kofferdam) milli þess og aftasta birgðatanksins, þar til milliþilið lét undan þunganum um kvöldið og skuturinn hvarf í djúpið. Íslendingar eru oft sagðir hafa fært hlutfallslega meiri fórnir í fjölda látinna af hernaðarvöldum en t.d. Bandaríkjamenn. Þessi staðhæfing er löngu afsönnuð. Bandaríkjamenn misstu um 2,3 af hverjum eitt þúsund íbúum á öllum vígstöðvum, en Íslendingar 151 af hernaðarorsökum svo víst verði talið, eða 1,2 á hverja eitt þúsund íbúa. Íslendingar ekki þátttakendur Landsmenn voru ekki þátttak- endur í hildarleiknum en allmargir íslenskir sjómenn sigldu á farskip- um sem f luttu nauðsynjavörur til landsins og fiskiskipum með afla til sölu á mörkuðum í Bretlandi. Einn- ig réðust nokkrir ungir sjómenn á erlend farskip, oftast í ævintýraleit. Því miður komust ekki allir alltaf heilir heim úr þeim ferðum, en það var fremur afleiðing, heldur en þátt- taka í átökunum og reyndar engin nýlunda, enda sjómennska jafnan nokkurt hættuspil. Þjóðverjar litu á siglingar Íslend- inga til Bretlands sömu augum og bandamenn á siglingar norskra og danskra skipa á hersetnum heima- slóðum sínum, það er í þágu óvinar- ins og eirðu engu. Alls fórust um 410 íslenskir sjó- menn og farþegar af almennum slysförum eða hernaðarvöldum á styrjaldarárunum sex, auk fjögurra sem urðu fyrir banaskotum her- manna eða sprengjubrotum. Virð- ist sem sú heildartala hafi snemma verið höfð ranglega til marks um fórnir Íslendinga í samanburði við aðrar þjóðir. Til samanburðar við þá 260 sjó- menn og farþega sem ekki fórust af hernaðarvöldum, svo víst sé talið, fórust samkvæmt skýrslum Slysa- varnafélags Íslands að meðaltali um 200 sjómenn á þremur sex ára tímabilum á áratugnum fyrir stríð. Að teknu tilliti til mjög aukinnar sóknar og ástands skipastólsins á stríðsárunum, má því álykta að hlutfallslegur mannskaði af öllum orsökum á sjó, hafi í reynd verið lítið tíðari en áratugina á undan. Lítinn séns í íslenskar konur Erlendu hermönnunum varð alls ekki eins vel ágengt í samskiptum við íslenskar stúlkur og oft er látið í veðri vaka. „Ástandið“ svonefnda var raunar ekkert frábrugðið því sem jafnan gerðist á stöðum sem ungir vermenn hópuðust til eða í síldarplássum, þótt fjöldi aðkomu- manna næði óþekktum hæðum á stríðsárunum. Langflestir hermannanna kváð- ust ekki eiga neinn „séns“ í stúlk- urnar, sem fæstar virtu þá viðlits. Bandaríkjaher sem fjölmenn- astur var þegar á leið, lagði bann við giftingum liðsmanna sinna. Ákvörðunin var ekki einskorðuð við Ísland og byggðist á því að stjórnvöld vildu forðast að þurfa að annast framfærslu fjölskyldna sem stofnað væri til með óvissa framtíð og e.t.v. í einmanaleika fjarri heima- högum. Allmikið er til af lýsingum á viðhorfi hermanna til landkosta eða ókosta og dvölinni í landinu almennt, en fremur lítið um við- horf til landsmanna. Þetta stafar einfaldlega af því að sárafáir kynnt- ust í raun, eða áttu náin samtöl við, landsmenn. Nú gerir fólk sér vart grein fyrir hversu tungumálakunnáttan var lítil og erfiðlega gekk að eiga gagn- leg samtöl þannig að fólk kynntist högum hvers annars í raun. Flest viðhorfin á báða bóga eru því byggð á því sem fólk sá úr fjarlægð, og upp- lifði í einhverjum tilvikum, en ekki síst á sögusögnum og getgátum sem gengu manna á milli í fásinn- inu, enda fréttaf lutningi strangar skorður settar. Báru hver öðrum vel söguna Þeir sem kynntust í raun sér um líkum, til dæmis liðsforingjar eða menntamenn, báru hverjir öðrum jafnan vel söguna og sama er að segja um þá sem áttu í viðskiptum eða bjuggu í návígi, til dæmis á smærri varðstöðvum á landsbyggð- inni. Herliðið f lutti ógrynni tækja og búnaðar til landsins við uppbygg- ingu heraflans, til dæmis rúmlega 4.000 bifreiðar og önnur farartæki auk fjölda f lugvéla, og reisti um 12.000 braggabyggingar ásamt 1.000 smærri stein- og timburhús í rúmlega 300 íbúðahverfum. Þrjú þúsund farartæki voru flutt aftur úr landi ásamt margvíslegum búnaði. Árið 1944 samdist svo við ríkis- stjórnir Bretlands og Bandaríkj- anna um að íslenska ríkið annaðist kaup og endursölu á öllum fast- eignum og búnaði sem ekki yrði fjarlægður, til þess að tryggja inn- heimtu lögboðinna aðf lutnings- gjalda. Fékk ríkissjóður eignirnar á vægu verði en yfirtók jafnframt skuldbindingar gagnvart landeig- endum. Var Sölunefnd setuliðs- eigna sett á fót til að annast verkið ásamt því að bæta skemmdir á land- eignum fyrir ágóða af endursölu til landsmanna. Í allmörgum tilvikum fengu land- eigendur greitt fyrir að sjá sjálfir um landlögun en heyktust sumir á því og eru það nánast einu staðirnir þar sem mannvirki eða minjar standa eftir frá hersetunni, utan flugvall- anna í Reykjavík og Kef lavík og olíu- og hvalstöðvarinnar í Hval- firði, sem voru áfram í notkun. Heyrst hefur að hermannafjöldi í Hvalfirði hafi skipt tugum þúsunda, en hið rétta er að bækistöðvar í firðinum voru fremur fáliðaðar en fjöldi sjóliða og sjómanna á skipum sem áðu þar gat auðvitað hlaupið á þúsundum, þótt fæstir fengju land- gönguleyfi. Í Hvalfirði gekk lengi sú saga að við lendingu léttbáta, skammt innan við Hvítanes, hafi verka- menn verið látnir smíða forláta tröppur fyrir komu Winstons Churchills, forsætisráðherra Breta, sem hafði viðdvöl á Íslandi eina dagstund sumarið 1941. Sagan er ólíkleg sökum þeirrar leyndar sem hvíldi yfir komunni og fullvíst er að Churchill steig alls ekki á land í Hvalfirði heldur einungis í Reykja- vík. Olnbogi Churchills Sú saga er einnig útbreidd að sama dag hafi Churchill tyllt olnboganum á forláta arinhleðslu og mundað vindilinn fræga í sölum gamla flug- vallarhótelsins við Nauthólsvík. Það er auðvitað ómögulegt því hótelið var ekki tekið í notkun fyrr en sumarið 1945 og staðfest er að Churchill heimsótti ekki flugvallar- svæðið heldur leit einungis yfir það ofan af Öskjuhlíð. Hótelið saman- stóð af nokkrum steinbyggingum sem enn standa og braggaþyrpingu sem er löngu horfin. Bretar nefndu hótelið Winston eftir forsætisráð- herranum og gæti þessi skemmti- lega saga tengst því, en Íslendingar nefndu það Hótel Ritz eftir að þeir tóku við rekstrinum. Talandi um bragga í Nauthólsvík eins og frægt er orðið vegna kostn- aðar við „endurnýjun" á vegum Reykjavíkurborgar, er vert að taka fram að umræddur braggi var áfast- ur steinhúsum gamla f lugvallar- hótelsins og var, líkt og aðrir slíkir, einungis færanlegt einingahús sem standa skyldi um stuttan tíma. Bragginn var heldur alls ekki endurnýjaður, en nýtt hús með bogalagi reist í hans stað með öllum þeim nýjungum og skilyrðum sem nútíma byggingarreglur krefjast. Auk þess voru að minnsta kosti tvö steinhúsanna endurnýjuð frá grunni, svo þau uppfylltu kröfur um samkomuhald og veitingarekstur. Engir særðir hermenn að utan Um hríð var útbreidd sú saga að stórir herspítalar hefðu verið reistir á Íslandi fyrir hermenn sem særðust á meginlandi Evrópu eftir innrás bandamanna í Norm- andí sumarið 1944. Herliðið reisti reyndar braggaþyrpingar fyrir sjúkraskýli og spítala í herbúðum sínum en einungis í samræmi við fjölda hermanna í landinu hverju sinni. Liðsaf linn dróst skjótt saman árið 1943 og því ekki að undra þótt landsmenn hafi brotið heilann um tilgang svo umfangs- mikilla salarkynna, sem skyndi- lega stóðu auð og yfirgefin. Sömu vangaveltur eru þekktar í tengslum við bandarísku flugbæki- stöðina í Narsarsuaq á Grænlandi, þar sem allstór spítali reis fyrir her- lið á stríðsárunum og var endur- nýjaður í Kóreustríðinu, að sögn til líknarmeðferðar illa særðra her- manna, sem herinn vildi að leynt færi. Draugur kveðinn niður Ýmsar sögur hafa einnig gengið af reimleikum tengdum hermönnum eða hjúkrunarkonum sem látist hafi á stríðsárunum og jafnvel spítala- bröggum eða efni úr þeim sem flutt var á milli landshluta. Þekkt er saga af bandarískri hjúkrunarkonu, ungri og myndar- legri, sem sögð er hafa látist í bif- reiðaslysi í Mosfellssveit og gengið aftur á þeim slóðum. Dauðsföll í röðum herliðsins eru vel skilgreind í heimildum hernaðaryfirvalda og sýna að engin hjúkrunarkona hers- ins lést á Íslandi á stríðsárunum. Ekki verða bornar brigður á frá- sagnir fólks af reimleikum en helst er að ætla að afturgengna hjúkr- unarkonan unga og myndarlega hafi ef til vill ekki verið öll þar sem hún var séð. Framhald af síðu 12  80 ÁR FRÁ HERNÁMI 9 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.