Fréttablaðið - 09.05.2020, Page 74
ÞEIR SEM FÁ SLITGIGT
ERU OFTSINNIS MEÐ EIN-
KENNI SEM KOMA FRAM
Á LÖNGUM TÍMA OG SKAPA
ÓÞÆGINDI SEM ERU MEIRI
ÁN HREYFINGAR HELDUR
EN VIÐ ÁLAG.
BMI = kg/m2
Notaður til mats á ofþyngd og
offitu
<18,5 Vannæring
18,5-24,9 Eðlilegt
25-29,9 Yfirþyngd
30-35 Offita
35+ Annarrar gráðu offita
Það kom fram í máli sóttvarna-læknis að í yfirstandandi COVID-faraldri væri aukning
í fjölda tilfella kynsjúkdóma, sér-
staklega í lekanda og sárasóttartil-
fellum. Ekki hefur orðið markverð
breyting milli ára á klamydíu smiti,
sem þó er algengasti kynsjúkdóm-
urinn hérlendis. Flestir þeirra sem
greinast eru karlar og meirihluti
þeirra er með íslenskt ríkisfang.
Mikilvægt er að minna á það
að láta skoða sig ef einstaklingur
finnur fyrir einkennum, en einnig
ef skipt er reglulega um bólfélaga
sem eykur áhættu á smiti. Þá er
ekki síður mikilvægt að láta skoða
og meta slíkt ef einstaklingar eru
að hefja samband þar sem einkenni
geta komið fram talsvert löngu eftir
smit og það hjá báðum kynjum og í
f lestum tegundum kynsjúkdóma.
Ábyrgt – ekki feimnismál
Hægt er að leita til heimilislæknis
til að fá skoðun og rannsókn á
heilsugæslu en einnig á göngudeild
húð- og kynsjúkdóma hjá Land-
spítala í Fossvogi. Það ætti ekki að
vera feimnismál að fara í pró, það er
ábyrgt og rétt að gera slíkt. Smokk-
urinn er besta og eina raunverulega
vörnin, en það að fylgjast með og fá
meðhöndlun er mikilvægt til að
hindra útbreiðslu. Ekki síður en að
tryggja að sjúkdómarnir valdi ekki
auknum vanda hjá einstaklingum
líkt og ófrjósemi, svo settu öryggið
á oddinn og láttu prófa þig.
Kynsjúkdómar
Smokkurinn er besta og eina raun-
verulega vörnin. MYND/GETTY
Það er ljóst að öll höfum við fengið einhvers konar einkenni sem við tengjum á stundum við vöðvabólgu, ofálag og að hafa tekið kannski
aðeins of mikið á því í ræktinni. Allt
saman skýringar sem eiga sér nokk-
uð góða stoð ef svo var, en hvað ef
við finnum til að „ástæðulausu“. Ef
maður er stirður alla morgna og á
erfitt með að koma sér í gang? Upp-
lifir verki við lítið álag og jafnvel að
við hreyfingu versni einkenni veru-
lega?
Hér er verið að blanda saman
nokkrum tegundum vandamála,
ef við höldum okkur við það að
einstaklingurinn fái einkenni sem
svara til liðbólgu, verkja, stirðleika
og jafnvel í versta falli að það verði
afmyndun á liðum og útliti þeirra.
Þá eru allar líkur á að þar geti verið
undirliggjandi sjúkdómur. Kannski
er það slitgigt sem er oft ættgeng,
kannski kannast viðkomandi við að
faðir eða móðir hafi glímt við slíkt.
Meiri einkenni án hreyfingar
Þeir sem fá slitgigt eru oft með ein-
kenni sem koma fram á löngum
tíma og skapa óþægindi sem eru
meiri án hreyfingar heldur en við
álag. Klassískt er að slitgigtar-
sjúklingurinn segist þurfa að koma
sér af stað og einkennin lagist við
það, eins er stirðleiki oftar en ekki
mestur að morgni eftir hvíld, en er
þó ekki algilt.
Slitgigtin er tilkomin vegna álags
og eyðslu brjósks og svo beinbreyt-
inga sem verða við ofnotkun eða
ranga líkamsbeitingu svo dæmi
séu tekin eða jafnvel eftir áverka.
Þeir sem hins vegar glíma við bólgu-
sjúkdóma líkt og liðagigt eða aðrar
tegundir sem geta skapað liðbólgur,
svo sem psoriasis, rauða úlfa, við
kristallaútfellingu eins og þvag-
sýrugigt eða viðlíka eru að glíma
við annað vandamál.
Sumir þessara sjúkdóma eru
sjálfsónæmissjúkdómar þar sem
líkaminn ræðst gegn sjálfum sér
og skemmir út frá sér. Aðrir eru
tengdir sýkingum eða jafnvel lífs-
stíl líkt og þvagsýrugigtin sem oftar
en ekki var tengd í gamla daga við
velsældarlífið, þó við vitum aðeins
betur í dag.
Ólæknandi sjúkdómar
Það er augljóst að það getur verið
ruglingslegt að átta sig á orsök ein-
kenna sjúklingsins og er mikil-
vægt að greina á milli þessara mis-
munandi vandamála. Almennum
líkamlegum einkennum eins og
þreytu, slappleika, svefnvandamál-
um, sjóntruflunum, munnþurrki,
hita og þyngdartapi er einnig lýst.
Bæði slitgigt og liðagigt sem dæmi
eru ólæknandi sjúkdómar en hafa
gerólíka meingerð. Munur er á með-
höndlun og nálgun að vandanum.
Sjúkrasaga, skoðun, blóðrann-
sóknir og myndgreining eru allt
atriði sem koma að greiningu
vandans, þá getur verið þörf á að
gera ástungu á lið og skoða vökva
eða vefjasýni. Bólgusjúkdómunum
fylgir iðulega, en þó ekki alltaf,
breytingar í svokölluðum gigtar-
blóðprófum á meðan slitgigtin er
almennt betur sýnileg í myndgrein-
ingu og sýnir ekki mikið í blóði.
Þegar komin er niðurstaða í
vanda sjúklingsins er hægt að beita
markvissri meðferð, hvort heldur
sem er í formi verkjastillingar,
sjúkraþjálfunar, bólgueyðandi lyfja,
eða jafnvel, í tilfelli sumra bólgu-
gigtarsjúkdóma, líftæknilyfjum
sem geta verið verulega virk þegar
um slíka sjúkdóma er að ræða.
Hvað varðar slitgigt er almennt
mælt með hreyfingu, og þá frekar
þeirri tegund þar sem ekki verða
mikil högg á liðina samanber
sund og hjólreiðar. Mikilvægt er
að halda kjörþyngd til að draga úr
álagi og viðhalda liðleika. Margir
nota heita og kalda bakstra, nálar-
stungur, streitulosun og þannig
mætti lengi telja. Bætiefni, sem eru
talin brjóskuppbyggjandi og bólgu-
eyðandi, hákarlalýsi, ómega-3 olíur,
brúnþörungur og ýmislegt fleira er í
þessari umræðu og hjálpar sumum.
Mikilvægast er að fá rétta grein-
ingu sem aftur leiðir af sér með-
ferðarnálgun sem ætti að styðja
sjúklinginn með þeim hætti að
draga úr einkennum hans burtséð
frá orsök vandans.
Liðbólgur og verkir
Hver kannast ekki við það að finna aðeins til, vera svolítið stirður og upplifa að ekki sé
jafn mikill hreyfanleiki í kerfinu og þá sérstaklega í liðunum eins og maður á að venjast?
Mikilvægast er að fá rétta greiningu sem aftur leiðir af sér meðferðarnálgun sem ætti að draga úr einkennum sjúklings burtséð frá orsök vandans.
Það finna margir fyrir hjartanu í sér ef það er ekki að slá í takt, þó alls ekki allir. Sumar þess-
ara takttruf lana eru býsna mein-
lausar, en aðrar geta beinlínis verið
lífshættulegar. Einn vandi sem er
býsna algengur er þegar hjartað
tekur feilspor, það er mun algengara
en við kannski gerum okkur grein
fyrir. Nokkrar tegundir vandamála
eru þekktar í þessum fræðum og
skapa mismunandi einkenni.
Ein algengasta takttruflun hjart-
ans er þegar við fáum svokölluð
aukaslög. Til útskýringar þá slær
hjartað í hvíld hjá fullorðnum ein-
staklingi 50-70 sinnum á mínútu
og dælir blóði um líkamann með
reglulegum hætti.
Við finnum eiginlega ekki fyrir
þessu almennt og jafnvel finnum
við ekkert fyrir einu og einu auka-
slagi. En þegar slíkt gerist tekur
hjartað samt smá kipp ef lýsa má
svo og slær feilpúst. Sumir upplifa
aukaslög sem högg í brjóstkassann,
andköf eða fá smá hósta, aðrir finna
hreinlega ekki neitt.
Álag ein möguleg skýring
Ástæður aukaslaga geta verið fjöl-
margar, allt frá því að vera án skýr-
ingar að því að vera vegna álags,
svefnleysis, of mikillar koffein-
neyslu og svo mætti lengi telja. Stök
aukaslög eru iðulega meinlaus, ef
þau koma reglulega og eru f leiri í
röð þarf að skoða það betur og í til-
felli þess þegar aukaslög raða sér
upp þrjú eða fjögur í röð án þess
að eðlileg slög komi á milli getur
ástand verið jafnvel hættulegt.
Aðrar takttruflanir sem eru lík-
legar til að gefa einkenni eru hrað-
sláttur þar sem hjartað slær ótt
og títt annaðhvort reglulega eða
óreglulega og skapar viðkomandi
einstaklingi svima, mæði eða and-
nauð og jafnvel brjóstverki. Þá eru
til truf lanir sem hafa þau
áhrif að leiðnikerfi hjart-
ans virkar ekki sem
skyldi og kemur fram
til dæmis sem hæga-
taktur eða pásur. Þeir
einstaklingar kvarta
oft um þrekleysi, mæði
og úthaldsleysi eða jafnvel
svima og yfirlið.
Allt eru þetta atriði sem er
mikilvægt að greina á milli þar
sem ástæður, meðferð og nálgun
eru býsna ólíkar.
Hjartalínurit marktækast
Best og réttast er að greina takt-
truf lanir með því að taka hjarta-
línurit, annað er lítið marktækt, þó
reynsla lækna geti sagt til um með
skoðun og þreifingu á púls hvaða
ástand sé mögulega undirliggj-
andi. Stundum
standa truf l-
a n i r þ a ð
stutt yfir að
það næst
ekki línurit
og getur þá
verið vanda-
samt að fá fram
rétta greiningu.
Langtímalínurit eða
svokölluð Holter-rann-
sókn er algeng leið en eins
getur reynst mögulegt að fá
fram breytingar með því að senda
einstakling í hjartaálagspróf.
Það er þó alls ekki algilt og í
sumum tilvikum þarf að gera rann-
sóknir með myndgreiningu, ómun,
lyfjum eða í þræðingu.
Þegar rétt greining liggur fyrir
getur lausnin verið að gefa lyf,
forðast útleysandi ástæður og
lífsstílsnálgun. Í f lóknari og sér-
tækari tilfellum getur þurft að
stuða hjartað úr takti, þræða og
eiga við kransæðasjúkdóma eða
gera brennsluaðgerð ef um er að
ræða aukaleiðnibraut eða truflun í
grunnstarfsemi hjartans. Setja inn
gangráð ef hjartað slær ekki reglu-
bundið og þá einnig að nota blöndu
af lyfjum, þar með talið blóðþynn-
andi lyf til að draga úr hættu á blóð-
tappamyndun.
Það er því að mörgu að huga en
ljóst er að ef þú ert ekki í reglulegum
takti eða finnur fyrir truflunum á
hjartslætti ættirðu að leita læknis.
Hjartsláttartruflanir
Þitt BMI
Teitur
Guðmundsson
læknir
9 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R34 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð