Fréttablaðið - 09.05.2020, Blaðsíða 8
VR óskar eftir
tilboðum fyrir félagsmenn
Virðing
Réttlæti
VR óskar eftir samstarfi við ferðaþjónustuaðila sem hafa
áhuga á að veita félagsmönnum VR tilboð eða afslætti fyrir
sumarið 2020.
Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is fyrir 1. júní 2020.
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja:
– Merki eða mynd til birtingar á vef VR
– Stutt lýsing
– Tengill á vefsíðu
– Gildistími tilboðs
Tilboð verða birt á vef VR – vr.is/tilbod
VR KRINGLUNNI 7 103 REYKJAVÍK SÍMI 510 1700 WWW.VR.IS
STEYPUBLANDA
afsláttur
25%
Steypa
í poka
Fæst í múrverslun BM Vallá, Breiðhöfða 3
og hjá helstu endursöluaðilum.
Stöndum vörð um íslenska framleiðslu.
Þarf bara
að bæta
við vatni
Ný steypublanda með möl í sem auðveldar alla verkframkvæmd.
VELJUM ÍSLENSKT
Steypublanda hentar fyrir ýmis smærri verk:
• Til að steypa í hólka
• Til að steypa meðfram hellum
• Til viðgerða á veggjum, köntum,
þrepum, stéttum o.fl.
• Fyrir undirstöður undir palla
• Má nota í mót fyrir kanta, smáveggi og slíkt
• Og margt fleira
Steypublandan kemur í rykfríum pokum og steypustyrkur er C-30.
Við seljum einnig blikkhólka í verslun okkar á góðu verði.
COVID-19 „Við erum að reyna að
standa með því fólki sem þarf þessa
neyðaraðstoð til framfærslu, sam-
eiginlegt markmið velferðarráðs er
að koma í veg fyrir að börn búi við
sára fátækt og þessi tillaga um ein-
greiðslu er liður í því,“ segir Heiða
Björg Hilmisdóttir, formaður vel-
ferðarráðs Reykjavíkur. Á fundi
velferðarsviðs í vikunni voru sam-
þykktar tillögur um eingreiðslur og
tilslakanir á reglum um fjárhagsað-
stoð frá Reykjavíkurborg vegna
COVID-19.
Tillögurnar fela meðal annars
í sér eingreiðslu til forsjáraðila
sem hlotið hafa fjárhagsaðstoð
frá borginni í janúar, febrúar og
mars. Greiðslan nemur 20 þúsund
krónum með hverju barni sem
er með skráð lögheimili hjá for-
sjáraðila. Í svari við fyrirspurn
Fréttablaðsins til velferðarsviðs
segir Regína Ástvaldsdóttir sviðs-
stjóri að eingreiðslan muni skipta
barnafólk verulegu máli. „Margir
foreldrar hafa talað um að það hafi
verið dýrara að halda heimili með
börn að undanförnu þar sem þau
séu meira heima,“ segir hún.
Tillögurnar sem samþykktar
voru á fundi í velferðarráði fara til
staðfestingar í borgarráði og taka
ekki gildi fyrr en eftir samþykkt
þar. Fari svo að þær verði samþykkt-
ar má gera ráð fyrir að kostnaður
við tillögurnar verði á bilinu 20 -25
milljónir króna á þriggja mánaða
tímabili. Þá er gert ráð fyrir að sam-
þykktin verði afturvirk til 1. maí og
gildi til 30. júní.
Um er að ræða greiðslu með 481
barni á aldrinum 0-17 ára. 306 eru
börn einstæðra mæðra, 23 börn ein-
stæðra feðra og 152 eru börn hjóna
eða sambúðarfólks. Beinn kostn-
aður við þann lið tillögunnar er 9,6
milljónir króna.
Þá er einnig lagt til að fallið verði
frá kröfu um að þeir einstaklingar
sem séu án bótaréttar skili inn
staðfestingu á virkri atvinnuleit og
tekjuviðmið verði hækkað tíma-
bundið, það er að tekjur fyrri mán-
aðar, allt að 300 þúsund krónum,
dragist ekki frá fjárhæð fjárhagsað-
stoðar í fyrsta umsóknarmánuði.
Regína segir úrræðið skipta sköp-
um fyrir töluvert stóran hóp fólks.
„Við erum yfirleitt með á bilinu 50
til 80 manns á mánuði sem koma
nýir inn og fá annaðhvort höfnun
á fjárhagsaðstoð eða skerðingu
vegna tekna fyrri mánaðar, ef þær
fara yfir 207 þúsund sem hefur verið
viðmiðið en verður nú 300 þúsund,“
segir hún.
Einnig var samþykkt tillaga um
að umsækjandi um fjárhagsað-
stoð sem er í hjónabandi og maki
hans staddur erlendis, fái greidda
fulla fjárhagsaðstoð í tvo mánuði
samkvæmt einstaklingskvarða en
ekki fjárhæð sem nemur hálfum
hjónakvarða líkt og reglur segja til
um. Um tíu hjón eru í þeirri stöðu
nú að maki sé fastur erlendis vegna
COVID-19, tillagan mun ná til þess
hóps.
Aukning hefur verið í f jölda
þeirra sem hljóta fjárhagsaðstoð
frá borginni það sem af er ári og
segir Regína að búast megi við enn
meiri aukningu í maí og júní vegna
COVID-19. Séu fyrstu þrír mánuðir
ársins bornir saman við sama tíma
árið áður má greina aukningu á
bilinu 11-15 prósent.
Meðalfjöldi þeirra sem hlutu
mánaðarlegan framfærslustyrk frá
borginni árið 2019 var 1.053 ein-
staklingar og í upphaflegri áætlun
fyrir árið 2020 var gert ráð fyrir að
fjöldinn færi upp um 23 einstakl-
inga. Með nýjum sviðsmyndum þar
sem áhrif COVID-19 hafa verið sett
inn má áætla að fjöldinn geti farið
upp í 1.450 einstaklinga að meðal-
tali á þessu ári.
birnadrofn@frettabladid.is
Vilja slaka á
reglunum um
fjárhagsaðstoð
Tillaga um eingreiðslur og tilslakanir á reglum um
fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg vegna COVID-
19 voru samþykktar í vikunni. Tillögurnar fela í
meðal annars sér eingreiðslu til forsjáraðila sem
fengið hafa fjárhagsaðstoð frá borginni.
Aukning hefur verið í beiðnum um fjárhagaðstoð. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
Markmið velferðar-
ráðs er að koma í
veg fyrir að börn búi við
sára fátækt.
Heiða Björg Hilmisdóttir
Save the Children á Íslandi
9 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8