Fréttablaðið - 09.05.2020, Side 4

Fréttablaðið - 09.05.2020, Side 4
Við erum að vinna í því að fá leyfi að flytja vörur til Kína. Gunnar Már Sigurfinnsson, fram- kvæmdastjóri Icelandair Cargo ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 FÁRÁNLEGA LÁGT VERÐ Á NÝJUM DEKKJUM! Við bjóðum upp á takmarkað magn af hjólbörðum fyrir fólksbíla, minni jeppa, stærri jeppa og pallbíla. Ný og ónotuð dekk á ótrúlegu lágu verði. Uppgefið verð er heill umgangur eða 4 DEKK MEÐ VSK. Þekkt merki í boði s.s.: Michelin, Goodyear, Pirelli, Bridgestone, Firestone, Continental, Kumho og Falken. Hér fyrir neðan má sjá dæmi um hvaða dekk og stærðir eru í boði: 195/55R16 - 4 stk. sumardekk - 49.000 kr. 225/55R18 - 4 stk. sumardekk - 59.000 kr. 225/60R17 - 4 stk. sumardekk - 59.000 kr. 225/70R17 - 4 stk. sumardekk - 59.000 kr. 225/55R18 - 4 stk. sumardekk - 59.000 kr. 215/60R17 - 4 stk. sumardekk - 49.000 kr. 265/60R18 - 4 stk. sumardekk - 80.000 kr. 265/50R20 - 4 stk. sumardekk - 99.000 kr. 275/70R18 - 4 stk. sumardekk - 69.000 kr. 285/60R20 - 4 stk. sumardekk - 99.000 kr. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ISBAND.IS, DEKK@ISBAND.IS OG Í SÍMA 620-2321 FYRSTIR KOMA - FYRSTIR FÁ DÓMSMÁL Formaður Dómara- félagsins lýsir áhyggjum af nýsam- þykktum breytingum á réttar- farslöggjöfinni. Breytingar sem allsherjarnefnd hafi gert á frum- varpi dómsmálaráðherra um tíma- bundin ákvæði vegna heimsfarald- ursins skapi vandamál gagnvart reglu 70. gr. stjórnarskrárinnar um opinbera meðferð dómsmála. Í frumvarpinu var lagt til að dóm- ari geti ákveðið fram til 1. október 2020 að aðalmeðferð og önnur þinghöld; skýrslugjöf sakbornings, ákærða og vitna, fari fram í gegnum fjarfundabúnað, enda verði þing- haldi háttað þannig að allir heyri þau orðaskipti sem fara fram. Allsherjar- og menntamálanefnd fékk málið til meðferðar 20. apríl og afgreiddi það úr nefnd viku síðar með þeirri breytingu að aðeins viðkomandi aðilar heyri orðaskipti sem fram fari. „Ákvæði stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu gera ráð fyrir að dómþing séu háð í heyr- anda hljóði og að allir geti fylgst með því sem vilja,“ segir Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdóm- ari og formaður Dómarafélagsins. Reglunni sé ætlað að vernda aðila dómsmála og auka traust til dóm- stólanna. „Almenn regla sem úti- lokar almenning frá því að fylgjast með því sem fram fer í þinghaldi, sem að jafnaði er opið í dómsal, skapar vandamál gagnvart þessari meginreglu stjórnarskrárinnar,“ segir Kjartan en lætur þess getið að á reglunni um opið þinghald séu eðlilegar undantekningar eins og í forsjár- og kynferðisbrotamálum. „Ég tel vel hugsanlegt að margir dómarar muni ekki treysta sér til að hafa aðalmeðferð í málum sem ann- ars á að vera opin í gegnum lokaðan fjarfund þar sem engir aðrir en lög- menn og aðilar geti fylgst með.“ Aðspurður segir Kjartan að ekki hafi verið haft samráð við Dómarafélagið um breytingarnar sem Alþingi gerði á frumvarp- inu. Hvorki hafi verið óskað eftir umsögn félagsins né það boðað á fund nefndarinnar. Athygli veki einnig að ekki hafi verið af lað umsagnar Blaðamannafélagsins, enda hafi breytingin áhrif á aðgang fjölmiðla að meðferð dómsmála. „Í upphaf legu frumvarpi dóms- málaráðherra, sem samið var í samráði við réttarfarsnefnd og Dómstólasýsluna, var fundin yfir- veguð bráðabirgðalausn á brýnum vanda,“ segir Kjartan Bjarni. Hann segir afar óheppilegt að breyt- ingar á réttarfarslöggjöfinni séu gerðar í f ljótræði, enda geti slíkar breytingar skaðað verulega hags- muni einstaklinga og fyrirtækja sem þurfa að treysta á dómskerfið. Hann bindur þó vonir við að rýmri tími gefist til að finna lausnir, blossi COVID-faraldurinn aftur upp í haust. Í vikunni tók Hæstiréttur Banda- ríkjanna upp þá nýbreytni að senda út beina hljóðútsendingu frá málf lutningi við réttinn, sem fram fer í gegnum fjarfundabúnað. Aðspurður segir Kjartan Bjarni að í núgildandi lögum sé bannað að streyma hljóði og mynd en dómari geti veitt undanþágu frá því banni við öllu framangreindu standi sér- staklega á. Í nefndaráliti allsherjarnefndar er ekki skýrt hvers vegna breyt- ingin var gerð en fram kemur að töluvert hafi verið rætt um umrædd ákvæði í nefndinni, einkum um persónuvernd við notkun fjar- fundabúnaðar. Vísað er í minnis- blað Persónuverndar þar sem fram kemur að lög um persónuvernd gildi ekki um dómstóla þegar þeir fari með dómsvald en að notkun f jarfundabúnaðar við meðferð dómsmála sé á mörkum þess að teljast til framkvæmdar dómsvalds. Kjartan Bjarni furðar sig á þess- ari túlkun Persónuverndar. „Aðal- meðferð dómsmála og athafnir sem fara samkvæmt lögum aðeins fram undir forræði dómara í dóm- sal eru þungamiðja í framkvæmd dómsvalds. Sjálfstæði dómstóla er verndað bæði í 70. gr. stjórnar- skrár og Mannréttindasáttmála Evrópu. Þröng túlkun á hvað felst í dómsvaldi myndi leiða til þess að Persónuvernd, sem starfar ekki undir þeim kröfum sem gerðar eru til dómstóla um hlutleysi og rétt- láta málsmeðferð, gæti hlutast til um beitingu dómsvalds og hvort málsmeðferð fyrir dómstólum sé opinber. Það gengur ekki upp, út frá grunnreglum stjórnarskrár og mannréttindasáttmálans um sjálf- stæði dómstóla og réttláta máls- meðferð, að opinber stofnun á borð við Persónuvernd geti sett skorður við því hvernig dómstólar fara með stjórnarskrárbundna ábyrgð sína,“ segir Kjartan Bjarni. Aðspurð segir Björg Thorarensen, prófessor og formaður stjórnar Per- sónuverndar, að ekki fari á milli mála að stjórn aðalmeðferðar mála teljist til framkvæmdar dómsvalds. Hún hafi ekki haft tök á að kynna sér málið en þótt umsagnir stofnun- arinnar séu oftast kynntar stjórn- inni hafi þetta mál verið unnið í miklum f lýti. Um breytingu alls- herjarnefndar segir Björg að tryggja verði að skilyrði um opinbera máls- meðferð sé uppfyllt. Breytingunni hljóti að vera ætlað að koma í veg fyrir rafræna útsendingu. adalheidur@frettabladid.is Breyting samræmist illa stjórnarskrá Formaður Dómarafélagsins telur að dómarar muni ekki treysta sér til að beita nýjum, tímabundnum ákvæðum um meðferð dómsmála. Breyting nefndar á frumvarpi ráðherra skapi vandamál vegna ákvæðis í stjórnarskrá um opinbera málsmeðferð. Meðferð dómsmála á að vera opinber og aðeins í undantekningartilvikum er þinghaldi lokað. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIÐSKIPTI „Við erum að vinna í því að fá leyfi til að flytja vörur frá Íslandi til Kína, það er draumamód- elið ef það gengur allt upp,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, fram- kvæmdastjóri Icelandair Cargo. Að undanförnu hefur Icelandair Cargo f logið daglega beint frá Íslandi til Sjanghæ í Kína og f lutt þaðan lækningavörur til München í Þýskalandi samkvæmt samningi við flutningafyrirtækið DB Schenk- er. Þegar vörunum hefur verið skil- að til München er f logið með tóma vél aftur til Íslands þar sem skipt er um áhafnir og flogið síðan beint til Sjanghæ á ný – með tóma vél og ætl- unin er að breyta því. Gunnar segir að nú sé unnið að því með atbeina utanríkisþjónust- unnar og kínverska sendiráðsins hér að fá nauðsynleg leyfi í Kína til að f lytja vörur beint frá Íslandi til Kína og nýta þannig flugið þangað. Þá sé rætt um f lutning á ferskum fiski, fyrst og fremst eldislaxi. Flugið myndi að hans sögn auka markaðsmöguleika Íslendinga í Kína verulega. „Þetta eru ferskar vörur og gæðin verða miklu meiri vegna þess að f lutningstíminn styttist úr nokkr- um dögum í þrettán klukkustund- ir,“ útskýrir Gunnar sem kveður framleiðendur hér spennta. „Þeir vilja auðvitað nýta sér þetta og við viljum auðvitað að þeir fái tækifæri til þess.“ Gunnar kveðst bjartsýnn á að leyfin fáist í næstu viku. „Það sem er spennandi í þessu er að það er verið að búa til tekjur fyrir vélar sem ann- ars stæðu á jörðinni.“ – gar Icelandair vill fljúga daglega með ferskan fisk beint til Sjanghæ Sex flugmenn, fjórir hlaðmenn og tveir flugvirkjar eru í hverju Sjanghæ flugi. MYND/ICELANDAIR Ákvæði stjórnar- skrárinnar og Mannréttindasáttmálans gera ráð fyrir að dómþing séu háð í heyr- anda hljóði. Kjartan Bjarni Björgvinsson, for- maður Dómara- félagsins CARGO 9 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.