Fréttablaðið - 09.05.2020, Side 36
Garðabær auglýsir laust til umsóknar starf leikskólastjóra við leikskólann Hæðarból í
Garðabæ. Í leikskólanum dvelja 53 börn á aldrinum frá 1 árs til 5 ára. Leikskólinn er þriggja
deilda og vinnur samkvæmt áherslum Uppeldis til ábyrgðar (e: restitution) þar sem lögð er
áhersla á jákvæð samskipti, uppbyggilega orðræðu og ábyrgð einstaklingsins á eigin hegðun.
Leikskólinn hefur verið framsækinn í vinnslu fjölbreyttra þróunarverkefna. Einkunnarorð
leikskólans eru: Leikur, gleði, nám.
Leitað er að leikskólastjóra til að leiða skólastarfið í samvinnu við starfsfólk, foreldra og
börn. Leikskólastjóri tekur einnig þátt í að móta skólasamfélag Garðabæjar með uppbyggi-
legum og framsýnum hætti í samvinnu við fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar.
Helstu verkefni:
• Að vera faglegur leiðtogi
• Að bera faglega og rekstrarlega ábyrgð á starfi leikskólans, stjórna daglegri starfsemi
hans og hafa forgöngu um mótun og framgang stefnu leikskólans
• Að vinna náið með starfsfólki að því að skapa frjótt námsumhverfi þar sem vellíðan er
tryggð og styrkleikar hvers og eins fái notið sín
Menntunar og hæfniskröfur:
• Leikskólakennaramenntun
• Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi æskileg
• Reynsla af stjórnun og rekstri
• Áhugi og reynsla í að leiða þróunarstarf
• Góðir skipulagshæfileikar og vilji til að leita nýrra leiða í skólastarfi
• Sveigjanleiki og framsýni
• Hæfni í samskiptum
Umsókninni skal fylgja greinargóð ferilskrá um störf umsækjanda og menntun ásamt
reynslu hans sem stjórnanda og þeim verkefnum sem hann hefur unnið að og lýsa færni
hans til að sinna starfi leikskólastjóra. Umsækjandi þarf einnig að skila greinargerð með
hugmyndum sínum um starfið og hvernig hann sér Hæðarból þróast í skólasamfélagi
Garðabæjar undir sinni stjórn.
Staðan er laus frá 1. ágúst 2020.
Umsóknarfrestur er til og með 28. maí 2020.
Nánari upplýsingar um starfið veita Halldóra Pétursdóttir leikskólafulltrúi, netfang
halldorapet@gardabaer.is eða í síma 525 8500 og Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður
fræðslu- og menningarsviðs, netfang eirikurbjorn@gardabaer.is eða í síma 525 8500.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags
stjórnenda í leikskólum.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Nánari upplýsingar má finna á ráðningarvef Garðabæjar https://starf.gardabaer.is
gardabaer.is
LEIKSKÓLASTJÓRI
ÓSKAST Á HÆÐARBÓL
Í GARÐABÆ
Kælismiðjan Frost ehf. óskar eftir að
ráða tæknifræðing / verkfræðing af
orkusviði til starfa.
• Krafa er að viðkomandi sé véltæknifræðingur /
verkfræðingur af orkusviði.
• Hafi góða færni í notkun Autodesk Inventor og Autocad.
• Hafi góða færni í mannlegum samskiptum.
• Hafi góða færni í ensku.
• Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Kælismiðjan Frost ehf. er með höfuðstöðvar á Akureyri
og starfsstöð í Garðabæ, hjá fyrirtækinu starfa u.þ.b. 60
starfsmenn.
Frost fæst aðallega við hönnun og uppsetningu á frysti og
kælikerfum til iðnaðarnota, bæði land og skipakerfa, auk
þess að sinna viðhaldi slíkra kerfa.
Íslensk og erlend sjávarútvegsfyrirtæki eru helstu
viðskiptavinir Frosts.
Undanfarin ár hefur yfir helmingur af veltu fyrirtækisins
verið vegna verkefna erlendis.
Áhugasamir vinsamlega sendið ferilskrá og aðrar
upplýsingar á gunnar@frost.is
Kennarastöður við
Menntaskólann í Reykjavík
Lausar eru til umsóknar kennarastöður í eftirtöldum
námsgreinum:
• stærðfræði
• íslensku
• sögu
Hæfni- og menntunarkröfur:
• háskólapróf í kennslugrein eða skyldum greinum
• leyfisbréf (sbr.lög nr. 95/2019)
• kennslureynsla á framhaldsskólastigi
• góð samskipta- og skipulagshæfni
• áhugi á að starfa í öflugu skólasamfélagi
Launakjör eru samkvæmt stofnanasamningi skólans við
Kennarasamband Íslands.
Umsóknarfrestur er til og með 18. maí 2020.
Umsóknum skal skilað inn á Starfatorg
(www.starfatorg.is) og þar eru nánari upplýsingar.
Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störf
hjá MR.
Rektor
Umsjónarmaður fasteigna
Menntaskólans í Reykjavík
Laus er til umsóknar staða umsjónarmanns fasteigna við Menntaskólann í Reykjavík. Staðan er laus
frá og með 1. janúar 2020. Um er að ræða 100% starf.
Umsókninni skal fylgja yfirlit yfir nám og fyrri störf auk meðmæla.
Hæfni- og menntunarkröfur:
Lipurð, þjónustulund og stundvísi
Að geta brugðist við og tekið að sér minniháttar viðhald
Þekking á hússtjórnarkerfum/loftræstikerfum/tæknikerfum
Þekking á öryggismálum og eldvörnum
Að geta brugðist við og tekið að sér minniháttar viðhald
Íslensku- og enskukunnátta
Tölvukunnátta sem hæfir starfinu
Iðnmenntun er æskileg
Menntaskólinn í Reykjavík er elsta menntastofnun landsins og hefur yfir að ráða nokkrum byggingum
og eru nokkrar þeirra undir Minjavernd. Lóð skólans afmarkast af Lækjargötu, Amtmannsstíg,
Þingholtsstræti og Bókhlöðustíg.
Starfið er fjölbreytt og líflegt. Starfsmenn eru tæplega 80 og nemendafjöldi er 700.
Launakjör eru samkvæmt stofnanasamningi skólans við SFR.
Umsóknarfrestur er til og með 20. desember 2019. Umsóknum skal skilað inn á Starfatorg
(www.starfatorg.is). Nánari upplýsingar um starfið veitir Elísabet Siemsen rektor í síma 545 1900 eða
í netfangið: rektor@mr.is og Einar Hreinsson konrektor í síma 545 1900 eða í netfangið: einar@mr.is.
Við hvetjum konur jafnt sem k rla til að sækja um starfið.
Athygli umsækjenda skal vakin á því að samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 er ekki
heimilt að ráða einstakling til starfa sem hlotið hefur dóm fyrir brot á XXII.kafla almennra
hegningarlaga og því er beðið um sakavottorð áður en af ráðningu getur orðið.
Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is
RÁÐNINGAR
RÁÐGJÖF
RANNSÓKNIR
4 ATVINNUAUGLÝSINGAR 9 . M A Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R