Fréttablaðið - 09.05.2020, Síða 40
Smiðir óskast
Við óskum eir starfsmönnum við smíði og
frágang á innréttingum í báta sem fyrirtækið
framleiðir.
Viðkomandi þarf að hafa reynslu af sambærilegum
störfum og geta unnið sjálfstætt.
Legg jum áherslu á nákvæmni og snyrtimennsku.
Sveinspróf er æskilegt en þó ekki skilyrði fyrir ráðningu.
Öllum umsóknum verður svarað og fullum trúnaði heitið.
Umsóknir og fyrirspurnir skulu sendar á netfangið: atvinna@trear.is
ÓSEYRARBRAUT 29 • 220 HAFNARFIRÐI
SÍMI: 550 0100 • FAX: 550 0120
CLEOPATRA@TREFJAR.IS • WWW.TREFJAR.IS
FRÆÐSLUSTJÓRI Á
SKRIFSTOFU ALÞINGIS
Skrifstofa Alþingis leitar að kröftugum fræðslustjóra
til starfa á rannsókna- og upplýsingaskrifstofu en þar
starfa átta sérfræðingar. Starf fræðslustjórans felst
einkum í að móta fjölbreytta kynningu og fræðslu
um starfsemi Alþingis fyrir alla aldurshópa með
áherslu á leik-, grunn- og framhaldsskólanema. Um
er að ræða nýtt og spennandi starf í fjölbreyttu og
lifandi starfsumhverfi á skrifstofu Alþingis.
• Skipulagning og mótun fræðslustarfs fyrir Alþingi.
• Umsjón með starfsemi Skólaþings.
• Móttaka skólahópa og annarra gesta.
• Gerð fræðslu- og kynningarefnis um Alþingi.
• Umsjón með hönnunar- og útgáfuvinnu.
• Upplýsingagjöf og fræðsla til almennings.
• Önnur verkefni sem fræðslustjóra er falið að vinna.
• Háskólapróf í uppeldis- og menntunarfræðum eða
annað háskólapróf sem nýtist í starfi.
• Marktæk reynsla af fræðslu- og kynningarstörfum.
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
• Sjálfstæð, nákvæm og öguð vinnubrögð.
• Skipulags- og samskiptahæfni.
• Framsýni og góð þekking á upplýsingatækni.
• Jákvæðni og sveigjanleiki.
• Reynsla af teymisvinnu er æskileg.
Helstu verkefni og ábyrgð
Hæfniskröfur
Nánari upplýsingar um starfið má finna á Starfatorgi
(starfatorg.is) og frekari upplýsingar um starfsemi
Alþingis og skrifstofu þingsins er að finna á vef
Alþingis (althingi.is).
Frekari upplýsingar um starfið
umsóknarfrestur er til og með 25.05.2020.
Sveitarfélagið Strandabyggð
auglýsir störf til umsóknar
Tómstundafulltrúi
Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir laust til umsóknar starf
tómstundafulltrúa. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt
starf fyrir skapandi og skipulagðan einstakling sem hefur unun
af samskiptum. Um 75% starf er að ræða.
Helstu verkefni
• Verkefnavinna og stefnumótun á sviði tómstunda-,
íþrótta- og menningarmála í Strandabyggð
• Samvinna með skólastjóra Grunn-, leik- og tónskóla
Hólmavíkur að málefnum á sviði menntunar og tómstunda
• Vinna með Tómstunda-, íþrótta og menningarnefnd
sveitarfélagsins
• Umsjón með starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Ozon og
ungmennahússins Fjóssins
• Umsjón með Ungmennaráði Strandabyggðar
• Umsjón með skipulögðu starfi eldri borgara í Strandabyggð
• Verkefnastjórnun við hátíðahöld og viðburði á vegum
Stranda byggðar
• Undirbúningur vegna vinnuskóla, menningardvalar og
sumarnámskeiða
• Stuðningur við félagastarf á sviði tómstunda, íþrótta og
menningar
• Sérstök nýsköpun og stuðningur við þá hópa sem hafa lítið
framboð við hæfi í Strandabyggð
• Samvinna við nágrannasveitarfélög og á landsvísu á sviði
tómstundamála
• Samstarf við íþróttafélög, starfsfólk íþróttamiðstöðvar og
félagasamtök á svæðinu
Æskileg menntun, færni og eiginleikar
• Háskólapróf á sviði tómstunda- og félagsmálafræði eða
skyldum greinum sem nýtast í starfi
• Skipulags- og stjórnunarfærni
• Reynsla af félagsstörfum með börnum og ungmennum
• Samskiptafærni og geta til að tjá sig í ræðu og riti
• Frumkvæði, jákvætt hugarfar og hugmyndaauðgi
• Er hvetjandi og góð fyrirmynd
Umsóknarfrestur er til 15. maí 2020. Umsóknum skal skilað á
skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3, eða á netfangið:
strandabyggd@strandabyggd.is
Allar frekari upplýsingar um starfið veitir Þorgeir Pálsson
sveitarstjóri, í síma 451-3510 eða 899-0020, eða á netfangið
thorgeir@strandabyggd.is
Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar
Sveitarfélagið Strandabyggð óskar eftir að ráða forstöðumann
Íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík. Ráðið er í starfið frá 1. júlí
n.k.
Við leitum að einstaklingi sem hefur leiðtogahæfni, er lipur í
mannlegum samskiptum og hefur brennandi áhuga á
uppbyggingu íþrótta- og lýðheilsustarfs í Strandabyggð.
Helstu verkefni:
• Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi, fjárhagsáætlunum
og rekstri íþróttamiðstöðvar
• Að hafa umsjón með viðhaldi og rekstri tækja og búnaðar
• Faglegri forystu og starfsmannastjórnun
• Að stuðla að framþróun íþróttamiðstöðvarinnar sem og
íþróttastarfs í sveitarfélaginu.
Gerðar eru kröfu um að viðkomandi:
• Uppfylli skilyrði sem fram koma í reglugerð nr. 814/2010 um
hollustuhætti á sund- og baðstöðum
• Búi yfir skipulags- og stjórnunarfærni
• Búi yfir góðri samskiptafærni og getu til að tjá sig í ræðu og
riti
• Hafi til að bera frumkvæði og styrk til ákvarðanatöku
• Sé í starfi sínu hvetjandi og góð fyrirmynd
Forstöðumaður er hluti af stjórnendateymi Strandabyggðar,
en í því eru forstöðumenn og sveitarstjóri. Starfinu fylgja því
töluverð samskipti við skrifstofu Strandabyggðar, tómstunda-
fulltrúa og aðrar stofnanir sveitarfélagsins, s.s. leik- og grunn-
skóla og áhaldahús. Auk þess íþróttafélög og önnur félaga-
samtök á svæðinu.
Umsóknarfrestur er til 15. maí 2020. Umsóknum skal skilað á
skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3, eða á netfangið:
strandabyggd@strandabyggd.is
Allar frekari upplýsingar um starfið veitir Eiríkur Valdimarsson,
sveitarstjórnarmaður og formaður Tómstunda-, íþrótta- og
menningarnefndar, á skrifstofu sveitarfélagsins, í síma 451-
3510 eða 866-3569, eða á netfangið eirikur@strandabyggd.is
Í Strandabyggð búa um 460 manns og er Hólmavík þéttbýlis-
staður sveitarfélagsins. Atvinnulíf í sveitarfélaginu er fjölbreytt
og skólastarf öflugt. Boðið er upp á leikskólapláss fyrir börn frá
9 mánaða aldri og auk grunnskóla fyrir börn frá 1.-10. bekk er á
staðnum dreifnámsbraut frá FNV fyrir nemendur á framhalds-
skólastigi. Öflugt tómstunda-, íþrótta- og menningarstarf er í
sveitarfélaginu, s.s. skíðafélag, tveir kórar fyrir fullorðna, tón-
listarskóli og áhugaleikfélag og hugað er að því að sem flestir
aldurshópar fái notið sín.
Malbikun
Loftorka Reykjavík ehf.
óskar eftir vönu fólki í malbikunarvinnu.
Umsóknir berist Loftorku Reykjavík ehf. á
netfangið fridrik@loftorka.com
Upplýsingar veitir Friðrik Jónsson í síma 8920525
Loftorka Reykjavík ehf.
Miðhrauni 10
210 Garðabæ
Sunnulækjarskóli
Við Sunnulækjarskóla á Selfossi eru lausar stöður
umsjónarkennara á yngsta- og miðstigi, stöður
stærðfræði- og íslenskukennara á elsta stigi og
staða kennara í hönnun og smíði frá og með
næsta hausti.
Í skólanum eru um 720 nemendur og þar er lögð áhersla á
sveigjanlega og fjölbreytta kennsluhætti, einstaklingsmiðað
nám, teymisvinnu kennara, ábyrgð nemenda og góða sam
vinnu allra sem að skólastarfinu koma. Laun og starfskjör eru
samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Sveitarfélaga og
Kennarasambands Íslands. Starfið hentar jafnt konum sem
körlum.
Leitað er að umsækjendum með kennsluréttindi og sérhæf
ingu á grunnskólastigi, góða íslenskukunnáttu, áhuga og
reynslu af teymiskennslu og góða samskiptahæfni.
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu skólans: http://www.
sunnulaekjarskoli.is og hjá skólastjóra í síma 4805400.
Umsóknarfrestur er til 18. maí 2020 en ráðið er í stöðurnar
frá 1. ágúst 2020.
Sækja þarf um stöðurnar á vef Sveitarfélagsins Árborgar,
http://starf.arborg.is.
Skólastjóri
Starf laust til umsóknar
Yfirmatráður – Deildarstjóri
skólamötuneytis
Skólamötuneyti Húsavíkur hefur starfsemi sína 1. ágúst
næst komandi. Mötuneyti leikskólans Grænuvalla og
mötuneyti Borgarhólsskóla verða þá sameinuð í eitt.
Yfirmatráður mun reka mötuneytið sem sérstaka deild
innan sveitarfélagsins og vera deildarstjóri hennar.
Eldað verður í vel útbúnu eldhúsi í Borgarhólsskóla.
Stöðugildi við mötuneytið verða samtals fjögur og eldað
verður daglega fyrir um 550 nemendur og starfsmenn
Borgarhólsskóla og Grænuvalla auk starfsmanna
stjórnsýsluhúss.
Starfslýsing
Fullt starf yfirmatráðs skólamötuneytis Húsavíkur er
laust til umsóknar. Laun eru samkvæmt kjarasamningi.
Leitað er að stjórnanda sem hefur metnað og býr
yfir hæfni til að skipuleggja öflugt og metnaðarfullt
skólamötuneyti í samvinnu við skólana, starfsfólk, for
eldra og nemendur. Leitað er eftir stjórnanda sem hefur
sterka og faglega sýn á starfsemi skólamötu neyta.
Yfirmatráður mun bera ábyrgð á fjárhagsáætlun og
rekstri, ráðningu annarra starfsmanna og mannahaldi,
matseðlagerð, pöntun hráefnis, eldamennsku, verkskip
ulagi og annarri starfsemi mötuneytisins.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Reynsla af stjórnun og/eða faglegri forystu í
mötuneytiseldhúsi er æskileg
• Forystuhæfileikar, mikil samskiptahæfni og góðir
skipulagshæfileikar
• Sveinspróf í matreiðslu eða matartækninám
• Reynsla af rekstri og fjárhagsáætlunargerð er kostur
Umsóknarfrestur er til og með 24. maí 2020.
Umsóknum skal skila á rafrænu formi til fræðslufulltrúa
Norðurþings á netfangið jon@nordurthing.is
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Norðurþings
að Ketilsbraut 79 á Húsavík í síma 464 6100 eða með
fyrirspurnum á netfangið nordurthing@nordurthing.is
Norðurþing er öflugt sveitarfélag sem einkennist af fjölbreyttu
mannlífi miklum og sköpunarkrafti manns og náttúru.