Fréttablaðið - 09.05.2020, Side 18
Gunnar
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is,
Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir
Aðeins er
verið að
benda á þá
staðreynd að
breyting hafi
orðið í mati
nefndarinnar
varðandi
þessa tvo
menn á
stuttum tíma.
Jón
Þórisson
jon@frettabladid.is
Stjórnskipan landsins hvílir á grundvallar-hugmyndinni um þrígreiningu ríkisvaldsins: Löggjafarvald, framkvæmdarvald og dóms-vald. Að jafnaði eru þeir fulltrúar sem fara með þessa þætti lýðræðislega valdir. Það á þó ekki við um dómsvaldið.
Árið 2010 varð sú breyting að í aðdraganda skip-
unar dómara skuli sérstök dómnefnd láta ráðherra
í té skriflega og rökstudda umsögn um dómaraefni
og taka afstöðu til þess hvaða umsækjandi, einn eða
fleiri, sé hæfastur til að hljóta starfið.
Þeim ráðherra sem fer með málaflokkinn, dóms-
málaráðherra, er óheimilt að skipa þann sem ekki
var talinn hæfastur af nefndinni. Sé hann ósammála
niðurstöðu hennar, getur hann leitað til Alþingis
innan tiltekinna tímamarka og borið undir það aðra
tillögu. Geri hann það ekki er ráðherrann bundinn af
niðurstöðu nefndarinnar.
Á þetta reyndi í aðdraganda þess að þáverandi
dómsmálaráðherra árið 2017 lagði til við Alþingi að
fimmtán menn hlytu skipun dómara við Landsrétt og
var sá listi frábrugðinn niðurstöðu nefndarinnar.
Nú bar það til í lok síðasta árs að auglýst var staða
hæstaréttardómara og sóttu þá átta menn um. Eftir að
hæfnisnefndin hafði fjallað um umsækjendur komst
hún að þeirri niðurstöðu að þrír þeirra stæðu jafnir
og hæfastir, ein kona og tveir karlar. Þá hafði ráðherra
frjálsar hendur um hver þeirra skyldi hljóta skipun og
skipaði konu í dómarasætið. Hinir tveir stóðu sem sagt
jafnfætis að mati nefndarinnar.
Enn á ný var nú eftir áramótin auglýst staða dómara
við Hæstarétt. Sækja þá um fimm menn og þar á
meðal báðir þeir sem nokkrum vikum áður voru
taldir jafnhæfir. Nú varð niðurstaðan hins vegar
önnur því þá kom í ljós að hæfnisnefndin taldi að
annar þeirra, Sigurður Tómas Magnússon, væri hæfari
en hinn, Davíð Þór Björgvinsson, hvorir tveggja dóm-
arar við Landsrétt.
Fréttablaðið hefur undanfarið fjallað um greiðslur
fyrir aukastörf til Davíðs Þórs, sem unnin voru að
hluta á meðan hann sat sem dómari í Landsrétti. Var
þar nokkuð vel í lagt. En efast er um að sú umfjöllun
hafi haft áhrif á niðurstöðu nefndarinnar.
Nú er ekki verið að taka upp hanskann fyrir þann
sem ekki var metinn hæfastur af nefndinni. Aðeins
er verið að benda á þá staðreynd að breyting hafi
orðið í mati nefndarinnar varðandi þessa tvo menn á
stuttum tíma.
Óhætt ætti að vera að ganga út frá því að Sigurður
Tómas hafi ekki tekið slíkum framförum á þessum
örfáu vikum að hann standi nú sjónarmun framar í
hæfni til að verða hæstaréttardómari. Og varla hefur
hæfni Davíðs Þórs hrakað svo á sama tíma að það
skýri þessa breytingu á fárra vikna tímabili.
Um skipan dómara við dómstóla landsins þarf að
ríkja sátt. Það fyrirkomulag sem nú er á þessu er ekki
til þess fallið. Að láta dómsmálaráðherranum einum
það eftir að velja og skipa dómara er ekki lausn á því.
Aukin aðkoma Alþingis við val á dómaraefni er
líkleg til að valda þeirri sátt. Kannski eru á þessu fleiri
lausnir.
Skipun dómara
Í gær var „Sigurdeginum í Evrópu“ fagnað hér í Bret-landi en 75 ár voru liðin frá því að samningur um uppgjöf Þjóðverja í heimsstyrjöldinni síðari var
undirritaður. Í ár stóð til að dagurinn yrði frídagur
og höfðu hátíðarhöld verið skipulögð um land allt.
En fyrir kaldhæðni örlaganna fögnuðu Bretar friði
og frelsi undan forræðishyggju fasismans í ríkisfyrir-
skipuðu stofufangelsi á kafi í stríðssamlíkingum.
„Tíminn er eins og vatnið …“ Myndmál er ekki aðeins
flúr sem listamenn flíka eins og páfuglar sperra upp
fjaðrir sínar. Myndhverfingar eru hagnýt leið til að
gera okkur skiljanleg: Borðfótur, nálarauga. En máttur
myndmálsins er meiri en virðist við fyrstu sýn.
Víða um heim hefur umræðan um COVID-19
faraldurinn einkennst af líkingamáli:
n Í mars brýndi Tedros Adhanom, forstjóri Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar, fyrir heims-
byggðinni mikilvægi þess að greina COVID-smit
með prófunum. Hann líkti kórónaveirunni við eld
og sagði: „Maður slekkur ekki eld með bundið fyrir
augun.“
n Ítalskur veirufræðingur greip til fótboltalíkingar er
hann hvatti til samstöðu gegn vírusnum í ítalska
ríkissjónvarpinu. „Það þarf ekki nema einn liðs-
mann til að eyðileggja fyrir öllum í ellefu manna
stjörnuliði.“ Algengast er þó að myndmálið tengist
hernaði. Við upphaf faraldursins hét Xi Jinping,
forseti Kína, því að Kínverjar myndu „vinna alþýðu-
stríðið“ gegn vírusnum. Enn keppast stjórnvöld um
heim allan við að lýsa faraldrinum sem stríði og
vírusnum sem óvini. Fæstir komast þó með tærnar
þar sem Bretar hafa hælana:
n Hvergi hafa fleiri látið lífið vegna COVID-19 í
Evrópu en í Bretlandi og eru þarlend stjórnvöld
nú sökuð um að hafa gripið of seint til aðgerða
vegna veirunnar. Framan af var fólk hvatt til að láta
sem ekkert væri og var rykið dustað af tveimur
lífseigum goðsögnum úr heimsstyrjöldinni síðari.
Óttaslegnum almenningi sem hamstraði klósett-
pappír var fyrirskipað að halda ró sinni – „keep
calm and carry on“ – og endurvekja „the blitz
spirit“, meinta samstöðu undir sprengjuregni Þjóð-
verja. Skilaboðin voru þó aldrei annað en innantóm
áróðursslagorð runnin undan rifjum breskra stjórn-
valda, tilraun til að lyfta móralnum á stríðstímum.
n Þegar hilla tók undir allsherjar sóttkví í Bretlandi
hóf Boris Johnson forsætisráðherra að kalla
ríkisstjórn sína „stríðsríkisstjórn“ í „bardaga“ við
„háskalegan óvin“.
n Andstæðingar hans létu ekki sitt eftir liggja. Þeir
sögðu aðgerðir stjórnvalda augljóslega allt of
harðar því ekki einu sinni í síðari heimsstyrjöldinni
hefði þurft að loka pöbbum eða krefjast tveggja
metra fjarlægðar milli manna.
Það er ekki að ástæðulausu sem stjórnmálafólk
grípur til myndmáls. Árið 2011 birtu tveir sálfræð-
ingar, Paul Thibodeau og Lera Boroditsky, niður-
stöður úr nýjustu rannsókn sinni. Þátttakendum
hafði verið fengin frétt um glæpaöldu í skáldaðri
borg. Tveimur útgáfum af fréttinni var dreift, annars
vegar frétt þar sem ástandinu var líkt við „villidýr sem
herjaði á borgina“ og hins vegar „vírus sem dreifðist
um borgina“. Þeir sem lásu fyrri fréttina töldu best
að leysa vandann með hörðum lögregluaðgerðum
og þungum refsingum; þeir sem lásu þá síðari lögðu
heldur til félagslegar umbætur.
Rannsóknir sýna að myndmál hefur áhrif á það
hvernig við skynjum raunveruleikann og hvernig
við bregðumst við aðstæðum. Á morgun mun Boris
Johnson kynna hvernig hann hyggst aflétta þeim
höftum sem nú ríkja í Bretlandi svo bjarga megi efna-
hag landsins. Skoðanakannanir sýna hins vegar að
almenningur vill ekki, öryggis síns vegna, að dregið sé
úr hömlunum strax. Þess er líklega ekki langt að bíða
að síður bresku blaðanna fylli myndhverfingar um
uppgjöf, liðhlaupa og landráðamenn.
Villidýr eða vírus
Erum með mikið úrval af allskonar
bílaverkfærum á frábæru verði!
ViAir 12V loftdælur
í miklu úvali.
Hleðslutæki
12V 6A
6T Búkkar
605mm Par
Jeppatjakkur
2.25t 52cm.
Omega
Viðgerðarkollur
4.995
9.999
17.995
7.495
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Verkfæralagerinn
9 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN