Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Síða 9

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Síða 9
þeirra. - Með því að líta á þau eins og annað fólk, í staðinn fyrir að segja: „Sjáðu vitleysinginn." - Hafa lyftur á fleiri stöðum. - Taka tillit til annarra sem eru fatlaðir í umferðinni, skólanum og bara alls staðar. 6) Af hverju valdirðu þetta verkefni? Dæmi um svör: Vegna þess að ég held að það sé mjög skemmtilegt að vinna með fötl- uðum bömum. Það getur líka kennt manni margt. - Af því ég hef áhuga á því máli og af því að frænka mín er fötluð. Egvil læraaðhjálpafötluðum. Frá samvinnunefnd Ö.B.Í og Þroskahjálpar Samvinnunefnd Öryrkjabandalags Islands og Landssamtakanna Þroska- hhjálpar hefur fundað nokkuð stíft í vetur enda í mörg hom að líta að því er snýr að samvinnu þessara tveggja sam- taka fatlaðra í landinu. Hér í blaðinu hefur áður verið sagt frá samvinnunni við fræðsluvarpið um myndaflokkinn „Haltur ríður hrossi", sem nú hefur runnið sitt skeið í sjón- varpinu. Gerður hefur verið góður rómur að þessum myndum og margir rætt um að sýna þyrfti þær á venju- legum dagskrártíma og hefur sam- vinnunefndin ákveðið að reyna að fá þvíframgengt. Hinn 3. febr. sl. kom forsætisráð- herra á fund samvinnunefndar sam- kvæmt beiðni hennar og vom honum afhentir minnispunktar er vörðuðu ýmis málefni fatlaðra sem ekki hafa enn litið dagsins ljós, þrátt fyrir að frétst hafi af undirbúningsvinnu í félagsmálaráðuney tinu. Þykir samtök- unum súrt í broti að hafa ekki verið kölluð neitt til ráðuneytis í þessu sam- bandi. Þá var kynnt fyrir forsætisráðherra það neyðarástand sem ríkir í vistun- armálum mikið fatlaðra einstaklinga, þ.e. þeirra sem þurfa á sambýlisvist að halda. Þessir einstaklingar búa margir hverjir í heimahúsum hjá öldruðum foreldrum, enn aðrir eru inni á stórum stofnunum en myndu bjargast full- komlega á sambýli með góðum stuðn- ingi. Fyrir nú utan það hve miklu heimilislegra er fyrir fólk að dvelja á smærri stöðum jafnvel þó deila megi um hvort sambýli skuli teljast stofn- anireðurei. Forsætisráðherra tók málaleitan samtakanna vel og gaf sér góðan tíma til þess að ræða málin og bað um áætlun samtakannaum þessi mál. Samvinnunefndin lét síðan vinna upp neyðaráætlun - hringt var í allar svæðisstjómir og þær beðnar að gefa upp fjölda þeirra sem væru í brýnustu þörfinni fyrir vistun á sambýli. Þær töl- ur sem fengust voru um 100 manns. Nokkrar umræður urðu um tölu þessa utan samtakanna og voru menn ekki á eitt sáttir um réttmæti hennar. Það breytti hins vegar ekki þeirri staðreynd að þetta fólk er í brýnni þörf og eru margir orðnir langþreyttir á hve hægt miðar þó ekki sé kastað rýrð á það sem þegarhefurveriðunnið. I framhaldi af fundinum með forsæt- isráðherra, komu á fund samvinnu- nefndar, þeir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og Öm Friðriksson, varaforseti ASÍ. Var kynnt fyrir þeim áðumefnd neyðaráætlun og þeir beðn- ir um að reyna að þoka málefnum fatl- aðra áfram í tengslum við kjarasamn- inga þá er nú fæm í hönd. Vom þeir félagar fræddir um margt í sambandi við málefni fatlaðra og tóku þeir vel málaleitan samtakanna ekki síst að í sínum umræðum gætu þeir komið að baráttu fatlaðra fyrir bættum kjörum, því hvað eru hagsmunasamtök fatlaðra annað en stéttarfélög þeirra fötluðu. Var það mál manna innan sam- vinnunefndarinnar að fundimir með þessum þremur stórveldum hefðu ver- iðafhinugóða. Þessi umræddu baráttumál voru síð- an kynnt bréflega fyrir fleiri aðilum, þ.ám. að sjálfsögðu félagsmálaráð- herra, sem er sá aðili sem málefni fatl- aðra snúa fyrst og fremst að. Formenn samtakanna gengu síðan á fund félagsmálaráðherra og kynntu og ræddu þessi mál. Sá fundur hefur sjálfsagt eytt ýmsum misskilningi, því í hita leiksins er stundum ýmislegt misskilið viljandi eða óviljandi. Þessum ágæta fundi með félagsmála- ráðherra lauk með því að hún bauð að hitta fulltrúa samtakanna á 2ja til 3ja mánaða fresti til skrafs og ráðagerða - Mér leist á það. - Ég fékk ekki að ráða. Allir hinir hópamir voru fullir. - Vegna þess að ég held að það sé þroskandi og mér finnst þetta spennandi. - Mig langaði að kynnast nýjum málefnum. og fagnar samvinnunefndin því mjög. Afram hefur verið unnið að félags- legu framkvæmdaáætluninni og hafa málefni fatlaðra m.a. verið kynnt í nokkrum grunnskólum borgarinnar og hafa bömin verið mjög áhugasöm og spurt mikið. Nokkuð er misjafnt eftir skólum hve vel upplýstir nemendur em um málefni fatlaðra almennt. Þeim tíma sem varið er til slíkrar kynningar er ábyggilega ekki á glæ kastað. Þá er undirbúningur hafinn að sumamám- skeiðum en það sýndi sig í fyrra, að ekki nærri allir fatlaðir sem höfðu löngun til að sækja tómstundastarf að sumrinu, komust að hjá t.d. Reykja- víkurborg. Til stendur að styrkja söng- og leik- listarstarf. Vonandi getum við sagt meira frá þessu síðar. Þá hafa verið haldnir kynningar- fundir úti á landi á Selfossi, Vest- mannaeyjum, Keflavík og Höfn í Homafirði. A þessum stöðum hafa verið stofnaðir starfshópar. Væntanlega verður fundur á Akur- eyri síðast í maímánuði. Hita og þunga þessa starfs hefur okkar ágæti stýrimaður, Helgi Hróð- marsson borið, og er þar sannarlega réttur maður á réttum stað. Hér hefur verið stiklað á stóru um það starf sem samvinnunefndin hefur unnið og haft afskipti af. Ekki mun þetta vera tæmandi listi, því svo mörg mál ber alltaf á góma á fundum hennar. Hins vegar er reynt, að einbeita sér að ákveðnum málum og þoka þeim vel áfram en ekki hræra í öllu í einu og ljúkaengu. Sú samvinna sem fer fram milli samtakanna er af hinu góða. Hún opnar ekki aðeins leiðir til að berjast saman fyrir bættum hag fatlaðra í landinu, heldur þjappar fólki saman persónulega þannig að ein heild myndast - heild af fólki sem hefur samkennd, sem vill hvert öðru vel og ber hag hvers annars og skjólstæðinga sinna fyrir brjósti og reynir að hafa það hugfast að manngildið er ofar öllu. Asgerður Ingimarsdóttir. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 9

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.