Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Blaðsíða 14

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Blaðsíða 14
Merk ráðstefna Félags heyrnarlausra af fyrri sögu og framtíðarhorfum. Hins vegar get ég ekki stillt mig um að fara nokkuð ofan í minnispunkta, er ég hripaði hjá mér á ráðstefnunni um starfsáætlun félagsins til næstu fimm ára, sem er hin merkasta. Fyrst er hins vegar rétt að geta þess sem fram kom í máli félagsmálaráð- herra að heymarlausir eru um margt afskiptari og einangraðri hópur en aðr- ir hópar öryrkja og kom það glöggt fram í könnun þeirrar nefndar, er ráð- herra setti á laggimar svo og er það dagljóst í framhaldinu að grátlega seint gengur að koma fram þeim úrbótum, sem nefndin þó lagði til sem forgangs- verkefni. Fer þetta heim og saman við það sem formaður félagsins sagði um fé- lagsstarfið hjá þeim: Kraftmikið og fjölbreytt innra starf - veikt hið ytra og of árangurslaust fyrir ýmsu barist. Er greinilegt að í mörgu tala hinir heyrn- arlausu fyrir daufum ey rum, hinna ráð- andi og heyrandi um leið. Hin 8 brýnustu verkefni, sem bera uppi starfsáætlunina eru þessi: 1) Táknmálsmiðstöð, samskipta- miðstöð um leið. Meginmarkmiðið að láta heyrendur og heyrnarlausa ná Félag heyrnarlausra hélt merka og fjölsótta ráðstefnu 22. apríl sl. í ráð- stefnusal Hótels Loftleiða og stóð hún í nær fjórar klukkustundir. Haukur Vilhjálmsson formaður fé- lagsins bauð gesti velkomna og hann og S. Margrét Sigurðardóttir ritari fé- lagsins fóru yfir helstu drætti úr nær 30 ára sögu félagsins og starfsáætlun félagsins til næstu fimm ára. Félagsmálaráðherra Jóhanna Sig- urðardóttir flutti ávarp, greindi frá starfi nefndar, er hún skipaði um úr- bætur ýmsar á högum heyrnarlausra og hvemig því starfi miðaði. Amaði fé- laginu allra heilla. Bryndís Víglundsdóttir skólastjóri Þroskahjálparskólans greindi fráþeirri viðhorfsbreytingu, sem í þeim skóla hefði orðið við það að heyrnarlaus stúlka, Júlía Hreinsdóttir, fór að nema þar. Táknmálið varð eðlilegur hluti námsefnis og með góðum stuðningi opinberra aðila tókst farsællega til. Aðalerindi - mjög yfirgripsmikið - flutti Birthe Petersen frá Danmörku, sem sagði m.a. frá starfsemi og upp- byggingu táknmálsmiðstöðvar í Dan- mörku, en fór í raun yfir þróun mála þar og þá framtíðarsýn er hún hefði varð- andi málefni heyrnarlausra og eðli- Ráðherra í ræðustól. Formaðurinn setur ráðstefnuna. legri og sjálfsagðari þátttöku þeirra í samfélaginu en nú er. Hún svaraði einnig fyrirspurnum. Ekki ætla ég mér þá dul að fara í einstökum atriðum yfir þau margvís- legu efni sem reifuð voru á ráðstefnu þessari. Félag heyrnarlausra verður 30 ára á næsta ári og þá vænti ég þess að fá frá þeim greinargóða lýsingu og frásögn 14

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.