Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Side 17

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Side 17
hagsbóta hafa þurft að berjast harðri baráttu til að ná málum sínum fram. Oddur Ólafsson hefur stundum orðið að heyja harða baráttu innan samtaka sinna og á pólitískum vettvangi til að fá um þokað ýmsum þörfum málum, en árangurinn er ótvíræður: A flestum sviðum hafa orðið miklar framfarir í málefnum fatlaðra á undanfömum ára- tugum og Oddur Ólafsson situr nú í öndvegi sem formaður Hússjóðs Öryrkjabandalags Islands, heiðursfor- maður Öryrkjabandalags Islands og forseti SIBS, einnamikilvirkustu sam- taka sem vinna að hagsmunamálum fatlaðra á íslandi. Oddur var reyndar kjörinn forseti SÍBS síðastliðið haust og var haft á orði að menn hefðu viljað yngja upp í forsetaembættinu. Þetta gátu menn sagt þótt fráfarandi formaður væri nokkru yngri en Oddur og þessu hefði verið óhætt að halda fram þótt komungur maður hefði setið í forsetaembættinu á undan Oddi. Þegar Oddur Ólafsson sat á Al- þingi Islendinga höfðu menn á orði að þar ættu fatlaðir sinn fulltrúa. Síðan hann hætti þingstörfum hefur enginn þingmaður talist slíkur fulltrúi. Þetta sýnir og sannar að einstakir stjóm- málaflokkar skipta litlu þegar um vel- ferðarmál fatlaðra er að ræða heldur skiptir mestu að einstakir þingmenn, hvaðan úr flokki sem þeir eru, láti sig þessi málefni varða. Öryrkjabandalag íslands sendir heiðursformanni sínum, Oddi Ólafs- syni og fjölskyldu hans ámaðaróskir á þessum heiðursdegi og lítur björtum augum til áframhaldandi starfa Odds að heilla- og hamingjumálum á ókomnum framkvæmdaámm. Arnþór Helgason, formaður stjómar Öryrkjabandalags Islands. Ur Morgunblaðinu 26. aprfl sl. Sjálfsrýmí eða iumsögn ii FRÉTTABRÉFIÐ Hollt er að kynna sér sjónarmið fé- laga varðandi Fréttabréfið og hvað fólk vill sjá þar - annað og meira en þar er nú þegar. Því var farið á stúfana og leitað svara. Ágætur nýkjörinn formaður Reykjavíkurdeildar Sjálfsbjargar, Ragnar Gunnar Þórhallsson mun skrifa í þetta Fréttabréf pistil um þetta og annað. Hjá MS-félaginu, þar sem þau John, Oddný og Gyða voru tekin tali komu fram ýmsar hugmyndir, en þó var þar áberandi að í bland vildu þau sjá meira af léttu efni, krossgátu eða myndagátu, meira af Hlerað í homum eða öðm ámóta. Þau töldu líka of langa pistla og greinarskrif af hinu illa, fólk einfaldlega entist ekki til þess í erli daganna að lesa slíkt, jafnvel þó góðar væm greinamar. Þá kom fram sú hugmynd að opna vettvang í Fréttabréfinu með spum- ingum og svömm um málefni öryrkja og þau vom þegar með spumingar á takteinum sem teknar eru inn í þetta blað og reynt að svara þeim eftir föng- um. Þá vildu þau benda á nauðsynlegan þátt félaganna í Fréttabréfinu, að þau nýttu sér þennan vettvang s.s. frekast væri kostur - ekki með löngum ræðum eða greinum, heldur stuttum innskot- um og ýmsu smálegu, sem öðrum þætti gott að vita að væri að gerast. Ritstjórinn tekur undir þessi sjón- armið öll og leitaði næst á vit þess fólks, sem stendur að Geðhjálp og bað um álit þess. Hjálparhella ritstjórans við útlit og ýmis önnur góð ráð - en ekki svo dýr, Gísli Theódórsson, sem stýrir með glæsibrag ritinu Geðhjálp, vildi auðvitað koma því að, að hann vildi sjá Fréttabréfið í betri búningi og betur unnið faglega á flestum sviðum. Þetta er ugglaust rétt, en má þó ekki kosta of mikið, en áferð öll og blær mætti örugglega vera betri - miklu betri segir Gísli og við hlustum og hlýðum - að vissu marki a.m.k. Nú hjá forsvarsmönnum Geðhjálp- ar kom einnig fram sú ábending, að í hverju Fréttabréfi yrði opin umræða um eitthvert tiltekið viðfangsefni - þar sem tveir til þrír skiptust á skoðunum eða þá að einn kæmi með kenningu um tiltekið mál og annar væri til andsvara. Formaður Geðhjálpar stakk upp á dálki um persónuleg kynni - almenns eðlis, þar sem leitað væri eftir félags- skap eða sameiginlegri tómstundaiðju (t.d. bridds, tafl) o.s.frv. - nú og auð- vitað gæti þetta teygt sig yfir í annað varanlegra og þá um leið viðkvæmara og vandmeðfamara. Ritstjórinn tekur undir þetta að vissu marki, en dregur miðilshæfileika sína svo í efa, að hann lætur kyrrt liggja að sinni. Og frá LAUF komu þessar línur: Þórey Ólafsdóttir. Hugmyndir um efni: 1. Regluleg kynning á starfsemi aðildarfélaganna: Aðildarfélögunum sé gefinn kost- ur á (gert skylt) að kynna störf sín með reglulegu millibili. 2. Faglegar greinar: Aðildarfélögin séu hvött til að senda inn faglegar greinar um málefni, sem þau telja eiga erindi til lesenda. 3. Bréfakassi: Fyrirspumaþjónusta. Virkja mætti aðildarfélögin í að svara eftir því hverju þeirra málefnið tengdist sem um væri spurt. 4. Afþreyingarefni: Auka svolítið af því inn á milli e.t.v. krossgátu, myndasögur, gátur og brandara. ’ 5. Ritgerðasamkeppni: Efna mætti til ritgerðasamkeppni um margvísleg málefni m.a. um úr- lausn ýmissa vandamála, sem fatlaðir eiga við að etja. Verðlaun mætti veita fyrir þær bestu og auk þess birta þær sem góðar eru. Kær kveðja Þórey Ólafsdóttir, framkv.stj. LAUF Eg færi Þóreyju bestu þakkir. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 17

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.