Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Qupperneq 19

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Qupperneq 19
sambýli. Varðandi frekari framþróun sambýla stendur nú algjörlega á rekstr- arfjárveitingum. Þróunin verður ugglaust frá sam- býlum yfir í eigin, sjálfstæð heimili hvers og eins. Fór svo yfir nýsetta reglugerð um sambýli, sem um margt breytir miklu. Greindi í lokin frá gleðilegri þroskasögu þeirra fimm stúlkna, sem á fyrsta sambýlinu voru. Þá talaði Eggert Jóhannesson um húsnæðismál fatlaðra. I fyrsta lagi vantar heildstæða stefnumörkun í húsnæðismálum fatl- aðra almennt. Réttmætar kröfur ein- staklingsins eiga þar að skipa æðstan sess. Sýndi glærur máli sínu til stuðn- ings m.a. um þróun mála á Suðurlandi. Meginmarkmið sambýla á að vera áfangastaður á leið út í lífið. Ibúðarformið er alls ekki einvörð- ungu fyrir hina duglegustu. Jafnrétti og réttlæti þarf að ríkja. Kynnti hann tillögu þeirra Amþórs Helgasonar um lágmarkskröfur varðandi húsnæði fyrir fatlaða. Sýndi hugsanlega út- færslu hennar. Fór síðan í lokin yfir fjármögnun þess húsnæðis, sem í framtíðinni ætti að byggja fötluðum. Spumingin er um jafnan rétt fatlaðra til húsnæðis við hæfi - jafnréttis við hina ófötluðu. I stefnumótun húsnæðismála þurfa sem allra flestir að taka þátt og beina henni sem allra mest að hinum fé- lagslega geira húsnæðiskerfisins. Eftir heimsóknina í sambýlið og þjónustu- íbúðimar sýndi Margrét Margeirs- dóttir norska mynd, sem félagsmála- ráðuneytið hefur nýlega fengið og nefnist Min bolig - mit hjem. Var hún einkar athyglisverð. Eftir málsverð góðan hófust fram- sögur um efnið tómstundir fatlaðra. Ung stúlka, Ágústa Þorvaldsdóttir, greindi frá klúbbi sem hún hefur starfað í í vetur, með aðsetri í Tónabæ. Þau gerðu könnun á því hvað þau langaði til í tómstundunum. „Fyrir okkur er ekkert gert, okkur vantar félagsmiðstöð þar sem svo ótal margt gæti verið.“ Langur og athyglisverður var listi Ágústu um áhugaefni þeirra - má segja flest milli himins og jarðar af ólík- legasta toga. „Hjálpið okkur að gera eitthvað", sagði Ágústa.,, Þið getið það.“ Ragnar Gunnar Þórhallsson ný- kjörinn formaður Sjálfsbjargar í Reykjavík ræddi um viðhorf fatlaðra til tómstunda. Sama tómstundastarf og möguleika fyrir fatlaða sem aðra, en til þess þarf aðgengi, ferðaþjónustu, hjálpartæki og sérstaka aðstoð. En saman eiga fatlaðir og ófatlaðir að sinna hvers konar tómstundaiðju, og hvers konar skemmtunum. Tómstundir fatlaðra eiga ekki að vera afgangsmál. Atvinnuleysi meðal fatlaðra eða takmörkuð atvinna þeirra knýja á um betri tómstundatilboð þeim til handa. Helgi Hróðmarsson var svo síðastur framsögumanna. Tómstundir eru mannréttindi sagði Helgi. En minnihlutahópamir gleym- ast alltof oft. Meginkrafan er að fólk fái að njóta sín, að hver velji að vi!d. Hann greindi svo frá ástandinu hér sem glögglega hefði komið fram á ráð- stefnu um tómstundamál nýlega og er þar greinlega margt mætagott á ferð- inni. Minnti hann á hver nauðsyn væri á því að hlusta á þá fötluðu, vilja þeirra og langanir. Fór svo yfir það, sem unnið var að frumkvæði samtakanna eftir félags- legu framkvæmdaáætluninni og hann hefur áður greint frá í Fréttabréfinu. Að lokum fór hann yfir fram- tíðarsýnina og lagði áherslu á að gleyma ekki einangruðum hópum s.s. geðsjúkum. Á jafnréttisgrundvelli verður að starfa. Það er skilyrði. Að þessu loknu voru kynntar tvær ályktanir um húsnæðismál fatlaðra og niðurskurð ríkisvaldsins á félags- og heilbrigðissviðinu. Þá var orðið gefið laust um þau erindi sem flutt höfðu verið og verða þær umræður ekki raktar hér náið, aðeins getið þess helsta. Hrafn Sæ- mundsson sagði: Veruleikinn í máli fatlaðra er virkilega andstyggilegur. Ástandið víða ömurlegt. Hrafn er með þarfan pistil hér í Fréttabréfinu nú. Arnþór Helgason kvað nauðsyn bera til þess að undirbúin yrði löggjöf um „hjálparhellumar". Okkur vantar fé- lagsmálalöggjöf og höfum gallaða tryggingarlöggjöf, sagði hann. Jóhann Pétur kynnti viðbótartillögu við tillöguna um húsnæðismál, sem varðar heimaþjónustu. Guðbjörg Birna Bragadóttir lagði áherslu á blöndun í húsnæðismálum - fatlaðir og ófatlaðir hlið við hlið. Séreignastefnan mætti ekki verða allsráðandi. Kristín Jónsdóttir greindi frá námsstefnu í gær um heimaþjónustu sveitarfélaga. Vakti athygli á námskeiðum Starfsþjálfunar fatlaðra, þar sem aðsókn er geysigóð. Ásta B. Þorsteinsdóttir kom fram með viðbót og breytingar varðandi opinberan spamað, bætti við mennta- stofnunum. Guðríður Olafsdóttir greindi frá frumvarpsdrögum, sem fyrir liggja nú um heimaþjónustu, sem Margrét Margeirsdóttir greindi svo nánar frá - frumvarp um félagslega þjónustu sem fatlaðir og samtök þeirra ættu ótvírætt að koma inn í til áhrifa og nánari mótunar. Fyrir kaffihlé kynnti Helgi Seljan ályktun um trygginga- mál. Eftir kaffihlé kom Helgi Pálsson í FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 19

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.