Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 3

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 3
Eggert Jóhannesson framkvæmdastjóri: Að mynda eina skil- virka og samhenta sveit Á landsþingi Landssamtaka Þroskahjálpar 1986 sem haldið var á 10 ára afmæli samtakanna var gerð eftirfarandi samþykkt: „Afmælisþing Landssamtakanna Þroskahjálp beinir þeim tillögum til stjórnar, að á næsta þingi samtakanna verði innra starf og skipulag þeirra og tengsl við aðildarfélögin meginvið- fangsefnið. Jafnframt verði skoðuð tengsl við önnur samtök fatlaðra". I framhaldi af þessari samþykkt voru teknar upp bæði formlegar og óformlegar viðræður við forystu Ö.B.Í. Fyrst í stað byggðist þetta fyrst og fremst á viðræðum og samvinnu formanna samtakanna, en fljótlega bættust fleiri við og fjölmargir lögðu fram mikið starf við undirbúning svo- kallaðra skammdegisvöku 11. des. 1986. Boðað var til þeirrar samkomu til að mótmæla niðurskurði Alþingis á fjárveitingu til málefna fatlaðra. Mikið fjölmenni sótti skammdegisvökuna sem vakti athygli bæði fjölmiðla, sem gerðu henni ágæt skil, sem og alþing- ismenn. Alltaf verður erfitt að meta árangur aðgerða sem þessara, en fullyrða má að þessi samkoma skilaði beinum af- rakstri á þeim fjárlögum sem verið var að ganga frá. í mars 1987 þegar kosningabar- áttan fyrir alþingiskosningarnar var að komast í hámark, stóðu þessi samtök fyrir kosningavöku á Hótel Sögu. Þar varð troðfullt út úr dyrum, Súlna- salurinn fylltist á augabragði og hlið- arsalirnir einnig. Þar sýndu fatlaðir, fjölskyldur þeirra og stuðningsmenn mikla samstöðu og vilja til sameigin- legra átaka. Meðal annars svöruðu formenn stjórnmálaflokkanna einföldum spurningum. Að sjálfsögðu hver með sínu nefi, en allir með sambærilegum fyrirheitum og loforðum sem hæfa Eggert í ræðustól á Selfossfundinum, kosningabaráttu. Þarna voru þeir að tala við atkvæði í væntanlegum kosn- ingum. Atkvæði sem þeir sáu að voru ískyggilega mörg ef þau myndu bein- ast frekar í einn farveg í stað þess að kvíslast um hina mörgu ála í marg- flokkakerfi íslenskra stjórnmála. En þarna kom vel í ljós að samstaða fatlaðra getur skapað samtökum þeirra veruleg áhrif. Áhrif sem ekki er hægt aðgangaframhjáþegarþjóðarkökunni er skipt. Heldur ekki þegar ýmis önnur mannréttindamál eru afgreidd, Þettavirkasamstarfveturinn 1986- 87, sem að ýrnsu leyti var pólitísk barátta, færði mér heim sanninn um það, að til að ná nauðsynlegum styrk og slagkrafti í öfluga hagsmunabaráttu fyrir t'atlaða, yrðu öll félög og samtök á þeim vettfangi að taka höndum sam- an og mynda eina heild - samtök með skilvirkri forystu til að vinna að þessu og yrði hún hin pólitíska hlið í starfi samtakanna. Ekki pólitískur flokkur, heldur næðu þar saman fulltrúar úr hinum ýmsu stjórnmálaflokkum og mynduðu þverpólitíska baráttusveit. . Aldrei myrkur í máli. Jafnframt yrði uppbygging aðildar- félaganna endurskoðuð og stefnt að öflugri félögunt á hverju svæði. Markvisst yrði reynt að ná virku samstarfi við m.a. A.S.I. og B.S.R.B. um að leiðrétta kjör þeirra er minnst bera úr býtum, til að ná því sem þeir ófötluðu hafa í krafti aflsmunar og aðstöðu náð til sín óverðskuldað, því það er ekki vegna þess að þeir eru ófatlaðir, eða vegna einhvers dugnaðar þeirra sjálfra að þeir búa við þau lífskjör sem þeir gera í dag. Heldur vegna þess að þeir fæddust inn í efnað þjóðfélag í gjöfulu landi. Inn í þennan þjóðarauð fæðast allir jafnir, en misjafnlega færir til að bera sig eftir sæmilegri sneið úr þjóðar- kökunni og lenda því aftarlega í hinni sífelldu biðröð sem um hanaer. En það breytir því ekki að allir eru bornir til sömu lágmarkshlutdeildar í hinum mikla sameiginlega auði íslensku þjóðarinnar. Baráttan stendur unt, hver er þessi réttur og sú barátta verður sífelld. í Sjá næstu síðu FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 3

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.