Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 32

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 32
BETRI FRAMTÍÐ BYRJAR í DAG! „Byrjun sólmánaðar. Skollasálin var ennþá alhvít og Skútudalurinn, en klettapeysan hægra megin á Hóls- hyrnunni var svört með hvítum rönd- um. Suðrið andaði þýðvindum, og þegar sólin skein á klettana, roðnuðu þeir strax á vangann. Tveir menn hittust í góðviðrinu á tröppunum við Gránugötu 14, annar handarvana, hinn með bilaða fætur. Þeir ræddu um það, hvort ekki væri hægt að koma á fót samtökum til þess að beriast fyrir réttindum fatlaðs fólks“. Þannig byrjaði það! Þannig fórust eldhuganum Sigursveini D. Kristins- syni, einum af forsvarsmönnum að stofnun fyrsta Sjálfsbjargarfélagsins, orð fyrir 30 árum í „Sjálfsbjörg", blaði landssambandsins. A þeim 30 árum sem liðin eru síðan fyrstu Sjálfsbjargarfélögin stofnuðu með sér landssamband hefur margt breyst. Sigrar hafa unnist og mörgum þröskuldinum hefur verið rutt úr vegi. Fatlaðir hafa æ meira rutt sér braut út í þjóðfélagið, látið til sín taka, unnið við hlið ófatlaðra að því að byggja upp og bæta samfélagið sem við öll lifum og búum í. Það er því mörgu að fagna þegar á tímamótum sem þessum, er litið yfir farinn veg, sem ber vitni um hverju máttur samtakanna fær áorkað. Vinkilbeygja á fullri ferð. EN VERKEFNIN ERU ÓÞRJÓTANDI! Hvaða grettistökum á ekki eftir að lyfta í ferlimálum? Hvenær ætli biðlistar eftir hentugu húsnæði fyrir fólk sem er fatlað verði orðnir viðráðanlegir? Hvenær verður heimaþjónustan orðin það öflug að fatlaðir hvar sem er á landinu geti búið á eigin heimili, en þurfi ekki að flytjast inn á sólar- hringsstofnanir? Hvenær verða þær bætur sem almannatryggingar greiða öryrkjum, orðnar mannsæmandi? H vað er langt í að markmiðum laga um málefni fatlaðra um jafnrétti og sambærileg lífskjör verði náð? Mun okkur einhvern tímann takast að breyta viðhorfum alls almennings þannig að litið verði á fólk sem er fatl- að eins og hvern annan einstakling án sérstaks tillits til fötlunar hans? Að ein- staklingurinn verði metinn út frá hæfi- leikum sínum en ekki vanhæfileikum. Svona upptalningu væri hægt að halda áfram nærri endalaust. Þó margt hafi áunnist má hvergi láta deigann síga! Það er með því hugarfari sem við Sjálfsbjargarfélagarum landallt höld- um upp á 30 ára afmæli landssam- bandsins okkar. Við höldum upp áþað undir kjörorðinu „Betri framtíð byrjar í dag“ og erum staðráðnir í því að láta þetta afmælisár verða upphafið að nýrri sókn til lausnar hinna óþrjótandi verkefna. Hjá Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra, höfum við á þessu afmælisári orðið áþreifanlega vör við vilja almennings og forráðamanna í garð samtakanna. Fyrir það erum við mjög þakklát og vonumst til þess að saman megum við bera gæfu til að ryðja úr götu fatlaðra þeim steinum sem þar eru enn og láta þar með slagorð afmælisársins rætast, BETRI FRAMTÍÐ BYRJAR í DAG“. Kveðja Jóhann Pétur Stormað í breiðsíðufylkingu niður Laugaveg. 32

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.