Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 16
Gísli Helgason deildarstjóri:
Um 50 ára afmæli Blindrafélagsins,
samtaka blindra og sjónskertra á
íslandi,19. ágúst 1989
Laugardaginn 19. ágúst sl. hélt
Blindrafélagið, samtök blindra
og sjónskertra á íslandi upp á
hálfrar aidar afmæli sitt, en félagið var
stofnað 19. ágúst 1939.
Raunar hófst afmælishaldið viku
fyrr, en þá kom forseti Islands, frú
Vigdís Finnbogadóttir, í opinbera
heimsókn til Blindrafélagsins. Þar
tóku formaður og framkvæmdastjóri á
móti henni ásamt stjórnarmönnum og
formaður félagsins bauð hana vel-
komna. Þá tók Ásgeir Gunnarsson til
máls og bað Vigdísi um að afhenda
frummynd gullna þríkrossins for-
manni Blindrafélagsins, en þessa
frummynd blessuðu þeir Jóhannes Páll
páfi annar og herra Pétur Sigur-
geirsson biskup íslands á vordögum
1989. Ásgeirteiknaði krossinnogmun
Steinþór Sigurðsson gullsmiður sjá
um framleiðslu hans. Krossinn skal
seldur til styrktar blindum og sjón-
skertum á Islandi og til styrktar blind-
um í heiminum. Frummyndin skal
varðveitt í húsakynnum Blindra-
félagsins.
Þá gekk Vigdís um húsið, skoðaði
fyrst starfsemi Sjónstöðvar Islands og
Hljóðbókagerð Blindrafélagsins, þá
var henni sýnd starfsemi Blindra-
vinnustofunnar og að síðustu heim-
sótti hún Blindrabókasafn Islands og
var Vigdísi sýnd sú starfsemi sem þar
fer fram.
Vigdís hreifst mjög af því sem hún
sá og ekki spillti veðrið fyrir heim-
sókninni, það var eins og best verður á
kosið.
Aðalhátíðahöldin fóru svo fram á
afmælisdaginn, 19. ágúst. Af því til-
efni var haldin hátíðarsamkoma við
hús félagsins að Hamrahlíð 17. Hófst
hún með leik Lúðrasveitar verka-
lýðsins sem lék á meðan fólk safnaðist
saman.
Þá bauð fulltrúi afmælisnefndar
Blindrafélagsins, Gísli Helgason, alla
velkomna og setti dagskrána. For-
maður Blindrafélagsins, Ragnar R.
Magnússon flutti hátíðarræðu, þar sem
hann stiklaði á stóru úr sögu félagsins,
en Blindrafélagið var stofnað m.a. til
þess að skapa fleiri atvinnutækifæri
fyrir blinda og sjónskerta og vinna að
hvers konar hagsmunamálum þeirra.
Þá las Torfi Jónsson ljóð eftir tvo
blinda menn, þá Skúla Guðjónsson frá
Ljótunnarstöðum og Jónas Tryggva-
son frá Blönduósi, en þeir eru nú báðir
látnir. Borgarstjórinn í Reykjavík,
Davíð Oddsson flutti ávarp og flutt var
tónverk eftir ungan sjónskertan mann
sem stundar nám í tónsmíðum við
TónlistarskólanníReykjavík. Sáheitir
Sveinn L. Bjömsson og tónverkið var
við ljóð Garðars Baldvinssonar,
Imynd konu. Viðar Eggertsson leikari
og Halldóra Aradóttir píanóleikari
fluttu. Þá söng Karlakór Reykjavíkur
nokkur lög undir stjórn Reynis
Guðsteinssonar.
Þá var lýst kjöri þriggja heið-
ursfélaga Blindrafélagsins, þeirra
Pálínu Guðlaugsdóttur fyrrum
ljósmóður og hjónanna Steinunnar
Ögmundsdóttur fyrrum hjúkrunar-
konu og Ólafs Pálssonar fyrrum mæl-
ingafulltrúa hjá Múrarafélagi Reykja-
víkur. Pálína Guðlaugsdóttir var mat-
móðir hjá Blindrafélaginu í 14 ár og
hætti störfum 87 ára gömul. Sem
el 1 i lífeyrisþegi vann hún þetta mikla
starf að mestu í sjálfboðavinnu. Hún
var móðursystir Rósu Guðmunds-
dóttur fyrrum formanns Blindrafé-
lagsins og studdi hana sem einstæða
móður og m.a. þess vegna gat Rósa
notið sín sem sterk forystukona í
Hamrahlíð 17 og innan Blindrafélags-
ins. Þau hjónin Steinunn og Ólafur
hafa tekið mikinn þátt í starfi
Blindrafélagsins og styrkt það á marg-
an hátt. M.a. var Ólafur um áratugi
endurskoðandi félagsins og aðhalds-
maður um fjármuni þess. Þá eru þau
hjónin hvatamenn að söguritun
félagsins.
Frá afmælishátíðinni í garðinum.
16