Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 21
öðrum, þjálfa fólk og skipta um liði í
því þegar þeir verða ónýtir, sparast
fleiri milljónir. Það hefur verið reiknað
út að á móti einni milljón dollara sem
varið er til slíks forvamarstarfs sparast
tuttugu og ein milljón, svo það er til
mikils að vinna þó bara sé litið á bein
fjárútlát þjóðfélagsins vegna
gigtarinnar.
í augnablikinu er aðalbaráttumál
Gigtarfélagsins að séð verði fyrir
þessari lækningu, svo fólk geti fengið
þá aðstoð sem það þarfnast þegar það
þarfnast hennar. Við höfum reiknað út
að það þurfi 100 rúm á spítölum sem
eru sérhæfðir hér á landi, og ef þau fáist
verði hægt að beita lyfjameðferð og
skurðaðgerðum og taka á vandanum
strax, áður en allt er orðið um seinan.
Nú getur biðtími eftir aðgerðum skipt
árum, það er algengt að fólk verði að
bíða í eitt til tvö ár eftir að fá nýja liði,
og það segir sig sjálft að er of langur
biðtími fyrir manneskju með ónýta
liði. Þar að auki getur fólk orðið að
bíða mánuðum saman eftir að komast
í endurhæfingu,. Þetta er okkar
baráttumál sem stendur, en það getur
breyst, við getum orðið að breyta
áherslunum, því eitthvað alveg nýtt og
óvænt getur komið upp á.
Þegar á heildina er litið finnst mér
ástand í gigtarmálum hér á landi alls
ekki nógu gott. Við eigum í höggi við
sjúkdóm sem er af óþekktum orsökum,
og verðum að beita okkur gegn
einkennum hans og að því að
fyrirbyggja skaða af völdum hans, og
til þess höfum við alls ekki nógu góða
aðstöðu. Gigtarsjúklingareru þeir sem
gera langminnstar kröfur, þeir mæta
alltaf afgangi, því þeir eru ekki í bráðri
lífshættu vegna sjúkdóms síns. Inn á
gigtardeildirnar komast ekki nema
þeir sem eru bráðveikir, biðtíminn eftir
aðgerðum og endurhæfingu er langur,
svo það vantar óskaplega mikið á að
þörfum gigtarsjúklinga sé fullnægt.
Gigtarfélagið er þeirra eini
forsvarsaðili og verður því að gera
kröfurnar.
Eg hef trú á því að við höfum góða
möguleika á að finna lausn á að
minnsta kosti hluta gigtsjúkdóma, og
þar stöndum við Islendingar vel að vígi
því við höfum góðar heimildir bæði í
erfða- og ónæmisfræði. En til þess að
breyting geti orðið á ástandi mála í dag
þarf stóraukið átak í þágu gigtsjúkra.
Lilja Gunnarsdóttir.
Góðvinur Fréttabréfsins - Guð-
mundur Bernharðsson sagnaþulur að
vestan skaut að okkur tveim sögum
vestan að.
Á þessum frjálsræðistímum ætti að
vera óhætt að láta þær flakka, þó Guð-
mundi þættu þær vart prenthæfar -
viðkvæmum sálum.
„ÞAÐ MÁ EKKI SVO
TIL GANGA“.
Stefán Stephensen prófastur vestra
varð með aldrinum feitur og þungur,
en áhuga hafði hann á búskap til ævi-
loka. Hann dó í Vatnsfirði. Líkkista
hans var stór og þung.
Þegar kistan var látin síga niður í
gröfina í nýjum kaðalböndum, hljóp
snurða á bandið, sem Ólafur gamli í
Reykjarfirði var með. Presturinn
byrjaði aðkastarekunum og sagði: „Af
jörðu ertu kominn“.
Ólafur tekur ekki eftir orðum
prests: „Það er törn á“
Prestur: „Af jörðu skalt þú aftur
verða“.
Ólafur: „Það má ekki svo til
ganga“.
Prestur: „Af jörðu skalt þú aftur
upp rísa„.
Ólafur: „Það verður einhver að fara
ofan í“.
Guðmundi sagði Jakob Elíasson
frá Ögri, sem var viðstaddur
jarðarförina.
„HVAÐ ÁTTI ÉG AÐ GERA“
Kona ein á fimmtugsaldri, sem
forðast hafði allt karlkyns, varð það þó
á að eignast barn, með ekki beint
hressilegum karli, sem aldrei hafði
verið við kvenmann kenndur.
Nábúakona hennar vakti undrun
sína við þegar hún sá hana þykkna
undir belti og sagði: „Að þú Gunna
mín skyldir nú falla fyrir þessum
karlgarmi, þó góður fjósamaður sé“.
„Já Peta mín. Hvað átti ég að gera,
þegar hann stóð þama eins og blý-
horaður steinbítur upp við heystálið í
hlöðunni.
Ég trúði á, að hann væri ónýtur“.
Við þökkurn Guðmundi fyrir.
Fyrst leitað er fanga vestra, segir
sagan að þingmenn tveir hafi gist hjá
góðkunningja og flokksbróður, sem
kalla má Jón.
Nú vaknar annar um nóttina við
skark og hróp og rennur á hljóðið.
Heyrir hann hrópað: Jón, hjálpaðu mér
út og kennir þar rödd samþingmanns
síns. Hljóðin komu innan frá
snyrtingunni og býst hann nú til atlögu
við hurðina, en um leið og hann ýtir á
og snýr snerlinum, sendist hann inn á
gólf. Hinn hafði þá ýtt að innan frá
allan tímann - en hurðin opnaðist sem
sagt inn. En það besta var, að þar sem
þeir stóðu nú augliti til auglitis, þá
segir sá innilokaði óðamála: „Biddu
Jón að koma strax og hjálpa mér út“.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
21