Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 9

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 9
/ / Olafur Olafsson landlæknir: AÐBUNAÐUR OG LíFSHÆTTIR SJUKLINGA Um það leyti er síðasta Fréttabréf var að fara í prentun, barst hér á okkar borð hin ágætasta skýrsla frá land- læknisembættinu um rannsóknir á aðbúnaði og lífsháttum fólks á höfuð- borgarsvæðinuáárunum 1967/69 ann- ars vegar og 1979/84 hins vegar. Þar eru þeir sjúklingar, þeir sem ekki hafa fasta vinnu, teknir sérstak- lega út úr. Það er byggt á hóprannsókn Hjartavemdar á þessum árabilum báðum og margvíslegri skilgreiningu beitt m.a. eftir kynjum, stéttum o.fl. Ekki er unnt að fara ofan í skýrsl- una sem slíka, til þess er hún of viða- mikil og sértæk um margt. En í niðurstöðum eða samantekt fer landlæknir ofan í samanburð milli tímabila annars vegar og svo sjúklinga samanborið við aðra þjóðfélagshópa hins vegar. Sem betur fer er fjöldi þeirra, er telja sig sjúklinga og hafa ekki fasta vinnu, ekki tiltakanlega mikill, en fyllilega marktækur samt í samanburði. í niðurstöðum þeim sem land- læknir les úr þessum athugunum kemur fram fjölmargt sem allrar athygli er vert um ýmislegt í lífsháttum fólks almennt og aðstöðu allri og svo sjúklingahópsins sérstaklega. Því þykir rétt að birta samantekt landlæknis í heild til fróðleiks og upplýsingar og um leið hvatningar um að gera í mörgu betur. Landlæknir hefur veitt til þessa góðfúslegt leyfi sitt og hér kemur samantektin, sem ég vona að sýni það sem máli skiptir, þó sjálf skýrslan sé ekki birt. SAMANTEKT Aðbúnaður: Á síðara tímabilinu, þ.e. 1979/84, bjuggu færri sjúklingar í eigin húsnæði en mun fleiri voru leigjendur en aðrir þjóðfélagshópar. Á fyrra tíma- bilinu reyndust sjúklingar vera of fáir til þess að unnt væri að fá marktækar niðurstöður í þessu tilliti. Á síðara tímabilinu 1979/84 bjuggu mun fleiri sjúklingar (karlar) í minnsta húsnæðinu (< 20 ferm. á íbúa) og færri í stærsta húsnæðinu en aðrir þjóðfélagshópar (karlar og konur). Ennfremur bjuggu mun fleiri sjúklingar í fjölbýlishúsum (karlar og konur) og í eldra húsnæði en aðrir þjóðfélagshópar (karlar). Bifreiðaeign sjúklinga er mun minni en annarra hópa og virðist jafn- vel hafa farið minnkandi á tímabilinu í samanburði við aðra. Yfirleitt fjölgar bifreiðaeigendum allt að 70 ára aldri. Ljóst má vera að sjúklingar með langvinna sjúkdóma búa við mun verri efnahag en flestir aðrir. Skýringa er m.a. að leitatil þessaðörorkulífeyrir, sem á þessu tímabili tók mið af lægstu daglaunum ófaglærðs verka- manns, dugði ekki vel til framfærslu og því síður til þess að bæta að- Ólafur Ólafsson landlæknir. búnað. Meginástæðan er að ekki er samræmi milli húsnæðiskostnaðar og launa. Sjúklingar stunda eðlilega litla vinnu, en milli 10-20% karla vinna nokkrar klst. á viku meðan meiri- hluti annarra þjóðfélagshópa starfar 55 klst. á viku. Milli 30-40% kvenna í sjúklingahópi stunda nokkuð heimilisstörf en 30-40% kvenna í öðrum þjóðfélagshópum starfa 50 klst. eða lengur utan heimilanna en aðrar minna. Sjúklingar geta ekki sinnt eftir- vinnu og því sfður bera þeir úr býtum yfirborganir, en án þeirra verður fram- færsla mörgum erfið enda er dýrt að vera sjúklingur. LÍFSHÆTTIR: Sjúklingar tuttugu ára og eldri hafa stundað reglulegar líkamsæfingar mun minna en aðrir þjóðfélagshópar (karlar). Sjúkdómar er hrjá sjúklinga eru hjarta-, æða- og lungna, liða- og vöðvasjúkdómar og jafnframt geð- sjúkdómar. Má leiða að því líkur að léleg þátt- taka í líkamsæfingum tengist lélegra heilsufari. En sjúkdómar hafa án efa dregið úr möguleikum sumra sjúkl- inga til líkamsæfinga. Sjúklingar reykja mun frekar sígarettur en aðrir þjóðfélagshópar en þó er heildar reyk- ingatíðni svipuð í báðum hópum. Mun færri meðal sjúklinga (karlar og konur), m.a. vegna sjúkleika á yngri árum, hafa lokið öðrum prófum en grunnskólaprófum en aðrir þjóðfé- lagshópar, að ófaglærðum undan- skildum. HEILBRIGÐISÁSTAND: Eins og vænta má leita sjúklingar mun meira til heilbrigðisþjónustu en aðrir. Beina þarf heilbrigðisfræðslu meira til þeirra er hafa stutta skóla- göngu að baki en verið hefur. Hafa ber í huga að stutt skólaganga, reykingar og lítil þátttaka í líkamsæfingum fara oft saman og tengjast oft bágbornu heilsufari síðar meir. Langskólagengnir standa betur að vígi í þessu efni, enda hafa þeir trúlega fengið meiri heilbrigðisfræðslu eða eru móttækilegri en aðrir. NIÐURSTAÐA: Félags- og efnahagslegur aðbún- aður þátttakenda með langvinna sjúk- dóma er í mörgu tilliti mun erfiðari en annarra þjóðfélagshópa. Vegna fæðar sjúklinga á fyrra tímabilinu, er ekki unnt að gera samanburð milli tímabila, en ýmislegt virðist benda til að hagur þeirra hafi ekki batnað eins og annarra þjóðfélagshópa. Ekki er þess að vænta að sjúklingar búi við svipaðan efnahag og þeir er stunda mikla vinnu, en á óvart kemur að sjúklingar virðast hafa að mestu orðið útundan í velferðinni. Stjórnvöld verða að bæta hér um. Fréttabréfið færir landlækni ein- lægar þakkir og biður fólk alveg sér í lagi að líta til niðurstöðunnar hér að ofan. Hana ættu stjómvöld að lesa: kvölds og morguns og um miðjan dag s.s. eitt sinn var sagt. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 9

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.