Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 11

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 11
hvoru tveggja undanþágu öryrkja frá söluskatti af ábyrgðartrygggingum bifreiða og sérstöku bifreiðagjaldi (kílóskatti svokölluðum). Eftir mikið japl og jaml og fuður hafðist það fram, að öryrkjar, sem náð hafa ellilífeyrisaldri yrðu með varðandi söluskattinn svo og að ellilífeyrisþegar yrðu undanþegnír bifreiðagjaldinu, ef þeir hefðu bensínpeninga. En svo hringdi í mig ágætur maður að austan, sem spurði: Hvað um mig, sem varð alger öryrki 68 ára gamall, en á bifreiðina að hjálpar- og afþreyingartæki um leið og get með hennar hjálp dútlað mér út í frá? Og mér vafðist tunga um tönn. Þessi maður fær auðvitað út á bensínpeninga sína niðurfellingu sérstaks bifreiðagjalds, en söluskatt af ábyrgðartryggingum ekki. Reynt hefur verið að finna skil- greiningu, sem stjómvöld fengjust til að samþykkja, en erfitt er um það, nema þá að fara í sama farið og með bifreiðagjaldið, en á því er mikil tregða, einkum af því að á sínum tíma var farið fram á aðrar leiðréttingar, sem loks tókst að ná fram, en þá þótti líka nógu langt gengið. Festist þessi skipan í sessi, ber okk- ur að reyna að finna lausn fyrir þá a.m.k., sem lakast eru settir og mestir öryrkjar og um leið í mestri þörf fyrir bifreiðar. • Og af því á bensínpeninga er minnst, sem mörgum eru dýrmætir, þá kom hér kona um daginn, sem ekki á bifreið, en þarf mjög oft á henni að halda. Hún spurði: Hvers eigum við að gjalda, sem erum þeir aumingjar að eiga ekki bifreið, en eyðum þó í bifreiðir firnafúlgum á okkar mæli- kvarða, óhjákvæmilega vegna lækn- isheimsókna, í lyfjabúðir og í þjálfun, svo við verðum ekki algerir aumingjar. Nú greindi ég henni frá því að bensínspeningar væru í raun ætlaðir til hjálpar við almennan rekstur bifreiðar, enda dýrt að eiga bifreið og reka. Einnig að uppbótin, sem tryggingarnar greiða vegna aukakostnaðar komi m.a. inn á þetta. En þrátt fyrir þessi almennu atriðið, er alveg ljóst að konan hefur mikið til síns máls, þegar um svo stórfelldan nauðsynjakostnað er að ræða, sem hún rakti gjörla. Ráðherra tryggingamála hefur ver- ið ritað bréf um þessi atriði og marg- fræg trygginganefnd fengið það bréf til meðferðar. Þar nær undirritaður því vonandi að þoka þessu máli nokkuð á veg, en meginviðfangsefni hans þar er þó að hækka lágmarkslífeyrisbætur svo að slík atriði verði óþörf að miklu leyti. En það er eflaust óþörf bjartsýni. • Aður hefur hér í Fréttabréfi verið bent á ýmislegt ranglæti sem fylgt hefur í kjölfar staðgreiðslunnar, sem allir voru sammála um að endilega þyrfti að komast á og allan vanda myndi leysa hjá öllum. Þá yfirsást mönnum miskunnar- leysiþessakerfis í ofurnákvæmni sinni með hjálp þess alveldis sem tölva heitir. Eg kalla það miskunnarleysi, þegar tekjulítil eða tekjulaus kona fær sig loks metna réttilega 75% öryrkja og fær greiðslu samkvæmt því aftur í tímann þá er greiðslan sett upp sem mánaðargreiðsla, þannig að af greiðslunni 570 þúsundum fara 214 þúsund í skatt og svo er vinsamlegast boðið upp á leiðréttingu um mitt ár 1990 - á skattheimtu í janúar 1989. Þá svarar staðgreiðsludeild ríkisskatt- stjóra því til að heimilt sé að óska eftir leiðréttingu.Ja, þvílík náð og miskunn, það er ekki amalegt fyrir konuna, sem hér urn ræðir og hefur verið tekjulaus sjúklingur í tvö ár rúmlega eða svo til, að mega eiga þessa upphæð inni hjá ríki og bæjarfélagi í hálft annað ár. Þetta er mál, sem rætt hefur verið um við rétt yfirvöld og enn er róið á sömu mið og beðið um réttlæti - meira er það nú ekki, en þessu komið á framfæri hér til enn frekari áréttingar. • Hingað hringdi kona, sem hafði miklar áhyggjur af barnabami sínu, sem er bæði heyrnarlaust, þroskaheft og talsvert „spastískt“. Hún spurðist fyrir um hvort heyrn- arlausir hefðu nokkurt merki svipað og blindir, sem gæfi það til kynna að þeir heyrðu ekki. Hún sagðist hafa áhyggjur af umferðinni fyrir hönd barnabarnsins, sem væri að vísu ekki mikið úti við einn, en þó kæmi það fyrir og færi vaxandi með aldrinum. Hún sagðist einmitt hafa verið að koma í heimsókn til hans, hann þá úti, bíll á undan sér hefði flautað, en auðvitað gerðist ekkert. Þá sagðist hún hafa farið að velta þessu fyrir sér, hvort merki væru til. Hún sagðist ekki mæla með sérmerkingum fólks, sem gæti þýtt óþægindi þeirra sem engu þyrma. En atvikið hefði þó kallað fram þessa spurn. Að bestu upplýsingum fengnum hjá Félagi heyrnarlausra m.a. mun rétt vera að ekkert slíkt merki er til. Eg skil hins vegar áhyggjur konunnar og kem þessu hér að í ábendingum. Sigrún Bára bendir á bæði hitt og þetta. Og í lokin á þessum ábendingum kemur svo Sigrún Bára Friðfinns- dóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar með ábendingu, spurningar og litla hugleiðingu af sínum vettvangi. I þeim skrifuðum orðum hjá henni, kemur á hennar fund ung stúlka - bráðhress að ýmsu leyti - úrskurðuð geðveik - en máske er flogaveiki frumorsök - hún hefur möguleika til talsverðrar vinnu, en hún er um of stimpluð - af öðrum og e.t.v. sjálfri sér um leið. Atvinna er ekki í sjónmáli - hún fær enga. En þetta var útúrdúr. Sigrún Bára segir: Eg fæ endalaus vandamál inn á mitt borð, sum leysi ég með viðunandi hætti sjálf, önnur með aðstoð góðs fólks vítt á vettvangi, enn önnur rísa sem foldgnátt fjall, þeim sem hingað koma og ég sé ekki lausn heldur. Vitað er að u.þ.b. 20-30 manns eigra hér um göturnar, hafandi ekki þak yfir höfuðið. þetta fólk sefur í ruslageymslum og öðrum skúmaskot- um víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Margt af þessu fólki er svo sjúkt og illa á sig komið að það gerir t.d. engan FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 11

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.