Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 22

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 22
DAGVIST SJÁLFSBJARGAR TÍU ÁRA Steinunn Finnbogadóttir forstöðukona: Gæfuspor í átt til sem bestrar þjónustu við fatlaða Dagvist Sjálfsbjargar, Sjálfsbjarg- arhúsinu að Hátúni 12 er fyrsta dag- vistarheimilið fyrir fullorðið fólk hér á landi; ætlað fötluðum á aldrinum sex- tán ára og eldri. Dagvistin varð tíu ára nú í vor og þar eru nú skráðir 45 vist- menn, en þeir deila með sér þeim þrjá- tíu plássum, sem dagvistin hefur heim- ild fyrir. Með stofnun dagvistar fyrir fatlaða var stigið mikilvægt skref í umönnun og aðstoð við fatlaða hér á landi. Fram til þess tíma höfðu þeir ekki átt annars kost en „vera bara heirna" annað hvort einir eða með manneskju bundna yfir sér, eða þá að leita til sólarhringsstofn- ana. Forstöðukona dagvistarinnar er Steinunn Finnbogadóttir, en hún hefur veitt heimilinu forstöðu frá upphafi og hefur mótað alla þess starfsemi í sam- ráði við Sjálfsbjörgu. Starfsfólk dag- vistarinnar eru konur í fjórum og hálfri stöðu, auk þess sem vistmenn dagvist- ar njóta góðs af nábýlinu við sundlaug, endurhæfingarstöð og matsal Sjálfs- bjargar. - Eg vissi í raun og veru ekki hvað ég var að sækja um, segir Steinunn. - Bara að það var eitthvert stjórnunar- starf, sem þyrfti að móta, og það reynd- ist svo vera. Ég fékk strax mikinn áhuga og sá áhugi jókst eftir því sem ég nálgaðist verksviðið. Ég hef því verið ánægð í þessu starfi frá fyrsta degi. Þar að auki hef ég verið ákaflega heppin með starfsfólk, hér hafa lítil manna- skipti verið og nokkur hluti starfs- fólksins hefur verið hér með alveg frá byrjun. - Við mótun starfseminnar hafði sín áhrif að ég hafði áður hugleitt málið og myndað mér skoðanir þar um, því árið 1970 flutti ég tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur um dagvist fyrir aldraða, sem var nýlunda hér á landi, og nefndi þá félagsdvöl aldraðra. - Það hafði lengi verið í vitund Sjálfsbjargarmanna að þessi hlekkur í Steinunn Finnbogadóttir: Höfum lagt okkur fram um að leysa sárasta vanda sem flestra. þjónustustarfi við fatlaða væri nauð- synlegur og reynslan hefur orðið sú að það leysir vanda margra. Nokkur hluti vistmanna er hér fimm daga vikunnar, aðrir tvo eða þrjá og einstaka hálfan daginn. Þannig getum við nýtt eitt pláss fyrir tvo og komið til móts við þarfir fleiri, þó það væri æskilegt að geta leyft fleirum að vera hér fimm daga vikunnar. - Við höfum lagt okkur fram um að nýta plássin til að leysa sárasta vanda sem flestra og yfirleitt tekst okkur að finna viðunandi lausn, án þess að við- komandi þurfi að bíða mjög lengi, þó þeim sem bíði finnist auðvitað öll bið löng. - Það fólk sem hér er, var oft heima, við skilyrði, sem voru engan veginn æskileg, sumir voru einir, bundnir við hjólastól og stundum án nokkurra möguleika til að tjá sig, svo aðstand- endur gátu ekki einu sinni hringt til þeirra til þess að fá að vita hvað þeim liði. Hér getur viðkomandi verið öruggur og í félagsskap á meðan til dæmis kona eða eiginmaður eru í vinn- unni og þau þurfa þá ekki að hafa áhyggjur af því að eitthvað geti komið fyrir á meðan þau eru í burtu. - Annað, sem er mjög mikilvægt fyrir þá sem hér eru, eru möguleikar þeirra til að blanda geði við aðra og njóta þess, sem hverjum manni hlýtur að vera nauðsynlegt, en það er að gefa af sjálfum sér út í samfélagið og fá eitthvað frá öðrum. Auk þess gefst fólki kostur á að taka þátt í starfi eftir möguleikum sínum og áhuga. GOTT SAMFÉLAG - Við opnum hér klukkan hálf níu á hverjum morgni og klukkan níu er morgunverður. Allir eru sóttir heim, bæði þeir sem koma fyrir níu og eins þeir sem seinna koma en fyrir þá er líka morgunverður. A mánudagsmorgnum Spjallað í kaffistofunni. 22

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.