Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 29

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 29
sjálfstæðis eru takmörkuð á stofnun. Þar gefast ekki næg tækifæri til að lifa eigin lífi, held- ur verður að laga sig að reglum og venjum staðarins. FJÁRHAGSHLIÐIN Auk þess sem áður er getið er rétt að minnast á fjárhagshlið- ina. Pláss á sólarhringsstofn- un er dýrt, bæði fyrir þjóðfélag- ið og einstakiinginn. Sem dæmi má nefna kostar hvert pláss á Dvaiarheimiii Sjálfsbjargar í Hátúni þjóðfélagið 243.000 kr. á mánuði, en á móti fá allir þá þjónustu sem heimilið býður upp á. Aftur á móti ef viðkom- andi býr heima hjá sér og fær þjónustu 8 tíma á dag, þá kost- ar hún 55.000 kr. á mánuði fýr- ir þjóðfélagið og einstaklingur- inn fær að halda sínum örorku- lífeyri og tengdum bótum óskertum sem í dag eru í mesta lagi 43.552 kr. Maður getur gert sér í hugarlund hvað þetta þýðir fyrir viðkomandi. Fyrir þjóð- félagið verður kostnaðurinn samtais 98.552 kr. á mánuði. Þegar á heildina er litið sést að aukin og bætt heimaþjónusta og heimahjúkrun hefur ekki aukinn kostnað í för með sér heldur greinilega spamað. STUÐNIN GSÞJÓNUSTA í FRAMTÍÐINNI Augijóst er að hvert stofn- anapláss er dýrt. Fyrir það fé sem sparast við fækkun þeirra má veita margfalt meiri þjón- ustu til handa einstaklingnum á öfium sviðum dagiegs iífs. Slíkt fyrirkomulag er bæði manneskjulegra og þjóðhags- lega hagkvæmara. Stuðningsþjónusta er fyrst og fremst heimahjúkrun og heimaþjónusta, en hugtakið er víðtækara og spannar ýmis önnur atriði sem gerir fólki kleift að búa heima hjá sér eins lengi og mögulegt er. Ýmsir að- ilar geta komið inn í myndina í stuðningsþjónustu við fatlaða einstaklinga og fjölskyldur þeirra. Sem dæmi má nefna hjúkrunarfræðinga, þroska- og iðjuþjálfa, sálfræðinga, tilsjón- armenn og ófaglært fólk. Stuðningsþjónustan getur skipst í þrennt: 1. HAGNÝT AÐSTOÐ - innkaup, hreingemingar, almenn fýlgd og önnur aðstoð utan sem innan heimilis. 2. PERSÓNULEG AÐSTOÐ - aðstoð við aiiar athafnir daglegs lífs. Ennfremur fylgd á vinnustað, námskeið, náms- aðstoð o.fl. 3. SÉRHÆFÐ AÐSTOÐ - iyfjagjöf, ýmis ráðgjöf varðandi heimilisaðstæður. Aðstoð af þessu tagi fellur oft undir aimenna heifbrigðisþjón- ustu eða menntakerfið, svo dæmi séu tekin. Vinnuskipuiagi er hagað þannig, að sama starfsfóik lið- sinni sömu einstaklingunum, enda em persónuleg kynni not- anda og starfsmanns af hinu góða. Nauðsynlegt er að stuðn- ingsþjónustan sé sveigjanleg og taki tillit til þarfa hvers og eins. Notandinn þarf að geta verið sem mest með í ráðum um val á liðsmanni og hversu víðtæk þjónustan þarf að vera. Stuðningsþjónustan getur verið mjög víðtæk, allt frá þjón- ustu við einstaklinginn sem þarf verulega aðstoð til tíma- bundins stuðnings við að- standendur fatlaðra. TILLAGA AÐ ÁLYKTUN Undirbúningsnefndin bar fram tiiiögu að ályktun í lok ráðstefnunnar sem var samþykkt samhljóða: „Ljóst er, að stóriega skortir á lagalegan grundvöll heima- þjónustu við fatfaða. Afþingi ísiendinga hefur á þessu vori tiyggt öidruðum rétt til slíkrar þjónustu. Brýna nauðsyn ber því til að hefja nú þegar undirbúning að þvi að sett verði löggjöf, sem tryggir fötluðum nauðsyniega liðveislu. Með því er þeim gert mögulegt að lifa sjálfstæðu lífi á eigin heimili og annars staðar, þar sem þeir lifa og starfa. Ráðstefnan skorar á stjórn- völd að setja þegar á fót starfs- hóp til stefnumörkunar í þess- um máiaflokki og að tiyggt sé að hagsmunasamtök fatlaðra eigi þar fulitrúa." Að lokum vonar undirrituð það að ráðstefnan hafi lagt sitt af mörkum í baráttunni um réttindamál fatlaðra og að árangur náist í náinni framtið. Einnig væri óskandi að fleiri hagsmunahópar sem berjast fýrir sambæriiegum málefnum ynnu saman, svo sem fatlaðir, aldraðir og sjúklingar. Lilja Þorgeirsdóttir félagsmálafulltrúi hjá Sjálfsbjörg, l.s.f. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 29

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.