Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 6
Af austfirskum vettvangi itstjóra verður von- andi virt það til vorkunnar þó hann ________hverfi austur á land í efnisleit og af því hvoru tveggja tilefnið er tengt Egilsstöðum sakar ekki að rifja upp gamla vísu, sem ort mun í orðastað Austfirðings, en áður a.m.k. voru þeir eystra orðaðir við flámælið fræga öðrum fremur: Héma líður Lögurinn ljúfum meður sefa. Hingað stefnir „högurinn“ hérna vil ég „lefa“. En tungunni vill það tamast, sem hjarta kærast er og svo fer ritstjóra í þetta sinn sem oftar, að ennþá stefnir „högurinn" í austurátt. Tvennt hefur til tíðinda borið þar á sólríkum sumardögum. í fyrsta lagf var á Egflsstöðum Egilsstöðum - langþráður draumur mjög margra var þar með í höfn og í viðtali við þann óbilandi áhugamann, Sigurð Magnússon formann Þroska- hjálpar á Austurlandi, kemur fram það helsta varðandi þessa þráðu sundlaug. Sigurði er öll- um öðrum fremur óhætt að þakka það, að sundlaug þessi er orðin að vemleika dagsins í dag. Fyrst er það greinarkom Sveins, en svo fylgir viðtalið við Sigurð í kjölfarið: „Föstudaginn 23. júní sl. var opnuð sýning í íþróttahúsinu á Egilsstöðum undir nafninu Drekinn '89. Þar sýndi fjöldi fyrirtækja hvaðanæva að af Austurlandi framleiðslu sína og var sýningin með afbrigðum vel sótt. Verndaði vinnustaðurinn Stólpi á Egilsstöðum var þama með sýningarbás, sem vakti greinilega mikla athygli. Við teljum hér að þetta sé í fyrsta sinn sem verndaður vinnu- staður fatlaðra tekur þátt í svona sýningu. Markmið okkar með þátt- tökunni var að auglýsa fram- leiðslu Stólpa og um leið að leita eftir hugsanlegum nýjum verk- efnum. í sýningarbás Stólpa var aðaláhersla lögð á það að kynna af hálfu bæði vinnustaðarins og Svæðisstjórnar um málefni fatl- aðra á Austurlandi, réttindi fatlaðra og möguleika þeirra til vinnu, náms, styrkja og alls þess sem málefni fatlaðra spanna í heild sinni. Sýningin þótti takast í alla staði mjög vel og verður væntanlega mikil lyftistöng fyrir atvinnuþróun í fjórð- ungnum. í framhaldi af þessu þykir rétt að koma á framfæri við Fréttabréfið nokkmm upplýs- ingum um vinnustaðinn sjálf- an, fyrst svo gullið tækifæri gefst. Á Egilsstöðum er starfandi vemdaður vinnustaður fyrir Austurland, sem er öllum opinn án tillits til fötlunar. Hér starfa daglega átta manns frá Egils- stöðum og fjórir, sem koma tvo daga í viku. Vinnustaðurinn, forstöðumaðurinn og skiltið góða í glugganum. mikil atvinnusýning, nefnd Drekinn '89 og var fjölsótt með afbrigðum. Þar sýndi verndaði vinnustaðurinn Stólpi sína framleiðslu og gafst um leið ágæt innsýn í það hvað unnt er að gera fyrir fatlaða, ef vel er að verki staðið. Forstöðumaðurinn Sveinn Símonarson var svo elskulegur að senda Fréttabréfinu grein um sýninguna og starfsemi Stólpa um leið og er hún birt hér og Sveini færðar þakkir um leið. Hitt atriðið varðar vígslu sundlaugar við Vonarland á Setið að snæðingi í Stólpa. 6

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.