Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 24
Helgi Hróðmarsson
Félagsstarf á vegum Þroska-
• •
hjálpar og Oryrkjabandalags
Núna er langt liðið á annað ár í
framkvæmd hinnar félagslegu fram-
kvæmdaáætlunar Landssamtakanna
Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags
íslands. Á þessum tíma hafa mörg þörf
verkefni skotið upp kollinum. Hér á
eftir mun ég skýra frá nokkrum þeirra.
KYNNING í
GRUNNSKÓLUM
I febrúar síðast-
liðnum hófust heim-
sóknir í grunnskóla
borgarinnar með
kynningu á málefnum
fatlaðra. Sýndur var
þáttur um skólamál úr
þáttaröðinni HALT-
UR RÍÐUR HROSSI
og myndir um að-
gengi. Auk þess voru
samtök fatlaðra kynnt
og ýmis verkefni sem
þau hafa beitt sér fyrir.
Víða kom fram í
viðræðum við nem-
endur að ekki veitir af
kynningu sem þessari.
Ætlunin er því í
nóvember næstkom-
andi að halda áfram
þessari yfirreið og
heimsækja fleiri
skóla.
skylda og virðing; almenn aðstoð;
sjúkraþjálfun; vinnustellingar og
vinnuhagræðing og viðhorf og reynsla
neytenda. Auk þess voru almennar
umræður þar sem þátttakendur komu
fram með athugasemdir og ábend-
ingar. Á námskeiðinu kom fram að
mánudegi til laugardags. Þátttakendur
hittust í Skátahúsinu við Snorrabraut
60 alla morgna kl. 10.00 og voru við
leik og störf að hætti skáta fram til kl.
16.00.
Farið var í rútu um Reykjanes-
svæðið, þar sem laxeldisstöðin
Islandslax var skoðuð
og að Bláa lóninu þar
sem farið var í sund.
Reykjavíkurhöfn var
skoðuð, rennt fyrir fisk
og farið um borð í báta.
Farið var til Þingvalla,
umhverfið skoðað og
siglt um vatnið. Farið
var í Viðey og eyjan
skoðuð. Þá var farið á
hestbak við Laxnes.
Gengið var um skíða-
svæðið við Hengil og
skátaskálinn Dalakot
skoðaður. Þá var farið í
útilegu í Vífilsbúð við
Heiðmörk þar sem
kennt var að tjalda, elda
mat á eldi og um kvöld-
ið var efnt til kvöld-
vöku.
Leiðbeinendur á
námskeiðunum eru allir
reyndir skátaforingjar
með reynslu í starfi með
börnum og unglingum,
NÁMSKEIÐ FYRIR
LEIÐBEINENDUR
22. júní síðastliðinn var haldið
námskeið fyrir leiðbeinendur á
námskeiðum og í annarri starfsemi fyr-
ir fatlaða. Miðað var við að þátt-
takendur hefðu ekki sérstaka menntun
á þessu sviði. 36 þátttakendur mættu á
námskeiðið víðsvegar að. Þeir fyrir-
lestrar sem haldnir voru á námskeiðinu
voru: Hvað er fötlun?; flogaveiki og
önnur læknisfræðileg atriði; viðhorf
og reynsla foreldra; hjálpartæki og
hjálpartækjanotkun; frístundir og
vinátta; foreldrasamstarf; þagnar-
nauðsynlegt væri að halda fleiri svona
námskeið á næstu árum og er sjálfsagt
að taka tillit til þessara óska.
ÆVINTÝRANÁMSKEIÐ Á
VEGUM SKÁTA?
Eins og fram hefur komið hafa
Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið
hafið samstarf við Bandalag íslenskra
skáta um framkvæmd svokallaðra
ævintýranámskeiða. Nýlega lauk
slíkum námskeiðum sem haldin voru
vikurnar 3.-8. júlí og 17.-22. júlí. Alls
sóttu námskeiðin 18 þátttakendur.
Hvert námskeið stóð í sex daga frá
fötluðum sem ófötluðum. Leiðbein-
endurvoru: ÓlafurSteinnPálsson, sál-
fræðingur, Unnur Á. Kristjánsdóttir,
fóstra, Einar Daníelsson og Marianne
Thönnen.
Þetta samstarf hefur verið
ánægjulegt, enda hafa skátarnir unnið
mjög gott starf og eiga heiður skilinn
fyrir framkvæmd námskeiðanna.
Þess má geta, að skátarnir hafa
ákveðið að gefa út bækling sem vera á
leiðbeining fyrir skáta, sem starfa
munu með fötluðum í skátastarfi í
framtíðinni. Þetta eykur líkur á að
fatlaðir hasli sér völl innan skáta-
24