Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 15
ofangreinda vísitölu. Það vantar því
51% uppá að hærri lánin haldi verð-
gildi sínu frá 1987 eða kr. 70.000, og
47% á lægri lánin, eða kr. 37.000.
Núverandi stjórnvöld eru því upp-
vís að því að hafa um síðastliðin ára-
mót skert kjör öryrkja hvað bílakaup
varðar með því að:
1. Láta ekki styrki til bifreiðakaupa
öryrkja hækka í fullu samræmi við
meðaltalshækkun á bifreiðum.
2. Láta ekki greiðslur vegna hjálp-
artækja í bílana (vökvastýris og sjálf-
skiptingar) hækka í fullu samræmi við
hækkun bifreiðanna, heldur skerða
þær stórlega, sem lýsir skorti á skiln-
ingi fyrir sérþörfum hinna mest fötl-
uðu.
3. Láta ekki lán til bifreiðakaupa
öryrkja hækka í fullu samræmi við
hækkun bifreiða, til þess að þeir hafi
sömu möguleika á að komast yfir bif-
reið og áður þrátt fyrir lágan lífeyri, en
lán þessi hafa verið, og vonandi verða
þau áfram hluti af kjörum öryrkjanna.
Og hvatningu sinni lýkur Bragi
svo:
Samtök öryrkja mega ekki una
þessum skerðingum, og verða að krefj-
ast þess af stjórnvöldum að þau, nú
þegar, hækki lán til kaupa á öryrkja-
bifreiðum og greiðslur fyrir hjálpar-
tæki í þær að fullu til samræmis við
hækkun á nýjum bifreiðum, samanber
vísitölu Hagstofu Islands og á næsta
ári verði styrkur til kaupa á öryrkjabif-
reiðum einnig hækkaður að fullu til
samræmis við nefnda vísitölu.
Við skorum á samtökin að beita
öllum tiltækum ráðum til að ná fram
ofangreindum leiðréttingum nú þegar,
og birta opinberlega þessa skerðingu
stjómvalda náist leiðrétting ekki fram.
Með bestu kveðjum og fyrirfram
þökkum,
F.h. Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á
Akureyri og nágrenni.
Bragi Halldórsson.
Um mál þetta var fjallað á
framkvæmdaráðsfundum Ö.B.Í. og
það framsent til stjórnvalda með
ákveðinni ítrekun, síðan gengið á fund
þeirra til að knýja enn frekar á um
nauðsyn úrbóta. Viðbrögð hafa enn
ekki fengist sem við má una.
Varðandi styrki til bifreiðakaupa,
sérbúnaðs og bifreiðakaupalána mun
sérstaklega verða gengið eftir því við
stjómvöld að þau leiðrétti fyrir næstu
úthlutun þær upphæðir sem þarna
skipta máli. Vitað er að bæði hjá trygg-
ingaráði og heilbrigðis- og trygginga-
ráðuneyti eru uppi hugmyndir um
kerfisbreytingu á allri aðstoð við fatl-
aða varðandi bifreiðakaup m.a. sam-
ræmi í úthlutun bifreiðakaupastyrkja
og iána. Hvað sem réttmæti þess líður
er ólíðandi að þessi kjör séu skert, svo
mikilvæg sem þau eru öryrkjum, svo
mikilvæg að segja má að þau ryðji
mörgum brautina til eðlilegra lífshátta.
Um skattamálin mun næsta Alþingi
fjalla með einhverjum hætti að okkar
ósk.
LEIÐRÉTTIN G AR
í þættinum Spurt og svarað í
síðasta Fréttabréfi, bls. 10-11 komst
á einhvem óskiljanlegan hátt hin
meinlegasta villa inn í svör Mar-
grétar H. Sigurðardóttur deildar-
stjóraT.R. í svari nr. 3 sem fjallar um
rétt til bensínpeninganna svoköll-
uðu.
Rétt er að foreldrar fatlaðra bama
eiga ekki rétt á bensínstyrk s.s. þar
segir og á því önnur málsgrein í svari
þrjú sem hefst svo: Foreldrar
fatlaðra bama o.s.frv. að falla niður.
Það minnir hins vegar á það hvort
ekki sé fyllsta nauðsyn til þess að
koma til móts við þetta fólk, einmitt
nú, þegar öll framkvæmd 10. greinar
laganna um málefni fatlaðra er af-
markaðri og þrengri orðin, eins og
mestar líkur em á.
En Margrét og lesendur allir eru
beðnir velvirðingar á þessu.
Einnig er sómakonan Vigdís
Þjóðbjamardóttir beðin velvirðingar á
lítt skiljanlegum villum í ljóðum henn-
ar ágætum hér í síðasta blaði. Annars
vegar er þetta í Vögguvísum síðasta
erindi sem á að vera þannig:
Nú legg ég þig í litla rúmið þitt
og ljóssins englum fel ég bamið mitt.
Og bið þá vaka vöggu þinni hjá
og vemda það sem dýrmætast ég á.
Smáorðin í byrjun féllu öll niður.
Og lokin á hinu fallega kvæði
Fossinn:
Minn andi hljóður fagnar frelsi þínu
og finnur gleði við þinn ljúfa nið.
Og máske sól með lífsins ljósi sínu
mig leysi úr viðjum eilífðar við frið.
Einlæg afsökunarbeiðni á afglöp-
um ritstjóra fylgir með.
Hann þarf greinilega að vanda sig
betur við alla yfirferð.
H.S.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
15