Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 4

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 4
raun og veru eru öll önnur mál grundvölluð á þessari meginspurn- ingu. Því verða allir sem vinna að hagsmunum fatlaðra, að standa saman í einni fylkingu til þess að ekki verði áfram neytt aflsmunar og fatlaðir verði undir í lífskjarabaráttu sinni. í því samstarfi Ö.B.Í. og Þroska- hjálpar sem haldið hefur verið áfram fram á þennan dag og falist hefur fyrst og fremst í samráðsfundum, þar sem fjallað hefur verið um margvísleg mál er tengjast hagsmunum fatlaðra, hefur enginn grundvallarmunur komið fram í afstöðu þessara samtaka. Einmitt hefur sú vinna sem þar hefur farið fram, sannfært mig betur en áður, um að málefnalegur ágreiningur á ekki að þurfa að standa í vegi nánara samstarfi. En í hinni sífelldu hags- munabaráttu sem alltaf er í gangi í þjóðfélaginu, verða þeir sem í þeirri baráttu standa fyrir fatlaða að mynda eina skilvirka og samhenta sveit, sem getur leitt þá baráttu og verið hin pólitíska herdeild hagsmunasamtaka fatlaðra. Við lifum öll í síbreytilegum heimi, það sem var rétt fyrir 10 árum, þarf ekki að vera rétt í dag. Það sem var talið best í gær, verður ekki endilega talið það besta á morgun. Það má því ekki láta ákvarðanir sem teknar voru á síðastliðnum áratug, blinda eðlilega sýn til framtíðar. Skoðanir sem jafnvel mótast öðru fremur af tilfinningum, mega ekki standa í vegi fyrir því að rök ráði för. Eggert Jóhannesson. Um höfundinn: Eggert Jóhann- esson er framkvæmdastjóri Svæð- isstjórnar Suðurlands og fyrrver- andi formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Hann á sæti í sam- vinnunefnd Ö.B.Í. og Þroska- hjálpar. Áætlunarbílstjóri eystra fór ætíð varlega enda vegir þá vondir og aldrei hlekktist honum á. Farþegum þótti seint sækjast. Einu sinni ók bílstjóri fram á tvo stráka gangandi og bauð þeim far með sér. „Nei, þakka þér fyrir, við erum að flýta okkur“, var svarið. Nágrannakritur er algengur. Ekki var það sízt á árum áður milli Eskfirð- inga og Reyðfirðinga, og ekki bætti úr skák, að kirkjugarður þeirra Eskfirð- inga var í landi Reyðarfjarðar þá. Jafnaldri Helga Seljan lagði fyrir hann þessa spumingu (þetta var um tíu ára aldurinn): „Veistu hvert Eskfirð- ingar fara eftir dauðann?“ Helgi svaraði að sjálfsögðu: „Til Guðs“. Þá hló hinn og sagði: „Ne, hei, þeir fara sko til Reyðarfjarðar'? • Hreppsnefndarmaður eystra lenti í harðri deilu við „kollega" sinn og afgreiddi hann svo: „Þetta er rangur misskilningur hjá þér“. • Bóndi á Héraði þá rígfullorðinn hafði náð sér í konu frá Seyðisfirði. Hún var sögð ráða mestu um hvaðeina, en bóndi var þó drjúgur með sig yfir konunni og sagði við piparsvein í grenndinni: „Heyrðu, á ég ekki bara að útvega þér kvenmann. Þetta er enginn vandi". Piparveinninn svaraði: „Jú, blessaður gerðu það, en hafðu hana ekki frá Seyðisfirði". Bóndi mælti ekki fleira. Hvað skyldu menn hlera hér? Maður einn var á lélegri bifreið og fór varlega, varð raunar stundum of seinn á ákvörðunarstað. Eitt sinn, er hann kom eftir afgreiðslutíma, mælti hann spaklega sér til afsökunar: „Það er nú betra að vera tíu mínútum lengur og komast það, en tíu mínútum fljótari og komast ekki“. • Það þótti kaldranalegt hjá presti eystra, sem var að tala um tvo menn sem farist höfðu á voveiflegan hátt. Annar var sóknarbam prests, mætasti maður, og kvað prestur illt, að hann hefði farizt, en bætti svo við: „En það var þó ekkert hjá hinum, hann var með háskólapróf og var því akademískur borgari“. Bóndi einn eystra var vanur að koma beint að hlutunum. Hann kom á næsta bæ þeirra erinda að sækja naut handa kú sinni. Drengur kemur til dyra og bóndi spyr í síbylju: „Sæll, sæll. Er tarfurinn heima? Er pabbi þinn heima?“ Drengnum vafðist tunga um tönn. • Og í lokin af fyrrgreindum presti, sem sagður var hafa verið í sjálfboðavinnu við smíðar í Skálholti á námsárum sínum. Smiðurinn sendi hann eftir planka að lengd 120 cm. Prestlingur kom aftur plankalaus og stundi upp: Eg get ekki mælt þetta. Tommustokkurinn er ekki nógu langur. 4

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.