Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 10
ÁBENDINGAR
Skyldu þau ekki geta komið með ágætar ábendingar?
Hingað kom Guðmundur Gíslason
fv. kaupfélagsstjóri og varaþingmaður
að austan og átti erindi nokkur.
Hann kom með þá ákveðnu
ábendingu, sem hann hefur kynnt að-
stoðarmanni fjármálaráðherra, að 12-
16 ára unglingar fái skattkort. Við hér
viljum gjarnan hnykkja á þessari
ábendingu, því okkur er ljóst að
staðgreiðslukerfi skatta hefur haft í för
með sér umtalsverða aukna skattbyrði
alltof ntargra öryrkja og hefur það áður
verið reifað ljóslega hér í Frétta-
bréfinu.
Hugmynd Guðmundar snertir
foreldra fatlaðra barna, sem hafa um-
sjón með bömum sínum heima með
því mikla aukaálagi sem fylgir og
skerðingu atvinnutekna um leið, en
engu að síður er þá reynt að vinna á
öðrum tímum úti með aukakostnaði og
óþægindum þá.
Guðmundur spyr: Geta ekki ör-
yrkjar fengið skattkort 12-16 ára?
Forráðamenn sem ekki vista bömin á
stofnun eða heimili, heldur hafa alla
umsjón með þeim heima, gætu þá nýtt
skattkortið.
Þetta væri viðbótaraðstoð við þá
hjálp, sem 10. grein laganna um mál-
efni fatlaðra veitir foreldrum.
Guðmundur talar ekki um 100%
skattkort, heldur nefnir t.d. 70%. Þetta
er allrar athygli vert.
•
Hingað kom kona sem ekki vill láta
nafns síns getið og spurði um greiðslu
barnalífeyris til öryrkja og bað um
skýringar á þeim mismun, sem er á
greiðslu hans vegna 16-18 ára bama,
eftir því hvort viðkomandi er heil-
brigðureða öryrki sjálfur. Hún sagðist
eiga 16 ára bam sem væri öryrki, sjálf
væri hún öryrki, en við 16 ára aldurinn
hefði barnalífeyririnn fallið niður
vegna þess að þá hefði viðkomandi
barn hennar verið orðinn sjálfstæður
örorkuþegi með fastar, fullar bætur.
Þetta var skýring Tryggingastofn-
unar ríkisins og fljótt á litið virðist ekki
um óeðlilega afgreiðslu að ræða.
En konan héltáfram: Vinkonamín,
sem einnig er öryrki á líka 16 ára
alheilbrigt barn, sem hefur nú mán-
aðartekjur sem eru u.þ.b. helmingi
hærri en tryggingabætur dóttur minn-
ar.
Hún færóskertan barnalífeyri engu
að síður. Eg hygg að konan hafi fengið
leiðréttingu síns máls af því hún gerði
að því gangskör. En svona hlutir mega
ekki koma upp sem bein og ótvíræð
mismunun, þar sem síst skyldi.
Sett fram hér til umhugsunar og
væntanlega úrbóta, enda hæg heima-
tök þess, sem þykist vera að end-
urskoða alla tryggingalöggjöfina.
•
Sá glöggi og greinargóði maður,
Guðmundur Bernharðsson, sem hefur
reynst Fréttabréfinu drjúgur liðsmaður
nú og áður, kemur stundum að máli við
mig og hefur þá jafnan eitthvað til mála
að leggja.
Honum er hugleikin félagsstarf-
semi íbúanna hér í Hátúnshúsunum og
víkur oft að því, að Öryrkjabandalagið
þyrfti endilega að styðja íbúana og
virkja þá til einhvers lifandi félags-
starfs.
Guðmundur kann manna best að
meta kvöldvökur vetrarins, sem við
hér á skrifstofunni sjáum um og raunar
hælir hann okkur svo á hvert reipi að
ekki er hafandi eftir hér af mér.
En Guðmundur sem sjálfur á gnótt
efnis aflögu til skemmtunar og
fróðleiks, vill meina að margir hér séu
sem hann og geti lagt sitt af mörkum í
margri grein, en til þess þurfi aðstoð,
stuðning, örvun og máske örlitla fjár-
hagsaðstoð frá Öryrkjabandalaginu.
„Hér á ekki allt að snúast um
sjónvarp og vídeó“ segir Guðmundur
og hefur vissulega mikið til síns máls.
Abendingu hans um þetta efni er kom-
ið á framfæri. Vissulega væri gaman
að rey na, en hins ber þá að geta um leið,
að ekki eru kvöldvökumar sóttar svo
sem mér finnst að vert væri, þegar svo
sjaldan er saman komið,með það að
leiðarljósi, að „maður sé manns
gaman“ og hvað sem hógværð minni
margfrægri líður, þegar boðið er upp á
jafngóða skemmtun og þar er þó gert -
og það er vitað af öllum hér.
En áhugamál Guðmundar er það,
að það hæfileikafólk, sem hér er að
finna - verði virkjað til þess sem helst
getur veitt því sjálfu og öðrum um leið
aukna lífsfyllingu og ofurlítinn gleði-
auka.
Með þessari ábendingu getur rit-
stjóri ekki stillt sig að skella mynd af
síðustu kvöldvöku þ.e. þeim hóp, sem
bar af henni hita og þunga.
Og þá hafa menn það.
•
Mikið er búið að ræða og rita um
10