Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 25
v'era hjá Geðhjálp í sumar. Þar má
nefna starfrækslu ferðaklúbbs sem
skipulagt hefur dagsferðir um
nágrennið og veiðiklúbb sem skipu-
lagt hefur veiðiferðir.
FÉLAGSMÁLASTARF Á
NORÐURLANDI
Samþykkt hefur verið að veita
styrk til félaga fatlaðra á Akureyri og
nágrenni vegna félagsmálastarfs á
svæðinu. Aðaltengiliður okkar vegna
þessa er Baldur Bragason á Akureyri.
Áætlað er að byrja þetta starf með
haustinu.
Hér að ofan hef ég nú nefnt sum af
þeim verkefnum sem að undanförnu
hafa verið styrkt í gegnum framkvæmd
hinnar félagslegu framkvæmdaáætl-
unar. Þó eru ótalin mörg baráttumál
sem Samvinnunefnd samtakanna
hreyfingarinnar, og verði þar með
skrefi nær því að lifa eðlilegu lífi.
REIÐNÁMSKEIÐ
Hafin er starfræksla reiðnám-
skeiða að Reykjalundi, Mosfellsbæ,
þar sem góð aðstaða og allur útbúnaður
er fyrir hendi. Námskeiðin eru miðuð
við þarfir og getu fatlaðra og annarra
sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda.
Umsjónarmennirnir, þær Hjördís
Bjartmars og Sigurveig Magnúsdóttir,
hafa báðar reynslu í reiðþjálfun
fatlaðra. Farið er í stutta reiðtúra og
leiki, auk þess sem undirstöðuatriði
varðandi reiðmennsku og meðferð
hestsins eru kennd. Nú hafa verið hald-
in 3 námskeið og fleiri verða haldin ef
næg þátttaka fæst.
LEIKLIST
Nýlega var stofnaður leikhópurinn
FORMSATRIÐI. I hópnum verða
bæði fatlaðir og ófatlaðir. I forsvari
fyrir hópinn eru þau Omar Bragi
Walderhaug, Málfríður Sigurðardóttir
og Sigurður Björnsson. Semja á stutta
sjálfstæða leikþætti, 5 til 30 mínútna
langa. Efnið verður miðað við að í
hverjum leikþætti komi fram áróður
eða ádeila varðandi málefni fatlaðra og
sjónarmið þeirra. Byrjað er að semja
efnið í þættina og með haustinu verður
fenginn viðurkenndur leikari eða leik-
stjóri til að setja leikþættina upp og
stjóma æfingum hópsins. Tilgangur
þessa starfs er að kynna almenningi
málefni fatlaðra og stöðu þeirra í sam-
félaginu.
SÖNGSTARF Á VEGUM
GEÐHJÁLPAR
Forsvarsmenn Geðhjálpar hafa
ákveðið að fara af stað með söng-
starfsemi. Þjálfa á þátttakendur í söng
og ekki síður beina þeim sem áhuga
hafa út í aðra almenna kóra, þannig að
fólk blandist og taki þátt í starfi úti í
þjóðfélaginu. Áætlað er að byrja á
þessu í haust þar sem mikið er um að
hefur beitt sér fyrir. Fram hefur komið
að þörfin fyrir svona starfsemi er
mikil. Því er nauðsynlegt að halda
áfram í einhverri mynd í von um
fjölbreyttara líf fyrir þátttakendur.
Nú er ákveðin reynsla komin í
farteskið og mikilvægt er að fylgja
henni eftir í átt að nýjum verkefnum.
Helgi Hróðmarsson,
starfsmaður Þroskahjálpar
og Orvrkjabandalags.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
25