Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 23

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 23
í handavinnuhorninu, Guðrún Ó. Melax við útsauminn. Myndin Bryndís. er vemdaður sundtími klukkan tíu til tólf, á þriðjudags- og fimmtudags- morgnum eru hópæfingar hjá sjúkra- þjálfum Sjálfsbjargar, á miðviku- dagsmorgnum erum við með léttar æf- ingar og slökun hér inni, en á föstu- dagsmorgnum förum við út í aðra sálma; þá er músíktími. Þá kemur Sig- rún Bárðardóttir, sem er píanóleikari og mikil músíkmanneskja, íbúi í Hátúni 10 og spilar á píanóið, og við sameinumst í söng og bregðum fyrir okkur danssporum, ef okkur býður svo við. Eftir morgunmat skiptir fólk sér í hópa eftir áhuga og löngunum. Það er handavinnuhópur, en handavinna er mjög mikilvægur þáttur í okkar starf- semi, aðrir setjast í blaðahornið og lesa blöðin; við erum með öll dagblöðin hér, aðrir spila á spil og enn aðrir setjast í rabbhomið og njóta þess sígilda ánægjuefnis að spjalla saman um lífið og tilveruna. - A eftirmiðdögum skipar handa- vinnan stóran sess, sumireru í sérmeð- ferð hjá sjúkraþjálfum og sundlaugin, sem er mjög mikilvægur þáttur í okkar starfi, er opin vissa tíma á dag fyrir þá sem geta verið þar án aðstoðar. Fólk getur lagt sig, hér er mjög góð hvíldaraðstaða, og á föstudögum er ég með myndasýningu með íslensku tali. Hér er myndbandstæki þar sem ég sýni myndir sem mér tekst að verða mér úti um, til dæmis frá fræðslumyndasafn- inu. Þetta eru alls konar íslenskir þætt- ir, en hér hentar ekki að vera með er- lent, textað efni, því þar geta ekki nærri allir fylgst með. Upp úr hálffjögur fer svo fólk að tínast heim, við lokum hálf- fimm og allir eru keyrðir heim. - Aðrir fastir liðir í okkar starfi eru vor- og haustferðin, sem eru dagsferðir hér í nágrennið, jóla- og páskagleði og þorrafagnaður. A jóla- og páskagleð- ina höfum við alltaf fengið listafólk til að mæta hér. Það hefur ekki fengið greitt fyrir sína vinnu, en það eru til önnur laun en gjaldmiðill og ég vona að þau laun hafi borist þessu góða fólki. Þorrafagnaðurinn er þorrablót með öllu tilheyrandi þó ég hafi aldrei kallað þetta blót heldur fagnað. Við njótum góðs af því að vera í nábýli við vinnu- og dvalarheimilið, við höfum aðgang að sundlauginni og sjúkraþjálfum auk þess sem við borðum á dvalarheimilinu hér uppi í hádeginu og fáum okkar kaffibrauð þaðan. - Ég sé ástæðu til að geta þess hvað þessi hópur myndar gott samfélag. Hér eru allir svo hlýir og láta sig hina svo miklu skipta, ef einhvern vantar er strax grennslast fyrir um hvort eitthvað sé að, fólk hjálpar hvert öðru og slíkt er mjög mikilvægt. Hér fá menn að vita að þeir skipta máli og að aðrir láti sig þá einhverju varða. Það er lærdómsríkt að þetta fólk sem lifir við svo mikið af hindrunum skuli sýna meiri hlýju og áhuga á náunganum en margir þeirra sem eru fullfrískir. Það getur vel verið, að þeir sem hafa svona mikla reynslu að baki og komast til þess að ná einhverju jafnvægi á sína tilveru kunni betur að meta gleði og gott viðmót og virðist því hafa meira til að bera en við hin sem ætlum að höndla allt í einu. MARGIR VITA EKKI UM DAGVISTINA - Það er ótrúlegt, en mjög margir fatlaðir vita ekki að dagvistin er til og að þeir hafi þennan möguleika. Ég hef oftar en einu sinni orðið vör við að menn hafa allt í einu áttað sig á hvemig starfsemin hér er rekin og fundist það stórkostlegt. - Sumir hafa þá verið svo lengi einir að það er óskaplega mikið átak fyrir þá að drífa sig af stað og koma hingað, en það hefur ekki komið fyrir ennþá að neinn hafi viljað hætta, nema þá af einhverjum alveg sérstök- um ástæðum. - Vegna þess að það gæti verið að einhver, sem ekki hefur vitað um dagvistina áður og vildi nýta sér þessa þjónustu læsi þetta, vildi ég rekja hvemig umsókn um dagvist gengur fyrir sig. Umsóknareyðublöð sem eru sótt til mín, eru fyllt út af viðkomandi og hans lækni. Ef okkur sýnist að um- sækjandi geti notið sín hjá okkur heim- sæki ég hann, en með því vinnst þrennt. Til að byrja með hitti ég hann persónulega, sé hans ástand og kring- umstæður. Eins kynni ég fyrir honum heimi 1 ið og hvers sé að vænta þar ef vel tekst til.I þriðja lagi þekkir þá viðkom- andi þó eitt andlit, þegar hann mætir í fyrsta sinn, en það reynist mörgum erfitt, oft eftir mikla einveru og inni- lokun að koma í fyrsta sinn í alls ókunnar aðstæður. - Ég er ánægð með h vernig t i 1 hefur tekist með starfsemina hér. Ég fór til Noregs 1982, til að kynna mér starfsemi svipaðra stofnana í Osló og Tromsö og af því dró ég mikinn lærdóm, en hlýt að segja það hér, sem gladdi mig mjög að ég sá ekki að okkar heimili stæði þeim nokkuð að baki, nema síður væri. Hér kom líka á dög- unum íslensk kona, sem er búsett í Osló, til að kynnast starfseminni hér hjá okkur, í tengslum við það, að verið er að stofnsetja nýtt heimili fyrir aldraða í Osló. - Mér finnst afskaplega ánægjulegt að Sjálfsbjörg, sem frumkvöðull að svona starfsemi hér á landi, hefur komist að því að dagvistin var gæfuspor í átt til sem bestrar þjónustu við fatlaða. Þjónustu, sem allir eru sammála um að þurfi að efla. Ég tel að það ætti að fjölga heimiliunum hér á landi, en hafa þau ekki mjög fjölmenn, og alls ekki fjölmennari en þetta. Tuttugu og fimm vistmenn væri æskileg tala því með þeim fjölda væri hægt að bjóða upp á fjölbreytta möguleika til afþreyingar og starfs en um leið hægt að halda dagvistinni sem stóru heimili í vitund allra. L.G. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 23

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.