Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 28

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 28
2júní sl. var haldin ráð- stefna um stuðnings- þjónustu á Holiday • Inn-hótelinu í Reykja vik. Að ráðstefnunni stóðu Sjálfsbjörg, landssamband fatl- aðra og Landssamtökin Þroska- hjálp. í undirbúningsnefnd ráð- stefnunnar voru Ásta B. Þor- steinsdóttir og Andrés Ragn- arsson frá Þroskahjálp og Guð- ríður Ólafsdóttir, Hrafn Sæ- mundsson, Ólöf Ríkarðsdóttir og Theódór A. heitinn Jónsson frá Sjálfsbjörg. Starfsmenn nefndarinnar voru Einar Hjörleifsson og undirrituð. STUÐNIN GSÞJÓNU STA Á ráðstefnunni var íjallað um stefnu samtakanna næstu árin á sviði stuðningsþjónustu. Undir hugtakið stuðningsþjón- usta falla bæði heimaþjónusta og heimahjúkrun. Fyrirlesarar voru aðilar er tengjast heimaþjónustu og heimahjúkrun. Fjallað var um eftirfarandi atriði: Lilja Þorgeirsdóttir höfundur þessa greinargóða yfirlits. - Kynningu á heimahjúkrun í Reykjavík, - drög að frumvarpi til laga um félagslega þjónustu á veg- um sveitarfélaga, - markmið og hlutverk heimaþjónustu, - reynslu tveggja aðila af Jón Björnsson, félagsmálast jóri Akureyrar, fangar athygli allra eins og jafnan. núverandi þjónustukerfi í heimahúsum, - þarfir aðstandenda fatlaðra barna og ungmenna fyrir stuðningsþj ónustu, - hlutverk tilsjónarmanna í Kópavogi, - hlutverk þroskaþjálfa í þjónustu við fatlaða, - hlutverk svæðisstjóma í stuðningsþj ónustu, - aðhæfing hjálpartækja og ráðgjöf til fatlaðra. HELSTU SJÓNARMIÐ SEM FRAM KOMU Á RÁÐSTEFNUNNI Að dveljast á stofnun: Sú stefna hefur löngum verið ríkjandi á sviði félagslegrar þjónustu að best væri að byggja stofnanir bæði fyrir aldraða og fatlaða. Þeir sem ættu í erfið- leikum með að sjá um sig sjálfir væm fluttir frá heimilum sínum á sólarhringsstofnanir. Margir sem í dag dveljast á stofnun vegna fötlunar sinnar myndu kjósa að búa í heima- húsi ef þess væri kostur. Með góðri heimaþjónustu og heimahjúkmn, sem lagaði sig að þörfum hvers og eins, myndu fleiri treysta sér til að búa á eigin heimili. Ýmsar stofnanir em nauð- synlegar og geta boðið upp á mjög góða þjónustu. En þjón- ustan er oftast sú sama fyrir alla og ekki er tekið tillit til að flestir geti bjargað sér að nokkm leyti og þurfa einungis aðstoð að vlssu marki. Hætta er á að fólk verði óvirkt og fmm- kvæðið hverfi með tímanum. Einstaklingur sem vill gera ákveðna hluti sjálfur finnst hann oft vera fyrir. Tækifæri til einkalífs og 28

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.