Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 13
UM BRÉFASKÓLANN
Hugleiðing Arnþórs Helgasonar
Aðfararorð ritstjóra:
Eins og áður hefur verið getið
allvel hér í Fréttabréfinu, þá gerðist
Öryrkjabandalagið eignaraðili að
Bréfaskólanum á liðnu ári og á þar nú
10% eignarhlut.
Bréfaskólinn hefur lengi verið ein-
hver mikilvægasti hlekkur þess, sem
nú er víst einu orði nefnt fjarkennsla,
brautryðjandi um
leið og margur
hefur virkilega
notið góðs af
fjölþættri og vax-
andi starfsemi
skólans.
Það var því án
alls efa skynsam-
legt að taka þama
þátt, þegar færi
gafst og þá er svo
að vona að því
megi þannig fyrir
koma, að fatlaðir
megi í vaxandi
mælinjótagóðsaf.
í stjóm Bréfa-
skólans af hálfu
Öryrkjabandalagsins situr Arnþór
Helgason og í fulltrúaráði auk stjórnar
sitja þær Asgerður Ingimarsdóttir og
Jóna Sveinsdóttir.
A aðalfundi Bréfaskólans sl. vor
kom glögglega fram mikill og vaxandi
áhugi allra aðila, ekki sízt skóla-
stjórans, Guðrúnar Friðgeirsdóttur, að
ná sem allra bezt til sem allra. Eign-
araðilar Bréfaskólans eru nú: Sam-
band íslenzkra samvinnufélaga (30%),
Farmanna- og fiskimannasambandið,
Bandalag starfmanna ríkis og bæja,
Menningar- og fræðslusamband al-
þýðu, Kvenfélagasamband Islands og
Ungmennafélag íslands, sem nýlega
hefur endumýjað aðild sína að skól-
anum, öll með jafnan 10% hlut utan
S.Í.S.
Mér þótti þessi umræddi aðal-
fundur bera mikilli bjartsýni og bar-
áttuhug ágætt vitni og fékk því for-
mann bandalagsins til að setja niður á
blað nokkrar hugleiðingar urn Bréfa-
skólann, nytsemi hans fyrir Ör-
yrkjabandalagið og framtíðarhug-
myndir, svo og um fleiri atriði, sem
hann vildi fræða lesendur Frétta-
bréfsins um.
Er Arnþóri þar með gefið orðið:
Eins og kunnugt er stofnaði
samvinnuhreyfingin Bréfaskólann
Arnþór Helgason.
fyrir tæpum 50 árum og síðar varð
Alþýðusamband Islands meðeigandi.
Málefni skólans þróuðust svo þannig
að eigendum var fjölgað og rekstur
hans var numinn úr tengslum við rekst-
ur Sambandsins.
Bréfaskólinn var þarft framtak á
sínum tíma og olli tímamótum í
menntun íslenskrar alþýðu. Það mun
ekki ofmælt að fyrir tilstilli Bréfa-
skólans hafa ýmsir sem búa vítt og
breitt í kaupstöðum og sveitum þessa
lands aukið við menntun sína og orðið
þannig hæfari til starfa í sífellt
fjölbreyttara þjóðfélagi nútímans. Þá
var við stofnun skólans lítt farið að
huga að menntun fatlaðra og er vitað til
þess að ýmsir fatlaðir einstaklingar
hafa stundað nám með því að taka þátt
í ýmsum námskeiðum skólans.
Menntun fatlaðra hefur ætíð verið
ofarlega á baugi hjá aðildarfélögum
Öryrkjabandalags Islands. Rétt er að
rninna á að Blindravinafélag Islands
stofnaði Blindraskólann árið 1933 og
starfrækti hann til ársins 1977 og um
árabil starfrækti SIBS gagnfræða- og
iðnskóla að Reykjalundi. Þá átti
Öryrkjabandalagið ásamt Rauða
krossinum og fleiri samtökum hlut að
stofnun Skóla fatlaðra, sem nú er starf-
ræktur á vegum bandalagsins og fé-
lagsmálaráðuneytisins undir nafninu
Starfsþjálfun
fatlaðra.
Þegar Öryrkja-
bandalági Islands
var boðin aðild að
Bréfaskólanum
þótti rétt að taka því
boði meðal annars
til þess að banda-
lagið gæti haft áhrif
á framboð nám-
skeiða sem henta
fötluðu fólki. Þá
opnar aðild banda-
lagsins ýmsarleiðir
til samstarfs við
Starfsþjálfun fatl-
aðra og þróun sér-
hæfðs námefnis.
Bréfaskólinn er eign fjölda-
samtaka sem eru um leið
hagsmunasamtak. Það hlýtur því að
liggja í hlutarins eðli að ein mesta
fjöldahreyfing landsins,
Öryrkjabandalag Islands, gangi til liðs
við önnur fjöldasamtök um rekstur
stofnunar eins og Bréfaskólans. I
samningi rnilli Bréfaskólans og
Öryrkjabandalags íslands er gert ráð
fyrir að Bréfaskólinn taki að sér gerð
og útgáfu sérhæfðs námsefnis fyrir
fatlaða í samvinnu við bandalagið eða
aðildarfélög þess. Stjórn Öryrkja-
bandalagsins væntir sér mikils af aðild
þess að skólanum. Gagn Öryrkja-
bandalagsins felst þó fyrst og fremst í
áhuga félagsmanna aðildarfélaga þess
og hugmyndum þeirra um nýjungar
sem hentað gætu fötluðum. Það er von
mín að menn nýti sér þá möguleika
sem aðildin veitir og leiti eftir hentugu
námsefni.
Arnþór Helgason.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
13