Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 14
Sjálfsbjargarfélagar á Akureyri
með þá vöskustu í fylkingarbrjósti
hafa vakið athygli á nokkrum brýnum
leiðréttingamálum, sem taka þarf á, og
þegar hefur verið komið á framfæri við
rétta aðila.
Hér skal tæpt á þessum atriðum, en
það er fyrst og fremst Bragi Halldórs-
son, sú baráttukempa, sem um þetta
hefur fjallað við ritstjóra Fréttabréfs-
ins og sent erindi þar um.
I tveim fyrstu tilvikunum er um
skattamál að tefla. Hvoru tveggja eru í
raun hrein réttlætismál, þegar málin
eru skoðuð ofan íkjölinn. Annars veg-
ar er það skattlagning bensínpening-
anna, þar sem öryrkinn hefur enga
möguleika til að gefa neina aksturs-
reikninga á móti eins og ýmsum gefst
kostur á.
Bensínpeningar eru því skattlagðir
að fullu hjá þeim öryrkjum sem ná
skattleysismörkum í öðrum tekjum.
Hér verður að knýja á unt breytingar og
til fjármálaráðherra hafa þeir Sjálfs-
bjargarmenn sent beiðni um leiðrétt-
ingu og framkvæmdaráð Öryrkja-
bandalagsins tekið þar undir og hyggst
fylgja því eftir. Sama gildir um orð-
sendingu þeirra norðanmanna út af
skattlagningu uppbótar sem margir
öryrkjar og ellilífeyrisþegar fá, þó
aldrei geti sú upphæð orðið sérlega há
eins og fólk veit.
Eðli þessarar uppbótar og forsend-
ur hennar um leið, eru þær að þarna er
verið að mæta hreinum og beinum
kostnaði, þetta er beinlínis uppbót til
að mæta aukaútgjöldum tryggingar-
þega.
Það er því hreinlega út í hött að
skattleggja þessa uppbót og a.m.k. ætti
að setja sérreglur um skattlagningu
hvoru tveggja bæði bensínpeninganna
og uppbótarinnar. Þessu mun freistað
að fylgja eftir svo sem frekast er unnt
og þeim norðanmönnum þökkuð at-
hugun og meðferð þessara mála.
Og enn segir af þeim norðan-
mönnum, því Bragi Halldórsson hefur
farið sérlega ofan í saumana á því,
hversu raungildi bifreiðastyrkja,
bílakaupalána og aðstoðar vegna
vökvastýris og sjálfsskiptingar kemur
út lítið aftur til nokkurra ára. Eins og
Bragi Halldórsson.
menn vita þá varð engin hækkun
bílakaupalána nú um áramótin, í fyrsta
sinn um svo langa hríð, sem elstu menn
muna! Alla vega kom þetta öryrkjum
mjög í opna skjöldu, ekki síst í Ijósi
þess hversu bæði innkaupsverð bif-
reiða svo og allur kostnaður við rekstur
þeirra hefur rokið upp í verðbólgu lið-
inna mánaða. Bragi hefur gert athugun
þessa á því hvernig raungildið hefur
haldið sér og við fengum hjá honum
þær upplýsingar og birtum hér í höf-
uðatriðum.
Bragi segir svo: Kjör og réttindi
öryrkja hvað bílakaup varðar byggjast
á þremur þáttum: Styrkjum, sem
komu í stað niðurfellingar á aðflutn-
ingsgjöldum. Greiðslu hjálpartækja
í bifreiðar, þ.e. vökvastýris og sjálf-
skiptingar, að hluta, og breytinga á bif-
reiðum. Og svo lánum, sem veitt eru
til þess að jafna greiðslubyrðinni
vegna bifreiðakaupanna á næstu þrjú
til fjögur ár, þar sem greiðslugeta er
lítil, enda örorkubótagreiðslur ekki há-
ar.
Ef verðlagsþróun þessara þriggja
þátta er skoðuð frá því að tollar voru
felldirniðurogstyrkirteknirupp 1987,
þá kemur eftirfarandi í ljós: (Gengið út
frágrunni 1987).
Samkvæmt vísitölu Hagstofu Is-
lands um hækkun á nýjum bílum, þá
hækka þeir um 18% frá 1/3 1987 til
jafnlengdar 1988 til 1989, sem gerir
72% hækkun frá 1987.
Styrkir til bifreiðakaupa fylgja
þessari vísitölu 1988, en 1989 vantar
12% á hærri styrkina eða kr. 30.000 -
og 10% á þá lægri eða kr. 8.000, til þess
að þeir fylgi verðhækkun bíla.
Hjálpartæki í bílana hækka
auðvitað að sama skapi og bílamir og
sú varð raunin 1988 að styrkir til
greiðslu þeirra hækkuðu í samræmi
við fyrrnefnda vísitölu. Árið 1989
vantar 24% uppá hækkun vegna
sjálfsskiptingar eða kr. 6.000, og 53%
vegna vökvastýris eða kr. 11.000, svo
að greiðslur þessar fylgi fyrrnefndri
verðlagsþróun.
Lán til bifreiðakaupa fylgdu einnig
ofangreindri vísitölu 1988, en 1989
ber svo við að greidd er sama krónutala
og 1988, þó svo hækkun bíla milli
þessara ára hafi verið 46% samanber
14