Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 31

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 31
honum verið trúlega starfað, en engu að síður þykir nú þörf að færa hann til horfs aukinna umsvifa og annarra að- stæðna, þó engin verði þar byltingin í breytingum. Laganefnd bandalagsins svo og stjórn hafa lagt mikla vinnu í endurskoðun laganna, fundið að þar var flest harla gott í grunnatriðum, en mörgu er hnikað til og fært vonandi á veg betri til framtíðar litið. Kemur þá sérstaklega til nauðsyn þess að lög- festa ákvæði um framkvæmdaráð, sem starfað hefur að undanförnu og gefið mjög góða raun. Annars bíður um- fjöllun um lög betri tíma - þess er þau hafa öðlast gildi á næsta aðalfundi. I vissri deyfð og dofa sumarsins hefur Fréttabréfið sjálft verið í allnokkurri lægð hvað efnisöflun varð- ar. A vormánuðum var viss áhugi fyrir að koma efni á framfæri, en þó mestur er Fréttabréfið var að fara í eða komið í prentun. Þetta minnir ritstjóra a.m.k. á að nauðsynlegt sé að vera með ákveðna útgáfumánuði fyrir hvert tölublað - svo fólk viti í raun, hvenær efnis er þörf - og það er raunar alltaf og einnig til að setja ritstjóra nokkrar skorður nú þegar reynsla ætti að vera farin að segja til sín. En þóþetta sé í brennidepli ritstjóra þá ætti hann ekki að vera að hella hrellingum sínum og frægu skipulags- leysi yfir alla lesendur, sem eiga sér ekki þess ills von. En aftur út á við. Oft ber trygg- ingamál á góma í þessum pistlum, enda margt sem þar mætti öðruvísi fara og betur fara. Nú hefur komist verulegur skriður á störf nefndar þeirrar, sem að endur- skoðun almannatryggingalaga vinnur og nálgast nú í raun sú stund, þegar ákvörðun þarf að taka um meginatriði. Og eins og jafnan áður sýnist sitt hverjum. Spuming númer eitt varðar rétt allra til einhvers grunnlífeyris án alls tillits til tekna, aðstæðna og efna- hags. Spurning númer tvö snertir þá grunn þeirra, sem ekkert eða sáralítið hafa annars staðar frá t.d. veikburða lífeyrissjóð - á að hugsa um hækkun þess grunns fyrst og síðast þó aðrir tekjubetri verði þá í einhverju umtalsverðu að gjalda þess? Þannig eru álitamáiin nú eins og ætíð, þó undirrituðum finnist fyrst og síðast að þörfin sé mest að hækka verulega lágmarksgrunninn, þær raunverulegu bætur til lífsframfæris í dag sem eru í kringum 40 þúsund - og hverju megi fóma fyrir það að hækka þessar bætur umtalsvert, skerða þá skarpar, þegar ofar dregur, en liðka þó verulega til um öflun einhverra at- vinnutekna án alltof mikillar skerð- ingar. Nú kemur að samtökum öryrkja að leggja sinn dóm á þetta og marka um leið sínar meginlínur og eitt er víst að ekki verður bæði sleppt og haldið ef svo má að orði komast, því megin- spurningin er um hversu skiptingin skuli vera á þeim fjármunum, sem ætlaðir eru til útgjalda almanna- trygginga hverju sinni. Og þó heild- arupphæð sé há - þó prósentan af heildarútgjöldum samfélagsins sé líka há, þá þarf þess að gæta hvílíkur fjöldi það er sem sækir til trygginganna gmndvöll lífsafkomu sinnar allrar. Skiptingin skiptir því sköpum. Inn í endurskoðun laganna nú koma óhjákvæmilega þau áherslu- atriði, sem efst eru á baugi nú um heimaþjónustu - hjálparhellurnar svokölluðu - sem Selfossfundurinn í vor fjallaði m.a. um og sérstök ráð- stefna tók fyrir í vor - ráðstefna á vegum Sjálfsbjargar og Þroskahjálpar. Þau atriði bar eðlilega hátt í umræðunni þegar efst á blaði eru sjálfstæðir lífshættir, eðlilegar lífs- aðstæður allra fatlaðra. Það er þó ljóst að inn í þetta blandast eðlilega umönn- unarbætur almennt - einnig þeim til handa, sem annast þá öldruðu lasburða og oft ósjálfbjarga einstaklinga, er sífellt fer fjölgandi úti í þjóðfélaginu, þrátt fyrir aukið hjúkrunarrými. Þetta er því í byrjun allstór biti að kyngja fyrir þá sem um pyngjuna halda, en þá skyldu þeir horfa annars vegar til framtíðar, þegar þetta er eðli- legur kostur orðinn og hins vegar til raunverulegrar kostnaðarhliðar á móti og fyrirsjáanlegum enn meiri útgjalda- auka, ef stofnanastefnan verður alls- ráðandi. Og svo mega þeir líka gjaman líta til hinna mannlegu þátta - almennrar velferðar samfélagsins - hamingju- ríkara lífs heildarinnar. Skylt er að greina hér frá eftirmála margfrægra kjarasamninga í vor. Við bótaákvörðun í júní sem raunar gilti aftur til maí var uppi mikið fát um prósentuhækkun og gekk ýmislegt á, áður en umsamdar 2000 krónur í mánaðarhækkun, sem um var samið af launþegum, voru umreiknaðar í prósentuhækkun bóta, enda greinilega mikil aðgát höfð. Hins vegar varð endanleg prósentuhækkun tryggingarbóta viðunandi og ber að fagna því. Þegar eftir kjarasamninga var stjórnvöldum skrifað og þau minnt á ótvíræða siðferðilega skyldu sína í því að greiða tryggingaþegum 6500 króna orlofsuppbótina með einhverjum hætti á þessu ári. í kjölfarið fylgdu svo við- ræður við ráðherra, sem formaðurinn Arnþór Helgason leiddi. Ekki fór á milli mála fullur stuðn- ingur forystu launþegasamtakanna við þessa greiðslu, enda í raun beint samningsatriði þeirra við stjórnvöld, að þessi upphæð skilaði sér alla leið til öryrkja og ellilífeyrisþega. En stjórnvöld fóru í þann undar- lega hráskinnaleik að láta fram fara lögfræðilega úttekt á réttmæti þess til hins ítrasta að greiða mætti svoddan bætur til öryrkja og aldraðra. Og rækilega var tíundað, hvílíkar firnafjárhæðir þetta myndi nú kosta galtóman rfkiskassann. Auðvitað er allrar aðgátar þörf varðandi útgjöld, enda samþykktu sömu stjómvöld í þessum sömu vafahremmingum litlar 35 milljónir í blessaða elsku Þjóðar- bókhlöðuna, svosem ekki til að gera neitt nema forða spánnýjum kofanum frá skemmdum, að því er skilið varð. En niðurstaða þessa „válega“ vanda stjórnvalda að standa við gerða samninga var þó ákveðinn áfangasigur, því uppbótin greiðist til allra þeirra, er minnst hafa og er ágætt að það fólk njóti þessarar upphæðar. Hitt hefði nú verið stórmannlegra að greiða öllum sinn skerf refjalaust, án þess auðvitað að um tvígreiðslu væri að ræða. Hitt er svo miklu meira umhugs- unarefni að svo skuli um hnúta búið, að stjórnvöld hafa ekki lagaskyldu til að greiða nema beina prósentuhækkun launa til tryggingarþega, en fjölmörg kjaraatriði, sem skipta oft jafnmiklu eru utan og hafa verið. Það er enginn undrandi á þ v í þó enn séu grunnlífeyrir og tekjutrygging all- nokkuð innan við 30 þúsund, þegar svo er í pottinn búið. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 31

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.