Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 7
Frá Reyðarfirði koma fjórir
einstaklingar einu sinni í viku
og kosta Svæðisstjórn og
Reyðarfjarðarhreppur flutn-
ingana að jöfnu.
Ennþá hefur tekist að afla
nægra verkefna og allir, sem
sótt hafa, fengið nóg að gera.
Aðalverkefnið í dag er hnýt-
ing línukróka og fer sú vinna
líka fram í heimahúsum.
Hugmyndin er hins vegar sú,
að í framtíðinni verði þetta ein-
göngu verkefni, sem gæti verið
til dreifingar vítt um Aust-
urland.
Ýmis smáverkefni hafa svo
alltaf komið til öðru hvoru og
það nýjasta er framlag okkar
hér í Stólpa í baráttunni gegn
mengun. Með þessum línum
íýlgir mynd af þessu framlagi
okkar, en þetta er skilti, þar
sem á er letrað: „Vinsamlegast
dreptu á bílnum". Við málum
þetta ágæta og þarfa skilti og
ætlum að dreifa því sem víðast
um landið, fólki til verðugrar
áminningar.
Starfsgleði er góð á staðnum
og mun ritstjóri Fréttabréfsins
geta borið um það vitni“.
Forstöðumaður Stólpa er
Sveinn Símonarson, höfundur
þessa pistils.
Ritstjóri þakkar pistilinn og
ber því ljúflega vitni, að á Stólpa
er starfað af krafti og gleði og
gott er þar að koma og er
vonandi að hugmyndir um
verkefni heim í héruð til fólks
verði sem allra íýrst að veru-
leika.
SUNDLAU GIN
Sigurði segist svo frá um
sundlaugina: „Bygging sund-
laugar hófst á árinu 1979.
Styrktarfélagið keypti efni til
byggingarinnar, en félagar í
Lionsklúbbnum Múla á Héraði
lögðu til alla vinnu við grunninn
og skiluðu honum fullbúnum
árið 1982. Höfðu þá unnið um
900 dagsverk sem er ekkert
smáræði í sjálfboðavinnu.
Þá varð stöðvun á fram-
kvæmdum.
Árið 1983 lánaði Styrktar-
félag vangefinna á Austurlandi
ríkinu það fjármagn, er það átti
Viðmælandinn í vígsluskapi.
laust til kaupa á sambýli á
Egilsstöðum og ílýtti þannig
verulega fýrir því að sú ágæta
stofnun komst á laggirnar.
Þegar ríkið hafði skilað því
aftur var hafist handa á ný árið
1986 og sundlaugarhúsið var
gert fokhelt á árinu.
Var Styrktarfélagið þá orðið
skuldugt. Á næstu tveimur ár-
um tókst að safna fé til að ljúka
þeim skuldum að mestu. í
ágúst 1988 var svo enn haldið
áfram. Þá var kominn Qárveit-
ing úr Framkvæmdasjóði fatl-
aðra að upphæð 1,5 milljón og
var það íýrsta aðstoðin þaðan.
Einnig fór fram viðtæk fjár-
öflun á Austurlandi. Þá veitti
Framkvæmdasjóður 700.000
króna viðbótarfr amlag í lok árs-
ins.
Fjáröflunin eystra nam nær
1.300.000 þúsundum þar af
var stærsta upphæðin 500.000
kr. ágóði af dægurlagakeppni,
þar sem öll vinna var gefin. Frá
Kiwanisklúbbnum á Héraði
komu 300.000. í söfnun bama-
útvarps komu 200.000 og tveir
Lionsklúbbar, Svanur á Breið-
dalsvík og Múli á Héraði, lögðu
til sínar 100.000 krónumar
hvor. Þá afhenti einstaklingur,
Guðmundur Ingi Jóhannsson
60.000 króna arf eftir móður-
systur sína. Frá Framkvæmda-
sjóði komu 300.000 og til
viðbótar 600.000 með tilfærslu
innan svæðisins eystra.
Hins vegar reyndust verk-
þættir allir fara langt fram úr
áætlun svo enn mun skuld
(bankalán o.fl.) vera á þessu,
sem nálgast tvær milljónir.
Það er því ljóst að sækja
verður til Framkvæmdasjóðs
fatlaðra um mest af þeirri upp-
hæð, svo endar nái saman.
Hins vegar er ætlunin að
gera enn eitt söfnunarátakið
heima fýrir og sjá hvað unnt er
að fá frá félögum og vel-
unnurum".
Ég inni Sigurð eftir stjórn
félagsins: „Au k formanns sitja í
stjórn Þóra Jónsdóttir Fá-
skrúðsfirði, varaformaður, séra
Gunnlaugur Stefánsson Breið-
dal, ritari, Guðbjörg Björns-
dóttir Egilsstöðum, gjaldkeri og
Guðmundur Magnússon Reyð-
arfirði, meðstjómandi. Félagið
heitir nú Þroskahjálp á Aust-
urlandi og hefur frá upphafi
verið aðili að Landssamtökun-
um. Eins og þú veist best var
máske aðalhvatinn að stofnun
Landssamtakanna Þroska-
hjálpar kominn héðan að aust-
an“.
Til viðbótar þessum upp-
lýsingum Sigurðar er svo rétt að
greina frá því að stjóm félagsins
hefur lagt af mörkum mikið
starf fýrr og nú.
Hins vegar er ekki annað
hægt af kunnugum en geta ótal-
inna vinnustunda Sigurðar
sjálfs, sem hefur haft síðustu
tvö árin alla umsjón með þessu
viðamikla verki og lagt þar að
einstaka alúð.
Svo gífurlegt sjálfboðastarf
er hreinlega einstakt, því án
árvekni og elju Sigurðar væri
vissulega margt ógert enn.
Sundlaugin var svo vígð við
hátíðlega athöfn hinn 9. sept.
að viðstöddum mörgum góðum
gestum.
Mynd þaðan prýðir þetta
litla en verðuga viðtal við Sigurð
Magnússon. Máske greinum
við síðar frá þeirri athöfn og
fleim að austan, þvi enn sem
fyrr er hugur ritstjóra haldinn
heimþrá. H.S.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
7