Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1989, Blaðsíða 8
Siálfsbjörg 30 ára: Afmælishátíð Sjálfsbjargar 30 ára afmæli Sjálfsbjargar - lands- sambandsins mun vart hafa framhjá fólki farið svo veglega sem því voru gerð skil. Það er að vonum að Fréttabréf Öryrkjabandalagsins geri þessum merka viðburði góð og glögg skil og betur verður það vart gert en með því að fá til liðsinnis þau Jóhann Pétur Sveinsson formann landssambandsins og deildarstjóra þess, Ólöfu Ríkarðs- dóttur, sem um leið er varaformaður Öryrkjabandalagsins. Það er Jóhann Pétur, sem hér birtir hugleiðingu, sem greinir frá afmælis- haldinu og ýmsu því tengdu en afmæl- ishátíðinni sjálfri reynir ritstjóri að segja frá. I næsta Fréttabréfi mun svo Ólöf Ríkarðsdóttir vera með viðhorfs- grein, þar sem bæði er horft um öxl og litið til framtíðarstefnu um leið. Yfir afmælishátíðinni sjálfri hinn 6. júní sl. var sérstakur blær bjartsýni og baráttuvilja jafnframt því sem fólk gladdist yfir fjölmörgum unnum áfangasigrum. Það var sól úti og inni og Horna- flokkur Kópavogs undir stjóm þess næma og mikla listamanns, Björns Guðjónssonar lék hátíðalög meðan gestir flykktust í garð. Hátíðinni stjórnaði af öryggi miklu og ágætum tilþrifum, Sigurður Magn- ússon og hafði hann ærinn starfa að halda öllu til haga. Það var svo Jóhann Pétur Sveins- son, sem setti hátíðina og bauð gesti velkomna með nokkrum vel völdum orðum. Minnti á kjörorð afmælisdags- ins: Betri framtíð byrjar í dag. Sérstakt ávarp flutti Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra sem færði kveðjur og árnaðaróskir ríkis- stjórnar Islands og eigin velfarnað- aróskir um leið, en Jóhanna hefur um árabil verið ötull talsmaður öryrkja á Alþingi. Sömuleiðis flutti borgarstjór- inn Davíð Oddsson ávarp og árnaði Sjálfsbjörg allra heilla. Formaður Öryrkjabandalags Islands, Arnþór Helgason talaði einnig og færði Sjálfsbjörg að gjöf kr. 250.000 til kaupa á hljómflutnings- tækjum í nýja félagsheimilið. Mikill fjöldi ágætra ávarpa voru flutt bæði af innlendum sem erlendum gestum. Þá var einsöngur og tvísöngur ungra söngvara og efnilegra mjög sem eyrað glöddu. Sérstakt heiðursmerki Sjálfsbjarg- ar, afmælismerki, fengu 30 velunnarar samtakanna. Afhenti formaðurinn Jó- hann Pétur merkin með einkar skemmtilegum og skýrum hætti. Fyrir hönd þessa merkilega hóps Páll Júníus Pálsson tekur við heið- ursmerki sínu. þakkaði Steinunn Finnbogadóttir forstöðumaður Dagvistar Sjálfsbjarg- ar. Ekki þarf að taka fram að allar veitingar voru veglegar, enda um einkenni Sjálfsbjargar að ræða. Sigurbjörg Benediktsdóttir, forstöðu- maður sá um þá hlið með sóma eins og jafnan. Þá kynnti Trausti Sigurlaugsson Sjálfsbjargarhúsið nýja og sýndi það gestum. Ólöf Ríkarðsdóttir opnaði svo hina glæsilegu listmunasýningu Sjálfs- bjargarfélaga, en þar sýndu þessir listamenn: Sigþrúður Pálsdóttir, Sissú, - mál- verk, Sigmar Ó. Maríusson, - silfur- munir og Sigurður Þórólfsson, - módel. Báru verk þeirra öll vitni um næma og ríka listamannsgáfu, enda engir viðvaningar á þessari braut. Nutu gestir góðs af því sem öðru á þessum yndislega vorbjarta degi hjá afmælisbaminu. Það var fullt út úr dyrum hjá Sjálfsbjörgu þennan dag, og er þó salur þeirra sæmilega stór. Undirritaður sem var einn merk- isbera dagsins klambraði saman vísu- kornum þessum af því tilefni: Þó á brattann sé sótt sífelld verkefnagnótt. Glöð og sigurviss er ykkar sveit. Fram mót farsælli tíð fyrir sókndjarfan lýð. Afram haldið í hamingjuleit. * * A mér hef ég trauðla trú tæpur framavegur. Undarlegt ef er ég nú orðinn merkilegur. Ykkar merki, orðin hlý undramikils virði. En rísi ég ekki undir því ofurþung er byrði. Helgi Seljan. Sigurbjörg og veisluborðið. Eitt af ótalmörgum. 8

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.